Endurvekur ferðabannið Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2025 06:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur endurvakið ferðabann sitt frá 2017 gagnvart íbúum nokkurra múslimalanda, auk nokkurra ríkja til viðbóta. Ríkisborgurum frá alls tólf ríkjum verður meinað ferðast til Bandaríkjanna þegar bannið tekur gildi næsta mánudag og verða tálmar settir í veg íbúa sjö ríkja til viðbótar. Trump greip til svipaðra aðgerða árið 2017 þegar hann bannaði fólki frá sjö ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hófust málaferli sem enduðu á því að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði ekki farið út fyrir valdheimildir sínar. Sjá einnig: Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara frá íbúum Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli sínum tengdi Trump þetta nýja ferðabann við árásina í Boulder í Colorado, sem hann sagði sýna fram á hættuna af fólki sem dvelur lengur í Bandaríkjunum en því er heimilt. Árásarmaðurinn í Colorado er frá Egyptalandi, sem er ekki á bannlista Trumps. Hann mun hafa ferðast til Bandaríkjanna á ferðamannavegabréfsáritun en ekki farið aftur úr landi. Þá sagði Trump að sum ríki könnuðu fólk ekki nægilega vel og neituðu að taka aftur á móti fólki þegar þeim væri vísað úr landi. „Við viljum þau ekki,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Trump greip til svipaðra aðgerða árið 2017 þegar hann bannaði fólki frá sjö ríkjum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hófust málaferli sem enduðu á því að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Trump hefði ekki farið út fyrir valdheimildir sínar. Sjá einnig: Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Ríkin sem rata á bannlistann eru Afganistan, Mjanmar, Tjad, Austur-Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eiritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen. Auk þeirra verður erfiðara frá íbúum Búrúndí, Kúbu, Laos, Síerra Leóne, Tógó, Túrkmenistan og Venesúela að ferðast til Bandaríkjanna, eins og fram kemur í AP fréttaveitunni. Sjá einnig: Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli sínum tengdi Trump þetta nýja ferðabann við árásina í Boulder í Colorado, sem hann sagði sýna fram á hættuna af fólki sem dvelur lengur í Bandaríkjunum en því er heimilt. Árásarmaðurinn í Colorado er frá Egyptalandi, sem er ekki á bannlista Trumps. Hann mun hafa ferðast til Bandaríkjanna á ferðamannavegabréfsáritun en ekki farið aftur úr landi. Þá sagði Trump að sum ríki könnuðu fólk ekki nægilega vel og neituðu að taka aftur á móti fólki þegar þeim væri vísað úr landi. „Við viljum þau ekki,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53 Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21 Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Birtir þrisvar sinnum fleiri færslur en áður Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur aldrei verið virkari á samfélagsmiðlum en nú. Á fyrstu 132 dögum hans í starfi skrifaði birti hann 2.262 færslur á síðu sinni á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Það eru rúmlega sautján færslur á dag og rúmlega þrefalt fleiri færslur en hann birti á Twitter á sama tímabili á hans fyrra kjörtímabili. 4. júní 2025 12:53
Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Forsvarsmenn bílaframleiðenda og annarra fyrirtækja víðsvegar um heiminn vara við því að bílaframleiðsla gæti stöðvast vegna skorts á sérstökum seglum, sem eru nánast eingöngu framleiddir í Kína. Verksmiðjum gæti verið lokað víða um heim á næstu vikum felli Kínverjar ekki niður tálma á útflutningi þessara segla og sjaldgæfra málma sem notaðir eru við framleiðslu þeirra. 4. júní 2025 10:21
Musk hraunar yfir „stórt og fallegt“ frumvarp Trumps Elon Musk, auðugasti maður heims, sem staðið hefur dyggilega við bak Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, segir hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Trump vill að Repúblikanar samþykki sé „viðurstyggilegur hryllingur“. Hann segir alla þá sem hafa stutt það eiga að skammast sín. 4. júní 2025 07:24