Ertu klár? Jakob Smári Magnússon skrifar 3. júní 2025 12:01 Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur undanfarið verið að kynna verkefnið Ertu klár? fyrir landsmönnum og benda á heimasíðuna 3dagar.is. Viðbrögðin hafa almennt verið góð en einnig hefur komið fram gagnrýni á eitt og annað sem jákvætt og lærdómsríkt fyrir okkur. Það er alls ekki ætlun RKÍ að vekja upp ótta hjá fólki heldur miklu frekar benda á og fræða. Við erum fyrst og fremst að vekja fólk til umhugsunar og benda á mikilvægi þess að fólk sé viðbúið ef eitthvað gerist. Aukin náttúruvá hér á landi og breytingar í heiminum kalla á viðbrögð, ekki bara hins opinbera heldur einnig viðbrögð og meðvitund almennings. Á Norðurlöndunum hefur sambærilegt átak verið í gangi um nokkurt skeið og í Noregi er til dæmis talað um að vera klár í 7 daga. Við látum 3 duga hér á landi líkt og frændur okkar Danir. Rauði krossinn á Íslandi byrjaði reyndar með átakið fyrir 10 árum en nú var ákveðið að uppfæra heimasíðuna og vekja athygli á verkefninu. Af hverju 3 dagar? Þegar neyðarástand skellur á, t.d. vegna eldgosa eða annarrar náttúruvár, er mesta álagið á viðbragðsaðilum fyrstu dagana. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert og eitt okkar, sem ekki þurfum lífsbjargandi aðstoð, getum séð um okkur sjálf fyrstu dagana hvað varðar mat, vatn og aðrar nauðsynjar. Viðlagakassinn Við mælum með að fólk útbúi svokallaðan viðlagakassa sem inniheldur eitt og annað sem gæti komið sér vel í t.d. vatns- og rafmagnsleysi. Nánari upplýsingar um hvað ætti að vera í viðlagakassanum eru að finna á 3dagar.is. Með því að hafa slíkan viðlagakassa ertu með flest allt sem þú gætir þurft á að halda á einum stað. Við tölum um að eiga nóg af vatni og mat sem ekki þarf að geyma í kæli. Maturinn og vatnið þurfa ekki endilega að vera í kassanum. Bara að það sé til á heimilinu, en með því að geyma sem flest í viðlagakassanum tryggjum við að allt sé til á vísum stað. Að útbúa viðlagakassa er í rauninni ekki ósvipað því að undirbúa útilegu. Í upphafi sumars gæti verið tilvalið að fara yfir útilegubúnaðinn og hver veit nema þar leynist ýmislegt sem kemur sér vel í viðlagakassanum eins og til dæmis prímus Reiðufé Einhverjir hafa komið með gagnrýni á að við mælum með að hafa reiðufé í viðlagakassanum og rök þeirra eru þau að ef það er rafmagnslaust þá virka ekki afgreiðslukassar til dæmis. Í rafmagnsleysinu á Spáni og víðar nýverið sýndi það sig hins vegar að reiðufé kom sér vel því margar verslanir tóku við reiðufé og þannig gat fólk verslað. Eins og fyrr segir er tilgangurinn ekki að hræða heldur fræða. Við erum að koma með ábendingar og viljum vekja fólk til umhugsunar. Við vitum aldrei hvað getur gerst. Hver bjóst við að það færi að gjósa við Grindavík ? Voru íbúar á Íberíuskaga að gera ráð fyrir rafmagnsleysi ? Hér á landi hefur ýmislegt gengið á undanfarin ár. Aukin jarðskjálftavirkni og aukin merki um hugsanleg eldgos. Er þá ekki gott að vera klár ef eitthvað óvænt gerist ? Því betur sem við erum undirbúin — því auðveldara verður að takast á við neyðarástand. Vertu klár! Höfundur er neyðarvarnafulltrúi hjá Rauða krossinum.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar