Með sömu óásættanlegu kröfurnar Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 07:22 Frá fundinum í Istanbúl í gær. AP/Varnarmálaráðuneyti ÚKraínu Rússneskir erindrekar lögðu í gær fram sömu umfangsmiklu kröfurnar til Úkraínumanna og þeir hafa gert áður. Þessar kröfur hafa Úkraínumenn áður sagt vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Kröfurnar þykja til marks um að Rússar séu með engum hætti viljugir til að koma til móts við Úkraínumenn. Sendinefndirnar samþykktu að skipst yrði á jarðneskum leifum hermanna sem hafa fallið og föngum. Þá fóru Úkraínumenn fram á að úkraínskum börnum sem rænt var frá Úkraínu yrð skilað. Sjá einnig: Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Á fundi Rússa og Úkraínumanna í Istanbúl sögðu Rússarnir að eina leiðin að friði væri að Úkraínumenn samþykktu umfangsmiklar kröfur Rússa. Þessar kröfur fela meðal annars í sér, samkvæmt ríkismiðlum Rússlands: Alþjóðlega samþykkt á yfirráðum Rússa yfir fimm héruðum Úkraínu og þar á meðal fjórum sem þeir stjórna ekki að fullu. Að Úkraínumenn taki upp ævarandi hlutleysi og að herjir annarra ríkja fái ekki að starfa með nokkrum hætti í Úkraínu Að Úkraínumenn takmarki verulega stærð herafla landsins. Að Úkraínumenn verði sér aldrei út um kjarnorkuvopn. Að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi verði felldar niður. Að réttindi rússneskumælandi fólks í Úkraínu verði tryggð og að starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar verði aftur leyfð í Úkraínu. Auk þess verði nasismi bannaður í Úkraínu. Að Úkraínumenn samþykki að fella niður kröfur um skaðabætur vegna innrásar Rússa. Héruðin fimm sem Rússar vilja að Úkraínumenn og heimurinn allur viðurkenni að tilheyri Rússlandi eru Krímskagi, sem Rússar hertóku og innlimuðu ólöglega árið 2014 og Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Pútín lýsti árið 2022 yfir innlimun þeirra fjögurra héraða en Rússar stjórna þó engu þeirra að fullu. Þá hafa Rússar lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, hefur haldið því fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseti og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem situr nú í öryggisráði Rússlands, segir viðræðunum ekki ætlað að stilla til friðar. Þær séu skjótasta leið Rússa til að ná fram fullum sigri og tryggja eyðingu yfirvalda í Úkraínu. Það sé innihald krafna Rússa í Istanbúl. Einnig með kröfur um vopnahlé Úkraínska sendinefndin mætti á fundinn með tillögur um almennt þrjátíu daga vopnahlé sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðamenn í Evrópu hafa reynt að fá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að samþykkja en það voru Rússarnir ekki tilbúnir til að samþykkja. Rússneska sendinefndin sagði að til að koma á vopnahléi þyrftu Úkraínumenn að fylgja þó nokkrum kröfum. Þar á meðal væri að úkraínskir hermenn hörfuðu frá áðurnefndum héruðum sem Rússar hafa krafist. Úkraínumenn þyrftu einnig að samþykkja að flytja ekki hermenn til á meðan á vopnahléinu stæði, að undanhaldi undanskildu, að taka ekki á móti hernaðaraðstoð, gera ekki árásir í Rússlandi, fella herlög úr gildi og halda kosningar, auk annarra skilyrða. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að Rússar hefðu sagst vera tilbúnir til tveggja til þriggja daga vopnahlés. Það væri hægt að nota til að fjarlægja lík af víglínunni. Forsetinn sagði það fíflalega tillögu. Tilgangur vopnahlés væri að stöðva blóðsúthellingarnar. Hann sagði þessa tillögu sýna vel hugsunarhátt Rússanna. Þeir vildu eingöngu taka sér pásu á stríðinu. After the conclusion of the Bucharest Nine and Nordic countries summit, I spoke with journalists and shared some details of today’s negotiations with the Russians in Istanbul: an unconditional ceasefire, the exchange of prisoners, the return of children, and, importantly, the…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 2, 2025 Þetta var annar fundur þessara sendinefnda og stóð hann yfir í um eina klukkustund. Úkraínumenn hafa lagt til annan fund og hafa einnig lagt til fund milli Selenskís og Pútíns. Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra. 1. júní 2025 12:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Kröfurnar þykja til marks um að Rússar séu með engum hætti viljugir til að koma til móts við Úkraínumenn. Sendinefndirnar samþykktu að skipst yrði á jarðneskum leifum hermanna sem hafa fallið og föngum. Þá fóru Úkraínumenn fram á að úkraínskum börnum sem rænt var frá Úkraínu yrð skilað. Sjá einnig: Engin tímamótaskref tekin á fundi Rússa og Úkraínumanna Á fundi Rússa og Úkraínumanna í Istanbúl sögðu Rússarnir að eina leiðin að friði væri að Úkraínumenn samþykktu umfangsmiklar kröfur Rússa. Þessar kröfur fela meðal annars í sér, samkvæmt ríkismiðlum Rússlands: Alþjóðlega samþykkt á yfirráðum Rússa yfir fimm héruðum Úkraínu og þar á meðal fjórum sem þeir stjórna ekki að fullu. Að Úkraínumenn taki upp ævarandi hlutleysi og að herjir annarra ríkja fái ekki að starfa með nokkrum hætti í Úkraínu Að Úkraínumenn takmarki verulega stærð herafla landsins. Að Úkraínumenn verði sér aldrei út um kjarnorkuvopn. Að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi verði felldar niður. Að réttindi rússneskumælandi fólks í Úkraínu verði tryggð og að starfsemi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar verði aftur leyfð í Úkraínu. Auk þess verði nasismi bannaður í Úkraínu. Að Úkraínumenn samþykki að fella niður kröfur um skaðabætur vegna innrásar Rússa. Héruðin fimm sem Rússar vilja að Úkraínumenn og heimurinn allur viðurkenni að tilheyri Rússlandi eru Krímskagi, sem Rússar hertóku og innlimuðu ólöglega árið 2014 og Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Pútín lýsti árið 2022 yfir innlimun þeirra fjögurra héraða en Rússar stjórna þó engu þeirra að fullu. Þá hafa Rússar lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Ráðamenn í Rússlandi hafa frá því fyrir innrás þeirra í Úkraínu 2022 logið því að Úkraínu sé stjórnað af nasistum. Svokölluð „afnasistavæðing“ Úkraínu hefur verið ein af nokkrum uppgefnum ástæðum fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín, einræðisherra Rússlands, hefur haldið því fram að Rússar væru að berjast gegn nasistum, djöfladýrkendum og hryðjuverkamönnum. Dmitrí Medvedev, fyrrverandi forseti og fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem situr nú í öryggisráði Rússlands, segir viðræðunum ekki ætlað að stilla til friðar. Þær séu skjótasta leið Rússa til að ná fram fullum sigri og tryggja eyðingu yfirvalda í Úkraínu. Það sé innihald krafna Rússa í Istanbúl. Einnig með kröfur um vopnahlé Úkraínska sendinefndin mætti á fundinn með tillögur um almennt þrjátíu daga vopnahlé sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðamenn í Evrópu hafa reynt að fá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til að samþykkja en það voru Rússarnir ekki tilbúnir til að samþykkja. Rússneska sendinefndin sagði að til að koma á vopnahléi þyrftu Úkraínumenn að fylgja þó nokkrum kröfum. Þar á meðal væri að úkraínskir hermenn hörfuðu frá áðurnefndum héruðum sem Rússar hafa krafist. Úkraínumenn þyrftu einnig að samþykkja að flytja ekki hermenn til á meðan á vopnahléinu stæði, að undanhaldi undanskildu, að taka ekki á móti hernaðaraðstoð, gera ekki árásir í Rússlandi, fella herlög úr gildi og halda kosningar, auk annarra skilyrða. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að Rússar hefðu sagst vera tilbúnir til tveggja til þriggja daga vopnahlés. Það væri hægt að nota til að fjarlægja lík af víglínunni. Forsetinn sagði það fíflalega tillögu. Tilgangur vopnahlés væri að stöðva blóðsúthellingarnar. Hann sagði þessa tillögu sýna vel hugsunarhátt Rússanna. Þeir vildu eingöngu taka sér pásu á stríðinu. After the conclusion of the Bucharest Nine and Nordic countries summit, I spoke with journalists and shared some details of today’s negotiations with the Russians in Istanbul: an unconditional ceasefire, the exchange of prisoners, the return of children, and, importantly, the…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) June 2, 2025 Þetta var annar fundur þessara sendinefnda og stóð hann yfir í um eina klukkustund. Úkraínumenn hafa lagt til annan fund og hafa einnig lagt til fund milli Selenskís og Pútíns.
Tyrkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18 „Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36 Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra. 1. júní 2025 12:14 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Koma aftur saman eftir sögulegar árásir í Rússlandi Úkraínskir og rússneskir erindrekar munu setjast við samningaborðið í Istanbúl í dag. Er það í kjölfar umfangsmikillar árásar Úkraínumanna á nokkra flugvelli í Rússlandi, þar sem mikilvægar sprengjuflugvélar og eftirlitsvélar eru meðal annars hýstar. 2. júní 2025 08:18
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1. júní 2025 18:36
Sprengjuflugvélar loga víða í Rússlandi Úkraínumenn hafa gert umfangsmiklar árásir með smáum sjálfsprengidrónum á að minnsta kosti tvo herflugvelli í Rússlandi og mögulega fjóra. Úkraínumenn segjast hafa grandað tugum flugvéla, eins og langdrægnum sprengjuflugvélum og eftirlitsvélum, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Yfirlýsingar Úkraínumanna eru studdar af myndefni í dreifingu á samfélagsmiðlum eystra. 1. júní 2025 12:14