Aðför Vinnueftirlits að hagsmunum slasaðra. Steinar Harðarson skrifar 3. júní 2025 22:00 Vinnueftirlit ríkisins, í daglegu tali kallað Vinnueftirlitið, var sett á laggirnar 1980 á grundvelli laga nr. 46/1980. Forveri Vinnueftirlitsins var Öryggiseftirlit ríkisins sem fjallaði nær eingöngu um öryggi véla og tækja. Við stofnun Vinnueftirlitsins varð mikil breyting á vinnuverndarstarfi, frá því að fjalla eingöngu um öryggismál til þess að fjalla um vinnuvernd í víðum skilningi. Alla tíð frá stofnun Vinnueftirlitsins og þar til nýr forstjóri tók til starfa 2019 var lögð mikil áhersla á að Vinnueftirlitið stundaði öflugt eftirlitsstarf, viðamikið fræðslustarf og rannsóknir á vinnuverndarsviði. Forvarnarstarf Vinnueftirlitsins hefur verið grunnþáttur í vinnuverndarstarfinu og þar eru eftirlitsheimsóknir algjör grundvallarþáttur. Annar þýðingarmikill hluti af öflugu forvarnarstafi er vönduð rannsókn vinnuslysa og sá lærdómur sem af rannsóknum má draga. Starfsemi eftirlitsins hefur löngum byggst að stærstum hluta á forvarnarstarfi, leiðbeiningum og fræðslu á vinnustöðum, námskeiðum og jafnframt eftirliti sem snerist aðallega um að tryggja að stjórnendur vinnustaða sinntu skyldum sínum um að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í vinnustaðaeftirlitinu þurfti oft að beita þvingunaraðgerðum s.s lokunum, banni á vinnu eða dagsektum. Það var þó eingöngu gert ef aðstæður á vinnustað ógnuðu lífi og heilsu starfsfólks. Engin greinarmunur var gerður á vinnustöðum, þ.e. vinnustaðir í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, voru beittir sömu eftirlitsaðgerðum, fyrirmælum um úrbætur, lokunum, banni við vinnu eða dagsektum. Rannsókn vinnuslysa. Eitt af verkefnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 er rannsókn vinnuslysa. Í lögunum, áður en þeim var breytt sumarið 2024, sagði í 81.gr.: Vinnueftirlit ríkisins skal rannsaka orsakir slysa, óhappa og mengunar sem tilkynnt er um skv. 79. og 80. gr. í þeim tilgangi að stuðla að því að komið sé í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á vinnustöðum. Þegar Vinnueftirliti ríkisins hefur borist tilkynning skulu starfsmenn þess fara á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Óheimilt er að breyta aðstæðum á slysstað umfram það sem nauðsynlegt er vegna björgunaraðgerða áður en vettvangskönnun hefur farið fram. Telji Vinnueftirlitið ekki þörf á sérstakri vettvangskönnun skal það tilkynna atvinnurekanda þar um án ástæðulauss dráttar. Vinnueftirlitið lagði frá upphafi mikla áherslu á vandaðar slysarannsóknir. Í áranna rás þróaðist ítarlegt, skriflegt verklag við slysarannsóknir; Vinnureglur um rannsókn vinnuslysa. Eins og fram kemur í lagatextanum er meginmarkmið slysarannsókna að uppgötva orsakir slysa, óhappa og mengunar til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Til þess þarf að meta hættulegar aðstæður, hættulegar vélar, hættulegar vinnuaðferðir, hættuleg efni og allar mögulegar aðrar aðstæður hættulegar starfsmönnum. Í lögunum er gerð krafa til eftirlitsins um að starfsmenn fari á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Í þessum rannsóknum var leitast við að draga fram hver bæri ábyrgð á aðstæðum og þá jafnframt orsökum slyss. Það var auðvitað nauðsynlegt til þess að geta ákveðið möguleg fyrirmæli um úrbætur á vinnustaðnum, hvort sem þær beindust að aðstæðum eða vinnubrögðum, til að tryggja að slysin endurtækju sig ekki. Þeir starfsmenn sem fóru á vettvang vegna rannsókna vinnuslysa voru jafna mjög reyndir eftirlitsmenn sem þekktu vel lög og reglur, vélar, tæki, búnað, vinnuaðferðir og almennt vinnuumhverfi. Rannsóknarskýrslur voru svo rýndar af ýmsum sérfræðingum stofnunarinnar, allt eftir eðli og umfangi slyssins. Þessar rannsóknarskýrslur, sem nefndust „Umsögn um vinnuslys“, voru oft mjög þýðingarmikið gagn þegar slasaðir leituðu réttar síns, það er, kröfðust skaðabóta. Í raun voru skýrslur Vinnueftirlitsins oft eina gagnið sem slasaðir gátu aflað án mikils kostnaðar þegar þeir þurftu að leita réttar síns vegna vinnuslyss. Hagsmunir hverra? Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní s.l. nr. 105/2024, Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði, eru gerðar tímabærar breytingar á lögum nr. 55/1980 s.s. um eftirlit með brotastarfsemi á vinnumarkaði og á lögum nr. 46/1980 um stjórnvaldssektir vegna brota á vinnuverndarlögunum, allt jákvæð skref og mikilvæg. Samkvæmt mínum heimildum voru þessar breytingar fyrst unnar af nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisen í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, félagsmálaráðuneyti (nú Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti), Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins. Þá áttu Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun einnig fulltrúa í nefndinni og var formaður nefndarinnar skipaður án tilnefningar. Afurð nefndarinnar var frumvarp til starfskjaralaga sem lagt var fram á 152. löggjafarþingi (mál nr. 589) en Alþingi lauk ekki afgreiðslu frumvarpsins á því þingi.Á haustmánuðum 2023 kallaði félags- og vinnumarkaðsráðherra framangreinda nefnd til starfa að nýju og fól nefndinni að endurskoða það frumvarp sem áður hafði verið lagt fram á Alþingi og koma með tillögur að breytingum, eftir því sem við ætti. Er frumvarp það sem hér um ræðir afrakstur þeirrar vinnu. Og þá, eins og stundum er gert, var laumufarþega skotið með í ferðina. Laumufarþeginn kveður á um breytingar á vinnuverndarlögum nr. 46/1980 varðandi rannsókn vinnuslysa, breyting sem kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum og er ekki í neinu samhengi við aðrar breytingar, breyting sem virðist koma beint úr ranni æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins. Og þar heggur sá er hlífa skildi. Breytingin er svohljóðandi: Við 81. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð. Eins og áður hefur komið fram hafa slysarannsóknarskýrslur Vinnueftirlitsins oft verið mjög þýðingarmikið gagn starfsmanna þegar þeir hafa verið að leita réttar síns vegna slysabóta eftir vinnuslys. Ef þeir geta ekki notað slysarannsóknir Vinnueftirlitsins, sem eiga að vera unnar af sérfræðingum um vinnuumhverfi og fjalla um orsakir vinnuslysa, öryggisbúnað, skyldur stjórnenda/eigenda sem og lög, reglur og reglugerðir, eru þeir sem leita réttar síns vegna vinnuslysa í verulega slæmri stöðu. Þessi breyting á vinnuverndarlögunum er gróf aðför að hagsmunum vinnandi fólks. Hverra hagsmunir réðu því að þessi breyting var gerð á lögunum er mér hulin ráðgáta. Það eru augljóslega ekki hagsmunir vinnandi fólks. Ef ég hef skilið rétt fréttir úr fjölmiðlum, um rannsóknir vinnuslysa í dag og upplýsingar innan úr Vinnueftirlitinu, er stofnunin að mestu hætt að rannsaka vinnuslys með eigin sérfræðingum en lögreglu ætlað það verkefni eða að afla gagna sem Vinnueftirlitið vinnur úr. Það vinnulag er einfaldlega brot á vinnuverndarlögunum. Ég fullyrði að lögreglan hefur engar forsendur til að rannsaka vinnuslys á sambærilegan hátt og Vinnueftirlitið, hafa hvorki þekkingu á lögum, reglum og reglugerðum, viðurkenndu verklagi né tæknilega þekkingu á öryggiskröfum. Og til að gera slysarannsókn Vinnueftirlitsins nánast marklausa segir að „rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“. Samkvæmt þessu er túlkun æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins sú að við rannsókn á grundvelli 81. gr. eigi ekki að draga fram hver ber ábyrgð á vinnuaðstæðum og/eða vinnuaðferðum þegar slys verður. Dómstólar landsins hafa allt aðra skoðun á hlutverki Vinnueftirlitsins við rannsókn slysa. Í dómi Landsréttar í málinu nr. 402/2018 segir um þetta efni: „Starfsmenn eiga almennt að geta treyst því að ef ekki er af hálfu vinnuveitanda farið eftir fyrirmælum vinnuverndarreglna fái þeir bætt tjón sem af því hlýst ef ekki er um stórfellt gáleysi þeirra sjálfra að ræða, svo sem ef þeir brjóta gegn fyrirmælum og leiðbeiningum sem þeir fá frá vinnuveitanda.“ Þessi sjónarmið koma einnig skýrt fram í Landsréttarmálinu nr. 494/2019 þar sem segir: „Þá er ósannað að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi stefnda hafi gefið fyrirmæli um að nota annan búnað. Þannig rækti atvinnurekandi ekki skyldur sínar samkvæmt 37. gr. laga nr. 46/1980, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 367/2006 til að sjá til þess að rétt tæki væru fyrir hendi og að aðrar ráðstafanir væru gerðar til að tryggja að tækin hentuðu fyrir verkið.“ Sennilega er þessi breyting ekki í samræmi við rammatilskipun ESB 89/391 um vinnuvernd sem vinnuverndarlögin byggja að miklu leiti á og þau eiga að vera í samræmi við. Því miður virðist enginn á Alþingi Íslendinga hafa áttað sig á þeirri aðför að hagsmunum vinnandi fólks sem felst í þessum breytingum á 81.greininni og ekki heldur forsvarsmenn launþegahreyfingarinnar. Ég skora á launþegahreyfinguna og þá alþingismenn sem eiga rætur í verkalýðshreyfingunni að beita sér fyrir því að þessi viðbótarmálsgrein, „Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“ verði felld úr gildi. Þessi lagasetning er bein aðför að þýðingarmiklum hagsmunum vinnandi fólks og algjörlega á skjön við dómafordæmi. Höfundur er fyrrum svæðisstjóri Vinnueftirlits Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnuslys Alþingi Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Vinnueftirlit ríkisins, í daglegu tali kallað Vinnueftirlitið, var sett á laggirnar 1980 á grundvelli laga nr. 46/1980. Forveri Vinnueftirlitsins var Öryggiseftirlit ríkisins sem fjallaði nær eingöngu um öryggi véla og tækja. Við stofnun Vinnueftirlitsins varð mikil breyting á vinnuverndarstarfi, frá því að fjalla eingöngu um öryggismál til þess að fjalla um vinnuvernd í víðum skilningi. Alla tíð frá stofnun Vinnueftirlitsins og þar til nýr forstjóri tók til starfa 2019 var lögð mikil áhersla á að Vinnueftirlitið stundaði öflugt eftirlitsstarf, viðamikið fræðslustarf og rannsóknir á vinnuverndarsviði. Forvarnarstarf Vinnueftirlitsins hefur verið grunnþáttur í vinnuverndarstarfinu og þar eru eftirlitsheimsóknir algjör grundvallarþáttur. Annar þýðingarmikill hluti af öflugu forvarnarstafi er vönduð rannsókn vinnuslysa og sá lærdómur sem af rannsóknum má draga. Starfsemi eftirlitsins hefur löngum byggst að stærstum hluta á forvarnarstarfi, leiðbeiningum og fræðslu á vinnustöðum, námskeiðum og jafnframt eftirliti sem snerist aðallega um að tryggja að stjórnendur vinnustaða sinntu skyldum sínum um að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Í vinnustaðaeftirlitinu þurfti oft að beita þvingunaraðgerðum s.s lokunum, banni á vinnu eða dagsektum. Það var þó eingöngu gert ef aðstæður á vinnustað ógnuðu lífi og heilsu starfsfólks. Engin greinarmunur var gerður á vinnustöðum, þ.e. vinnustaðir í opinberri eigu, ríkis eða sveitarfélaga, voru beittir sömu eftirlitsaðgerðum, fyrirmælum um úrbætur, lokunum, banni við vinnu eða dagsektum. Rannsókn vinnuslysa. Eitt af verkefnum Vinnueftirlitsins samkvæmt lögum nr. 46/1980 er rannsókn vinnuslysa. Í lögunum, áður en þeim var breytt sumarið 2024, sagði í 81.gr.: Vinnueftirlit ríkisins skal rannsaka orsakir slysa, óhappa og mengunar sem tilkynnt er um skv. 79. og 80. gr. í þeim tilgangi að stuðla að því að komið sé í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á vinnustöðum. Þegar Vinnueftirliti ríkisins hefur borist tilkynning skulu starfsmenn þess fara á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Óheimilt er að breyta aðstæðum á slysstað umfram það sem nauðsynlegt er vegna björgunaraðgerða áður en vettvangskönnun hefur farið fram. Telji Vinnueftirlitið ekki þörf á sérstakri vettvangskönnun skal það tilkynna atvinnurekanda þar um án ástæðulauss dráttar. Vinnueftirlitið lagði frá upphafi mikla áherslu á vandaðar slysarannsóknir. Í áranna rás þróaðist ítarlegt, skriflegt verklag við slysarannsóknir; Vinnureglur um rannsókn vinnuslysa. Eins og fram kemur í lagatextanum er meginmarkmið slysarannsókna að uppgötva orsakir slysa, óhappa og mengunar til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Til þess þarf að meta hættulegar aðstæður, hættulegar vélar, hættulegar vinnuaðferðir, hættuleg efni og allar mögulegar aðrar aðstæður hættulegar starfsmönnum. Í lögunum er gerð krafa til eftirlitsins um að starfsmenn fari á staðinn án ástæðulauss dráttar til að hefja vettvangskönnun. Í þessum rannsóknum var leitast við að draga fram hver bæri ábyrgð á aðstæðum og þá jafnframt orsökum slyss. Það var auðvitað nauðsynlegt til þess að geta ákveðið möguleg fyrirmæli um úrbætur á vinnustaðnum, hvort sem þær beindust að aðstæðum eða vinnubrögðum, til að tryggja að slysin endurtækju sig ekki. Þeir starfsmenn sem fóru á vettvang vegna rannsókna vinnuslysa voru jafna mjög reyndir eftirlitsmenn sem þekktu vel lög og reglur, vélar, tæki, búnað, vinnuaðferðir og almennt vinnuumhverfi. Rannsóknarskýrslur voru svo rýndar af ýmsum sérfræðingum stofnunarinnar, allt eftir eðli og umfangi slyssins. Þessar rannsóknarskýrslur, sem nefndust „Umsögn um vinnuslys“, voru oft mjög þýðingarmikið gagn þegar slasaðir leituðu réttar síns, það er, kröfðust skaðabóta. Í raun voru skýrslur Vinnueftirlitsins oft eina gagnið sem slasaðir gátu aflað án mikils kostnaðar þegar þeir þurftu að leita réttar síns vegna vinnuslyss. Hagsmunir hverra? Í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í júní s.l. nr. 105/2024, Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samstarfs og eftirlits á vinnumarkaði, eru gerðar tímabærar breytingar á lögum nr. 55/1980 s.s. um eftirlit með brotastarfsemi á vinnumarkaði og á lögum nr. 46/1980 um stjórnvaldssektir vegna brota á vinnuverndarlögunum, allt jákvæð skref og mikilvæg. Samkvæmt mínum heimildum voru þessar breytingar fyrst unnar af nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisen í þeirri nefnd áttu sæti fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, félagsmálaráðuneyti (nú Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti), Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins. Þá áttu Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun einnig fulltrúa í nefndinni og var formaður nefndarinnar skipaður án tilnefningar. Afurð nefndarinnar var frumvarp til starfskjaralaga sem lagt var fram á 152. löggjafarþingi (mál nr. 589) en Alþingi lauk ekki afgreiðslu frumvarpsins á því þingi.Á haustmánuðum 2023 kallaði félags- og vinnumarkaðsráðherra framangreinda nefnd til starfa að nýju og fól nefndinni að endurskoða það frumvarp sem áður hafði verið lagt fram á Alþingi og koma með tillögur að breytingum, eftir því sem við ætti. Er frumvarp það sem hér um ræðir afrakstur þeirrar vinnu. Og þá, eins og stundum er gert, var laumufarþega skotið með í ferðina. Laumufarþeginn kveður á um breytingar á vinnuverndarlögum nr. 46/1980 varðandi rannsókn vinnuslysa, breyting sem kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum og er ekki í neinu samhengi við aðrar breytingar, breyting sem virðist koma beint úr ranni æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins. Og þar heggur sá er hlífa skildi. Breytingin er svohljóðandi: Við 81. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð. Eins og áður hefur komið fram hafa slysarannsóknarskýrslur Vinnueftirlitsins oft verið mjög þýðingarmikið gagn starfsmanna þegar þeir hafa verið að leita réttar síns vegna slysabóta eftir vinnuslys. Ef þeir geta ekki notað slysarannsóknir Vinnueftirlitsins, sem eiga að vera unnar af sérfræðingum um vinnuumhverfi og fjalla um orsakir vinnuslysa, öryggisbúnað, skyldur stjórnenda/eigenda sem og lög, reglur og reglugerðir, eru þeir sem leita réttar síns vegna vinnuslysa í verulega slæmri stöðu. Þessi breyting á vinnuverndarlögunum er gróf aðför að hagsmunum vinnandi fólks. Hverra hagsmunir réðu því að þessi breyting var gerð á lögunum er mér hulin ráðgáta. Það eru augljóslega ekki hagsmunir vinnandi fólks. Ef ég hef skilið rétt fréttir úr fjölmiðlum, um rannsóknir vinnuslysa í dag og upplýsingar innan úr Vinnueftirlitinu, er stofnunin að mestu hætt að rannsaka vinnuslys með eigin sérfræðingum en lögreglu ætlað það verkefni eða að afla gagna sem Vinnueftirlitið vinnur úr. Það vinnulag er einfaldlega brot á vinnuverndarlögunum. Ég fullyrði að lögreglan hefur engar forsendur til að rannsaka vinnuslys á sambærilegan hátt og Vinnueftirlitið, hafa hvorki þekkingu á lögum, reglum og reglugerðum, viðurkenndu verklagi né tæknilega þekkingu á öryggiskröfum. Og til að gera slysarannsókn Vinnueftirlitsins nánast marklausa segir að „rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“. Samkvæmt þessu er túlkun æðstu stjórnar Vinnueftirlitsins sú að við rannsókn á grundvelli 81. gr. eigi ekki að draga fram hver ber ábyrgð á vinnuaðstæðum og/eða vinnuaðferðum þegar slys verður. Dómstólar landsins hafa allt aðra skoðun á hlutverki Vinnueftirlitsins við rannsókn slysa. Í dómi Landsréttar í málinu nr. 402/2018 segir um þetta efni: „Starfsmenn eiga almennt að geta treyst því að ef ekki er af hálfu vinnuveitanda farið eftir fyrirmælum vinnuverndarreglna fái þeir bætt tjón sem af því hlýst ef ekki er um stórfellt gáleysi þeirra sjálfra að ræða, svo sem ef þeir brjóta gegn fyrirmælum og leiðbeiningum sem þeir fá frá vinnuveitanda.“ Þessi sjónarmið koma einnig skýrt fram í Landsréttarmálinu nr. 494/2019 þar sem segir: „Þá er ósannað að hentugur búnaður hafi verið fyrir hendi eða að vinnuveitandi stefnda hafi gefið fyrirmæli um að nota annan búnað. Þannig rækti atvinnurekandi ekki skyldur sínar samkvæmt 37. gr. laga nr. 46/1980, sbr. einnig 1. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 367/2006 til að sjá til þess að rétt tæki væru fyrir hendi og að aðrar ráðstafanir væru gerðar til að tryggja að tækin hentuðu fyrir verkið.“ Sennilega er þessi breyting ekki í samræmi við rammatilskipun ESB 89/391 um vinnuvernd sem vinnuverndarlögin byggja að miklu leiti á og þau eiga að vera í samræmi við. Því miður virðist enginn á Alþingi Íslendinga hafa áttað sig á þeirri aðför að hagsmunum vinnandi fólks sem felst í þessum breytingum á 81.greininni og ekki heldur forsvarsmenn launþegahreyfingarinnar. Ég skora á launþegahreyfinguna og þá alþingismenn sem eiga rætur í verkalýðshreyfingunni að beita sér fyrir því að þessi viðbótarmálsgrein, „Skýrslum Vinnueftirlits ríkisins um rannsókn einstakra vinnuslysa, óhappa og mengunar, sbr. 1. mgr., skal ekki beitt sem sönnunargögnum í dómsmálum auk þess sem rannsókn stofnunarinnar skal ekki miða að því að ákvarða sök eða ábyrgð“ verði felld úr gildi. Þessi lagasetning er bein aðför að þýðingarmiklum hagsmunum vinnandi fólks og algjörlega á skjön við dómafordæmi. Höfundur er fyrrum svæðisstjóri Vinnueftirlits
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun