Karlar, piltar og strákar Jón Pétur Zimsen skrifar 3. júní 2025 16:02 Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eftir að hafa lesið góðan pistil Þráins Farestveit, afbrotafræðings og framkvæmdastjóra Verndar, í Morgunblaðinu langar mig að stinga niður penna og taka saman nokkrar tölfræðiupplýsingar sem byggja á opinberum tölum og rannsóknum frá Hagstofu Íslands, Fangelsismálastofnun, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu (sjá að neðan). Það er ljóst að karlar og drengir standa frammi fyrir áskorunum sem nauðsynlegt er að ávarpa því ekki margir leggja sig fram við að vera málsvarar þessa hóps þó stór sé. Hér er ekki verið að fórnarlambsvæða karla heldur að benda á tölfræði sem almennt hefur fengið litla athygli, hvað þá aðgerðir. Öll tengjumst við sonum, dætrum, mæðrum, feðrum, öfum og ömmum sem gætu átt undir högg að sækja. Þá á kyn ekki að skipta máli hvort við látum okkur málin varða. 90% allra fanga eru karlar. Karla fá lengri dóma fyrir sömu brot (Norðurlönd, Bretland og Frakkland). Karlar lifa að meðaltali 3,1 ári skemur en konur. Forsjá barna eftir skilnað: Konur fá yfir 80% tilfella aðal forsjá. Skilnaðartíðni og áhrif: Karlar missa oftar tengsl við börn sín og upplifa félagslega vanlíðan. Tíðni sjálfsvíga karla er tvöföld á við kvenna. 85% alvarlegra vinnuslysa lenda á körlum. Aðeins 31,3% karla 25–34 ára hafa lokið háskólanámi. Karlar eru oftar atvinnulausir. 71% heimilislausra eru karlar. Skertur aðgangur að félagsþjónustu sem tekur mið af þörfum karla. 3,5x fleiri karlar eru ekki í skóla né vinnu (NEED) á aldrinum 16-20 ára. 47% stráka eru undir lágmarksviðmiði í lesskilningi við lok grunnskóla. Strákar fá oftar greiningar á ADHD og eiga í meiri hegðunarvanda í skólum. Brottfall úr framhaldsskóla er hærra meðal stráka en stelpna. Lítið hlutfall karla í kennslu (undir 15% í leikskólum) dregur úr fyrirmyndum í skólum. Menntunarskortur hefur áhrif á framtíðartekjur, sjálfstraust og heilsu. Samantektin sýnir að karlar og drengir á Íslandi standa frammi fyrir alvarlegum og kerfislægum áskorunum. Karlar geta gert ýmislegt til að bæta aðstæður sínar sjálfir eins og konur en viðurkenning á áskorunum þeirra er töluvert skemur komin á veg en áskorunum kvenna, á meðan heldur þessi vonda tölfræði að raungerast. Markviss inngrip í menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og félagskerfi eru nauðsynleg til að snúa við þessari þróun og tryggja öllum eins jöfn tækifæri og mögulegt er. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun