Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 10:39 Tap Trzaskowski í nýafstöðnum forsetakosningum þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnina. AP/Andrzej Jackowski Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira