„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 22:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. „Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna. FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
„Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna.
FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira