Aðför Vinnueftirlits að hagsmunum slasaðra. Steinar Harðarson skrifar 3. júní 2025 22:00 Vinnueftirlit ríkisins, í daglegu tali kallað Vinnueftirlitið, var sett á laggirnar 1980 á grundvelli laga nr. 46/1980. Forveri Vinnueftirlitsins var Öryggiseftirlit ríkisins sem fjallaði nær eingöngu um öryggi véla og tækja. Við stofnun Vinnueftirlitsins varð mikil breyting á vinnuverndarstarfi, frá því að fjalla eingöngu um öryggismál til þess að fjalla um vinnuvernd í víðum skilningi. Alla tíð frá stofnun Vinnueftirlitsins og þar til nýr forstjóri tók til starfa 2019 var lögð mikil áhersla á að Vinnueftirlitið stundaði öflugt eftirlitsstarf, viðamikið fræðslustarf og rannsóknir á vinnuverndarsviði. Forvarnarstarf Vinnueftirlitsins hefur verið grunnþáttur í vinnuverndarstarfinu og þar eru eftirlitsheimsóknir algjör grundvallarþáttur. Annar þýðingarmikill hluti af öflugu forvarnarstafi er vönduð rannsókn vinnuslysa og sá lærdómur sem af rannsóknum má draga. Starfsemi eftirlitsins hefur löngum byggst að stærstum hluta á forvarnarstarfi, leiðbeiningum og fræðslu á vinnustöðum, námskeiðum og jafnframt eftirliti sem snerist aðallega um að tryggja að stjórnendur vinnustaða sinntu skyldum sínum um að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í vinnustaðaeftirlitinu þurfti oft að beita þvingunaraðgerðum s.s lokunum, banni á vinnu eða dagsektum. Það var þó eingöngu gert ef aðstæður á vinnustað ógnuðu lífi og heilsu starfsfólks. Engin greinarmunur var gerður á vinnustöðum, þ.e. vinnustaðir í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, voru beittir sömu eftirlitsaðgerðum, fyrirmælum um úrbætur, lokunum, banni við vinnu eða dagsektum. Rannsókn vinnuslysa. Eitt af verkefnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 er rannsókn vinnuslysa. Í lögunum, áður en þeim var breytt sumarið 2024, sagði í 81.gr.: Vinnueftirlit ríkisins skal rannsaka orsakir slysa, óhappa og mengunar sem tilkynnt er um skv. 79. og 80. gr. í þeim tilgangi að stuðla að því að komið sé í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á vinnustöðum. Þegar Vinnueftirliti ríkisins hefur borist tilkynning skulu starfsmenn þess fara á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Óheimilt er að breyta aðstæðum á slysstað umfram það sem nauðsynlegt er vegna björgunaraðgerða áður en vettvangskönnun hefur farið fram. Telji Vinnueftirlitið ekki þörf á sérstakri vettvangskönnun skal það tilkynna atvinnurekanda þar um án ástæðulauss dráttar. Vinnueftirlitið lagði frá upphafi mikla áherslu á vandaðar slysarannsóknir. Í áranna rás þróaðist ítarlegt, skriflegt verklag við slysarannsóknir; Vinnureglur um rannsókn vinnuslysa. Eins og fram kemur í lagatextanum er meginmarkmið slysarannsókna að uppgötva orsakir slysa, óhappa og mengunar til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Til þess þarf að meta hættulegar aðstæður, hættulegar vélar, hættulegar vinnuaðferðir, hættuleg efni og allar mögulegar aðrar aðstæður hættulegar starfsmönnum. Í lögunum er gerð krafa til eftirlitsins um að starfsmenn fari á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Í þessum rannsóknum var leitast við að draga fram hver bæri ábyrgð á aðstæðum og þá jafnframt orsökum slyss. Það var auðvitað nauðsynlegt til þess að geta ákveðið möguleg fyrirmæli um úrbætur á vinnustaðnum, hvort sem þær beindust að aðstæðum eða vinnubrögðum, til að tryggja að slysin endurtækju sig ekki. Þeir starfsmenn sem fóru á vettvang vegna rannsókna vinnuslysa voru jafna mjög reyndir eftirlitsmenn sem þekktu vel lög og reglur, vélar, tæki, búnað, vinnuaðferðir og almennt vinnuumhverfi. Rannsóknarskýrslur voru svo rýndar af ýmsum sérfræðingum stofnunarinnar, allt eftir eðli og umfangi slyssins. Þessar rannsóknarskýrslur, sem nefndust „Umsögn um vinnuslys“, voru oft mjög þýðingarmikið gagn þegar slasaðir leituðu réttar síns, það er, kröfðust skaðabóta. Í raun voru skýrslur Vinnueftirlitsins oft eina gagnið sem slasaðir gátu aflað án mikils kostnaðar þegar þeir þurftu að leita réttar síns vegna vinnuslyss. Hagsmunir hverra? Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní s.l. nr. 105/2024, Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði, eru gerðar tímabærar breytingar á lögum nr. 55/1980 s.s. um eftirlit með brotastarfsemi á vinnumarkaði og á lögum nr. 46/1980 um stjórnvaldssektir vegna brota á vinnuverndarlögunum, allt jákvæð skref og mikilvæg. Samkvæmt mínum heimildum voru þessar breytingar fyrst unnar af nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisen í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, félagsmálaráðuneyti (nú Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti), Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins. Þá áttu Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun einnig fulltrúa í nefndinni og var formaður nefndarinnar skipaður án tilnefningar. Afurð nefndarinnar var frumvarp til starfskjaralaga sem lagt var fram á 152. löggjafarþingi (mál nr. 589) en Alþingi lauk ekki afgreiðslu frumvarpsins á því þingi.Á haustmánuðum 2023 kallaði félags- og vinnumarkaðsráðherra framangreinda nefnd til starfa að nýju og fól nefndinni að endurskoða það frumvarp sem áður hafði verið lagt fram á Alþingi og koma með tillögur að breytingum, eftir því sem við ætti. Er frumvarp það sem hér um ræðir afrakstur þeirrar vinnu. Og þá, eins og stundum er gert, var laumufarþega skotið með í ferðina. Laumufarþeginn kveður á um breytingar á vinnuverndarlögum nr. 46/1980 varðandi rannsókn vinnuslysa, breyting sem kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum og er ekki í neinu samhengi við aðrar breytingar, breyting sem virðist koma beint úr ranni æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins. Og þar heggur sá er hlífa skildi. Breytingin er svohljóðandi: Við 81. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð. Eins og áður hefur komið fram hafa slysarannsóknarskýrslur Vinnueftirlitsins oft verið mjög þýðingarmikið gagn starfsmanna þegar þeir hafa verið að leita réttar síns vegna slysabóta eftir vinnuslys. Ef þeir geta ekki notað slysarannsóknir Vinnueftirlitsins, sem eiga að vera unnar af sérfræðingum um vinnuumhverfi og fjalla um orsakir vinnuslysa, öryggisbúnað, skyldur stjórnenda/eigenda sem og lög, reglur og reglugerðir, eru þeir sem leita réttar síns vegna vinnuslysa í verulega slæmri stöðu. Þessi breyting á vinnuverndarlögunum er gróf aðför að hagsmunum vinnandi fólks. Hverra hagsmunir réðu því að þessi breyting var gerð á lögunum er mér hulin ráðgáta. Það eru augljóslega ekki hagsmunir vinnandi fólks. Ef ég hef skilið rétt fréttir úr fjölmiðlum, um rannsóknir vinnuslysa í dag og upplýsingar innan úr Vinnueftirlitinu, er stofnunin að mestu hætt að rannsaka vinnuslys með eigin sérfræðingum en lögreglu ætlað það verkefni eða að afla gagna sem Vinnueftirlitið vinnur úr. Það vinnulag er einfaldlega brot á vinnuverndarlögunum. Ég fullyrði að lögreglan hefur engar forsendur til að rannsaka vinnuslys á sambærilegan hátt og Vinnueftirlitið, hafa hvorki þekkingu á lögum, reglum og reglugerðum, viðurkenndu verklagi né tæknilega þekkingu á öryggiskröfum. Og til að gera slysarannsókn Vinnueftirlitsins nánast marklausa segir að „rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“. Samkvæmt þessu er túlkun æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins sú að við rannsókn á grundvelli 81. gr. eigi ekki að draga fram hver ber ábyrgð á vinnuaðstæðum og/eða vinnuaðferðum þegar slys verður. Dómstólar landsins hafa allt aðra skoðun á hlutverki Vinnueftirlitsins við rannsókn slysa. Í dómi Landsréttar í málinu nr. 402/2018 segir um þetta efni: „Starfsmenn eiga almennt að geta treyst því að ef ekki er af hálfu vinnuveitanda farið eftir fyrirmælum vinnuverndarreglna fái þeir bætt tjón sem af því hlýst ef ekki er um stórfellt gáleysi þeirra sjálfra að ræða, svo sem ef þeir brjóta gegn fyrirmælum og leiðbeiningum sem þeir fá frá vinnuveitanda.“ Þessi sjónarmið koma einnig skýrt fram í Landsréttarmálinu nr. 494/2019 þar sem segir: „Þá er ósannað að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi stefnda hafi gefið fyrirmæli um að nota annan búnað. Þannig rækti atvinnurekandi ekki skyldur sínar samkvæmt 37. gr. laga nr. 46/1980, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 367/2006 til að sjá til þess að rétt tæki væru fyrir hendi og að aðrar ráðstafanir væru gerðar til að tryggja að tækin hentuðu fyrir verkið.“ Sennilega er þessi breyting ekki í samræmi við rammatilskipun ESB 89/391 um vinnuvernd sem vinnuverndarlögin byggja að miklu leiti á og þau eiga að vera í samræmi við. Því miður virðist enginn á Alþingi Íslendinga hafa áttað sig á þeirri aðför að hagsmunum vinnandi fólks sem felst í þessum breytingum á 81.greininni og ekki heldur forsvarsmenn launþegahreyfingarinnar. Ég skora á launþegahreyfinguna og þá alþingismenn sem eiga rætur í verkalýðshreyfingunni að beita sér fyrir því að þessi viðbótarmálsgrein, „Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“ verði felld úr gildi. Þessi lagasetning er bein aðför að þýðingarmiklum hagsmunum vinnandi fólks og algjörlega á skjön við dómafordæmi. Höfundur er fyrrum svæðisstjóri Vinnueftirlits Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnuslys Alþingi Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Vinnueftirlit ríkisins, í daglegu tali kallað Vinnueftirlitið, var sett á laggirnar 1980 á grundvelli laga nr. 46/1980. Forveri Vinnueftirlitsins var Öryggiseftirlit ríkisins sem fjallaði nær eingöngu um öryggi véla og tækja. Við stofnun Vinnueftirlitsins varð mikil breyting á vinnuverndarstarfi, frá því að fjalla eingöngu um öryggismál til þess að fjalla um vinnuvernd í víðum skilningi. Alla tíð frá stofnun Vinnueftirlitsins og þar til nýr forstjóri tók til starfa 2019 var lögð mikil áhersla á að Vinnueftirlitið stundaði öflugt eftirlitsstarf, viðamikið fræðslustarf og rannsóknir á vinnuverndarsviði. Forvarnarstarf Vinnueftirlitsins hefur verið grunnþáttur í vinnuverndarstarfinu og þar eru eftirlitsheimsóknir algjör grundvallarþáttur. Annar þýðingarmikill hluti af öflugu forvarnarstafi er vönduð rannsókn vinnuslysa og sá lærdómur sem af rannsóknum má draga. Starfsemi eftirlitsins hefur löngum byggst að stærstum hluta á forvarnarstarfi, leiðbeiningum og fræðslu á vinnustöðum, námskeiðum og jafnframt eftirliti sem snerist aðallega um að tryggja að stjórnendur vinnustaða sinntu skyldum sínum um að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í vinnustaðaeftirlitinu þurfti oft að beita þvingunaraðgerðum s.s lokunum, banni á vinnu eða dagsektum. Það var þó eingöngu gert ef aðstæður á vinnustað ógnuðu lífi og heilsu starfsfólks. Engin greinarmunur var gerður á vinnustöðum, þ.e. vinnustaðir í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, voru beittir sömu eftirlitsaðgerðum, fyrirmælum um úrbætur, lokunum, banni við vinnu eða dagsektum. Rannsókn vinnuslysa. Eitt af verkefnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 er rannsókn vinnuslysa. Í lögunum, áður en þeim var breytt sumarið 2024, sagði í 81.gr.: Vinnueftirlit ríkisins skal rannsaka orsakir slysa, óhappa og mengunar sem tilkynnt er um skv. 79. og 80. gr. í þeim tilgangi að stuðla að því að komið sé í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á vinnustöðum. Þegar Vinnueftirliti ríkisins hefur borist tilkynning skulu starfsmenn þess fara á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Óheimilt er að breyta aðstæðum á slysstað umfram það sem nauðsynlegt er vegna björgunaraðgerða áður en vettvangskönnun hefur farið fram. Telji Vinnueftirlitið ekki þörf á sérstakri vettvangskönnun skal það tilkynna atvinnurekanda þar um án ástæðulauss dráttar. Vinnueftirlitið lagði frá upphafi mikla áherslu á vandaðar slysarannsóknir. Í áranna rás þróaðist ítarlegt, skriflegt verklag við slysarannsóknir; Vinnureglur um rannsókn vinnuslysa. Eins og fram kemur í lagatextanum er meginmarkmið slysarannsókna að uppgötva orsakir slysa, óhappa og mengunar til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Til þess þarf að meta hættulegar aðstæður, hættulegar vélar, hættulegar vinnuaðferðir, hættuleg efni og allar mögulegar aðrar aðstæður hættulegar starfsmönnum. Í lögunum er gerð krafa til eftirlitsins um að starfsmenn fari á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Í þessum rannsóknum var leitast við að draga fram hver bæri ábyrgð á aðstæðum og þá jafnframt orsökum slyss. Það var auðvitað nauðsynlegt til þess að geta ákveðið möguleg fyrirmæli um úrbætur á vinnustaðnum, hvort sem þær beindust að aðstæðum eða vinnubrögðum, til að tryggja að slysin endurtækju sig ekki. Þeir starfsmenn sem fóru á vettvang vegna rannsókna vinnuslysa voru jafna mjög reyndir eftirlitsmenn sem þekktu vel lög og reglur, vélar, tæki, búnað, vinnuaðferðir og almennt vinnuumhverfi. Rannsóknarskýrslur voru svo rýndar af ýmsum sérfræðingum stofnunarinnar, allt eftir eðli og umfangi slyssins. Þessar rannsóknarskýrslur, sem nefndust „Umsögn um vinnuslys“, voru oft mjög þýðingarmikið gagn þegar slasaðir leituðu réttar síns, það er, kröfðust skaðabóta. Í raun voru skýrslur Vinnueftirlitsins oft eina gagnið sem slasaðir gátu aflað án mikils kostnaðar þegar þeir þurftu að leita réttar síns vegna vinnuslyss. Hagsmunir hverra? Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní s.l. nr. 105/2024, Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði, eru gerðar tímabærar breytingar á lögum nr. 55/1980 s.s. um eftirlit með brotastarfsemi á vinnumarkaði og á lögum nr. 46/1980 um stjórnvaldssektir vegna brota á vinnuverndarlögunum, allt jákvæð skref og mikilvæg. Samkvæmt mínum heimildum voru þessar breytingar fyrst unnar af nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisen í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, félagsmálaráðuneyti (nú Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti), Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins. Þá áttu Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun einnig fulltrúa í nefndinni og var formaður nefndarinnar skipaður án tilnefningar. Afurð nefndarinnar var frumvarp til starfskjaralaga sem lagt var fram á 152. löggjafarþingi (mál nr. 589) en Alþingi lauk ekki afgreiðslu frumvarpsins á því þingi.Á haustmánuðum 2023 kallaði félags- og vinnumarkaðsráðherra framangreinda nefnd til starfa að nýju og fól nefndinni að endurskoða það frumvarp sem áður hafði verið lagt fram á Alþingi og koma með tillögur að breytingum, eftir því sem við ætti. Er frumvarp það sem hér um ræðir afrakstur þeirrar vinnu. Og þá, eins og stundum er gert, var laumufarþega skotið með í ferðina. Laumufarþeginn kveður á um breytingar á vinnuverndarlögum nr. 46/1980 varðandi rannsókn vinnuslysa, breyting sem kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum og er ekki í neinu samhengi við aðrar breytingar, breyting sem virðist koma beint úr ranni æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins. Og þar heggur sá er hlífa skildi. Breytingin er svohljóðandi: Við 81. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð. Eins og áður hefur komið fram hafa slysarannsóknarskýrslur Vinnueftirlitsins oft verið mjög þýðingarmikið gagn starfsmanna þegar þeir hafa verið að leita réttar síns vegna slysabóta eftir vinnuslys. Ef þeir geta ekki notað slysarannsóknir Vinnueftirlitsins, sem eiga að vera unnar af sérfræðingum um vinnuumhverfi og fjalla um orsakir vinnuslysa, öryggisbúnað, skyldur stjórnenda/eigenda sem og lög, reglur og reglugerðir, eru þeir sem leita réttar síns vegna vinnuslysa í verulega slæmri stöðu. Þessi breyting á vinnuverndarlögunum er gróf aðför að hagsmunum vinnandi fólks. Hverra hagsmunir réðu því að þessi breyting var gerð á lögunum er mér hulin ráðgáta. Það eru augljóslega ekki hagsmunir vinnandi fólks. Ef ég hef skilið rétt fréttir úr fjölmiðlum, um rannsóknir vinnuslysa í dag og upplýsingar innan úr Vinnueftirlitinu, er stofnunin að mestu hætt að rannsaka vinnuslys með eigin sérfræðingum en lögreglu ætlað það verkefni eða að afla gagna sem Vinnueftirlitið vinnur úr. Það vinnulag er einfaldlega brot á vinnuverndarlögunum. Ég fullyrði að lögreglan hefur engar forsendur til að rannsaka vinnuslys á sambærilegan hátt og Vinnueftirlitið, hafa hvorki þekkingu á lögum, reglum og reglugerðum, viðurkenndu verklagi né tæknilega þekkingu á öryggiskröfum. Og til að gera slysarannsókn Vinnueftirlitsins nánast marklausa segir að „rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“. Samkvæmt þessu er túlkun æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins sú að við rannsókn á grundvelli 81. gr. eigi ekki að draga fram hver ber ábyrgð á vinnuaðstæðum og/eða vinnuaðferðum þegar slys verður. Dómstólar landsins hafa allt aðra skoðun á hlutverki Vinnueftirlitsins við rannsókn slysa. Í dómi Landsréttar í málinu nr. 402/2018 segir um þetta efni: „Starfsmenn eiga almennt að geta treyst því að ef ekki er af hálfu vinnuveitanda farið eftir fyrirmælum vinnuverndarreglna fái þeir bætt tjón sem af því hlýst ef ekki er um stórfellt gáleysi þeirra sjálfra að ræða, svo sem ef þeir brjóta gegn fyrirmælum og leiðbeiningum sem þeir fá frá vinnuveitanda.“ Þessi sjónarmið koma einnig skýrt fram í Landsréttarmálinu nr. 494/2019 þar sem segir: „Þá er ósannað að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi stefnda hafi gefið fyrirmæli um að nota annan búnað. Þannig rækti atvinnurekandi ekki skyldur sínar samkvæmt 37. gr. laga nr. 46/1980, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 367/2006 til að sjá til þess að rétt tæki væru fyrir hendi og að aðrar ráðstafanir væru gerðar til að tryggja að tækin hentuðu fyrir verkið.“ Sennilega er þessi breyting ekki í samræmi við rammatilskipun ESB 89/391 um vinnuvernd sem vinnuverndarlögin byggja að miklu leiti á og þau eiga að vera í samræmi við. Því miður virðist enginn á Alþingi Íslendinga hafa áttað sig á þeirri aðför að hagsmunum vinnandi fólks sem felst í þessum breytingum á 81.greininni og ekki heldur forsvarsmenn launþegahreyfingarinnar. Ég skora á launþegahreyfinguna og þá alþingismenn sem eiga rætur í verkalýðshreyfingunni að beita sér fyrir því að þessi viðbótarmálsgrein, „Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“ verði felld úr gildi. Þessi lagasetning er bein aðför að þýðingarmiklum hagsmunum vinnandi fólks og algjörlega á skjön við dómafordæmi. Höfundur er fyrrum svæðisstjóri Vinnueftirlits
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar