Ósnertanlegir eineltisseggir og óhæfir starfsmenn Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. júní 2025 09:03 Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun og tillögur Viðskiptaráðs varðandi starfsumhverfi opinberra starfsmanna eru kærkomið innlegg í umræðu um starfsmannakerfi sem er löngu úrelt. Ráðið hefur sett fram áætlun þar sem fram kemur að ríkari uppsagnarvernd opinberra starfsmanna kosti hið opinbera um 30-50 milljarða á hverju ári. Áætlun Viðskiptaráðs byggir á nýlegum evrópskum rannsóknum sem geta gefið góða vísbendingu um stöðuna hér á landi. Uppflettingar um fyrrverandi maka Í umfjöllun Viðskiptaráðs eru rifjuð upp nokkur íslensk dómsmál sem varða uppsagnir opinberra starfsmanna, m.a. vegna eineltistilburða, slakrar frammistöðu og brota á trúnaðarskyldu. Við þekkjum öll til svona dæma og hvernig þau hafa farið vegna gríðarlega strangra málsmeðferðareglna sem gilda um áminningar og uppsagnir opinberra starfsmanna. Þessar reglur og meðferð þeirra í stjórnsýslunni og dómskerfinu hafa leitt til þess að opinberir starfsmenn eru sjaldnast áminntir, hvað þá að þeim sé sagt upp. Opinberir starfsmenn eru því í raun æviráðnir, en lögmæt uppsögn verður að fara fram í kjölfar áminningar og endurtekins og eðlislíks brots í starfi. Það var ánægjulegt að sjá Viðskiptaráð leggja það til að frumvarpið, sem ég hef ítrekað lagt fram á Alþingi í hópi góðra sjálfstæðismanna og varðar afnám áminningarskyldu í lögum um ríkisstarfsmenn, yrði samþykkt. Málið var eitt það fyrsta sem ég lagði áherslu á sem kjörinn fulltrúi á þingi, enda gríðarlega mikilvægt. Lög um ríkisstarfsmenn eru úrelt Í frumvarpinu eru færð rök fyrir því að lög um ríkisstarfsmenn séu úrelt, en þau voru upphaflega sett vegna lakari réttarstöðu opinberra starfsmanna. Þessi staða hefur auðvitað gjörbreyst og styrkst, opinberum starfsmönnum hefur fjölgað gríðarlega og kjör þeirra batnað mikið. Það ætti að vera óumdeilt að það þurfi nauðsynlega að auka sveigjanleika í opinberu starfsmannahaldi og einfalda reglur um starfslok ríkisstarfsmanna. Það er hagsmunamál fyrir ríkið sem atvinnurekanda og fyrir fjölmarga starfsmenn þess. Breytum þessu! Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun