Tímanna tákn? Hólmgeir Baldursson skrifar 2. júní 2025 18:01 Það var komið að leiðarlokum með enn eina íslenska sjónvarpsstöð um helgina þegar Stöð 2 Fjölskylda hætti útsendingum. Með henni fara reyndar aðrar merkilegar stöðvar sem voru bræddar inn í hana áður, eins og Krakkarásin, Stöð 2 bíó, Stöð 3 og reyndar Sirkus og undanfari stöðvarinnar, upphaflega rásin Sýn. Sem sagt, allavega um 5 stöðvar horfnar á braut, en mánaðaráskrift fyrir tæpan 3500 kall dugði ekki til við að reka rásina sem aðallega sendi út barnaefni frá morgni og fram eftir degi og síðan eldra efni og innlent á kvöldin. Hvort þetta er tímanna tákn um að erlendar streymisveitur séu alfarið að hirða allt áhorf á Íslandi eða breytt neysla á afþreyingu hjá almenningi sé einfaldlega að segja þeim sem ráða á Suðurlandsbrautinni að áskriftarsalan með sinn 3500 kall sinnum, segjum bara 7500 áskrifendur sem skila 26 milljónum á mánuði séu bara hreinlega ekki að standa undir þessu lengur. Gott og vel, það eru auðvitað ástæður fyrir því að sjoppunni sé lokað. Að reka sjónvarp er mjög svo sérhæfður bisness og ætla mætti að sjónvarpsfólk líti á kostnaðinn við að setja saman dagskrá annarsvegar og selda áskrift og má vel við una að geta sagt sem svo að það sé hagnaður af rekstri stöðvarinnar, þetta er ekki algilt. Einn þáttur er að ytri dreifing á vegum Vodafone sé bara orðin það kostnaðarsöm að hún hreinlega éti upp það litla sem eftir er, því talsetning á barnaefni og innkaup á þessu nauðsynlega dagskrárefni er sífellt að hækka og hækka, áhorf er hugsanlega að minnka á kostnað erlendra streymisveitna á borð við Disney Plús og fleiri sem þurfa ekki að leggja einn eyri í íslenskar talsetningar og má alveg nefna það að þegar Disney streymisveitan fyrst herjaði á landsmenn var nákvæmlega ekkert íslenskt talsett efni í boði, því á þeirra pappír er Ísland það mikill örmarkaður að það tók því ekki að bæta við eins og einni hljóðrás við efni sem þegar hafði verið lagður töluverður kostnaður í að vinna þegar Sambíóin sýndu sama efnið í bíó af myndarskap og gáfu síðar út á vhs og dvd, en annað hvert heimili átti þessar spólur með íslenskri talsetningu. Íslenskir ráðamenn eru enn blindir og með alvarlega sjónskekkju í ofanálag þegar kemur að því að leggja íslenskri tungu til þann styrk sem felst í að koma þeim „fjölmiðlastyrkjum“ sem sífellt er verið að lofa á réttan stað, þ.e.a.s. í að skapa efni fyrir börn sem tala íslensku. Ég á nokkur barnabörn og hef aðgengi að erlendum sjónvarpsstöðvum fyrir börn um diskinn minn, en þau fúlsa við því og því eru oft gömlu DVD diskarnir mínir settir í tækið og ef það gleymist að setja á íslenska hljóðrás er kvartað. Sem sagt, það þarf að fara saman hljóð og mynd. Dreifingarkostnaður á sjónvarpsrás má ekki kosta hand og fótlegg þannig að hægt sé að ná til sem flestra fyrir sem minnst. Ég þekki það eftir að hafa stofnað tvær íslenskar sjónvarpsstöðvar og tekið slag við ýmsa hagsmunaaðila um vhf & uhf tíðnir hér á árum áður og svo breiðband og ip síðar, enda þegar mér bauðst að dreifa Skjá 1 á myndlyklakerfum símafélaganna afþakkaði ég pent og get fullyrt að mánaðarlegur kostnaður á þessum kerfum dugði til að byggja upp eigin innviði um öpp sem allir geta nálgast um sína eigin síma og myndlyklabox á borð við Appel Tv & Google TV. Ef efnið er ætlað börnum þá þarf Ríkið að aðstoða við að greiða fyrir talsetningar og textun, það er bara þannig, því ég hef látið Fjölmiðlanefnd vita af því að vegna þess að nefndin neitaði minni litlu sjónvarpsrás um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði við talsetningar og textun á barnaefni væri það nokkuð ljóst að miðlun á barnaefni væri það dýr að hún væri á útleið á Skjá 1. Þá myndu Bandarískar hasarmyndir fyrir fullorðna yfirtaka efnisúrvalið og stöðin myndi hreinlega stytta alla útsendingartíma og eingöngu senda út efni eftir klukkan níu á kvöldin, því önnur miðlun hreinlega stæði ekki undir sér. Gott fólk, íslenskt sjónvarp er hreinlega að hverfa. Ég er margbúinn að segja þetta trekk í trekk og það er orðið lítið eftir. RÚV fær 5 milljarða árlega frá landsmönnum til að reka sig, Stöð 2 stendur á tímamótum og biðlar til Ríkisins um að fá úr jötunni almannastyrk til að vera almannasjónvarp og Sjónvarp Símans er eingöngu starfandi til að styðja við 5 milljarða kaup á flettiskiltum borgarinnar fyrir opnar auglýsingabirtingar. Má það þá bara ekki heita ágætt af einum gömlum kalli sem er heltekinn af sjónvarpsbakteríunni að hafa haldið úti ókeypis kvikmyndasýningum í línulegri miðlun samfellt í rúmt eitt og hálft ár með talsettu barnaefni og textuðum kvikmyndum án Ríkisstyrkja, án áskriftartekna og án þess að láta það hvarfla að sér að hætta því ef það var einhvern tímann þörf á íslenskri sjónvarpsrás, þá er það núna og þessi stöð er ekkert á förum eitt né neitt nema kannski með mér í gröfina, hvenær sem það verður, en þangað til er hún opin og aðgengileg. Höfundur er áhugamaður um sjónvarp og stofnandi Skjás 1 & Stöðvar 1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Það var komið að leiðarlokum með enn eina íslenska sjónvarpsstöð um helgina þegar Stöð 2 Fjölskylda hætti útsendingum. Með henni fara reyndar aðrar merkilegar stöðvar sem voru bræddar inn í hana áður, eins og Krakkarásin, Stöð 2 bíó, Stöð 3 og reyndar Sirkus og undanfari stöðvarinnar, upphaflega rásin Sýn. Sem sagt, allavega um 5 stöðvar horfnar á braut, en mánaðaráskrift fyrir tæpan 3500 kall dugði ekki til við að reka rásina sem aðallega sendi út barnaefni frá morgni og fram eftir degi og síðan eldra efni og innlent á kvöldin. Hvort þetta er tímanna tákn um að erlendar streymisveitur séu alfarið að hirða allt áhorf á Íslandi eða breytt neysla á afþreyingu hjá almenningi sé einfaldlega að segja þeim sem ráða á Suðurlandsbrautinni að áskriftarsalan með sinn 3500 kall sinnum, segjum bara 7500 áskrifendur sem skila 26 milljónum á mánuði séu bara hreinlega ekki að standa undir þessu lengur. Gott og vel, það eru auðvitað ástæður fyrir því að sjoppunni sé lokað. Að reka sjónvarp er mjög svo sérhæfður bisness og ætla mætti að sjónvarpsfólk líti á kostnaðinn við að setja saman dagskrá annarsvegar og selda áskrift og má vel við una að geta sagt sem svo að það sé hagnaður af rekstri stöðvarinnar, þetta er ekki algilt. Einn þáttur er að ytri dreifing á vegum Vodafone sé bara orðin það kostnaðarsöm að hún hreinlega éti upp það litla sem eftir er, því talsetning á barnaefni og innkaup á þessu nauðsynlega dagskrárefni er sífellt að hækka og hækka, áhorf er hugsanlega að minnka á kostnað erlendra streymisveitna á borð við Disney Plús og fleiri sem þurfa ekki að leggja einn eyri í íslenskar talsetningar og má alveg nefna það að þegar Disney streymisveitan fyrst herjaði á landsmenn var nákvæmlega ekkert íslenskt talsett efni í boði, því á þeirra pappír er Ísland það mikill örmarkaður að það tók því ekki að bæta við eins og einni hljóðrás við efni sem þegar hafði verið lagður töluverður kostnaður í að vinna þegar Sambíóin sýndu sama efnið í bíó af myndarskap og gáfu síðar út á vhs og dvd, en annað hvert heimili átti þessar spólur með íslenskri talsetningu. Íslenskir ráðamenn eru enn blindir og með alvarlega sjónskekkju í ofanálag þegar kemur að því að leggja íslenskri tungu til þann styrk sem felst í að koma þeim „fjölmiðlastyrkjum“ sem sífellt er verið að lofa á réttan stað, þ.e.a.s. í að skapa efni fyrir börn sem tala íslensku. Ég á nokkur barnabörn og hef aðgengi að erlendum sjónvarpsstöðvum fyrir börn um diskinn minn, en þau fúlsa við því og því eru oft gömlu DVD diskarnir mínir settir í tækið og ef það gleymist að setja á íslenska hljóðrás er kvartað. Sem sagt, það þarf að fara saman hljóð og mynd. Dreifingarkostnaður á sjónvarpsrás má ekki kosta hand og fótlegg þannig að hægt sé að ná til sem flestra fyrir sem minnst. Ég þekki það eftir að hafa stofnað tvær íslenskar sjónvarpsstöðvar og tekið slag við ýmsa hagsmunaaðila um vhf & uhf tíðnir hér á árum áður og svo breiðband og ip síðar, enda þegar mér bauðst að dreifa Skjá 1 á myndlyklakerfum símafélaganna afþakkaði ég pent og get fullyrt að mánaðarlegur kostnaður á þessum kerfum dugði til að byggja upp eigin innviði um öpp sem allir geta nálgast um sína eigin síma og myndlyklabox á borð við Appel Tv & Google TV. Ef efnið er ætlað börnum þá þarf Ríkið að aðstoða við að greiða fyrir talsetningar og textun, það er bara þannig, því ég hef látið Fjölmiðlanefnd vita af því að vegna þess að nefndin neitaði minni litlu sjónvarpsrás um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði við talsetningar og textun á barnaefni væri það nokkuð ljóst að miðlun á barnaefni væri það dýr að hún væri á útleið á Skjá 1. Þá myndu Bandarískar hasarmyndir fyrir fullorðna yfirtaka efnisúrvalið og stöðin myndi hreinlega stytta alla útsendingartíma og eingöngu senda út efni eftir klukkan níu á kvöldin, því önnur miðlun hreinlega stæði ekki undir sér. Gott fólk, íslenskt sjónvarp er hreinlega að hverfa. Ég er margbúinn að segja þetta trekk í trekk og það er orðið lítið eftir. RÚV fær 5 milljarða árlega frá landsmönnum til að reka sig, Stöð 2 stendur á tímamótum og biðlar til Ríkisins um að fá úr jötunni almannastyrk til að vera almannasjónvarp og Sjónvarp Símans er eingöngu starfandi til að styðja við 5 milljarða kaup á flettiskiltum borgarinnar fyrir opnar auglýsingabirtingar. Má það þá bara ekki heita ágætt af einum gömlum kalli sem er heltekinn af sjónvarpsbakteríunni að hafa haldið úti ókeypis kvikmyndasýningum í línulegri miðlun samfellt í rúmt eitt og hálft ár með talsettu barnaefni og textuðum kvikmyndum án Ríkisstyrkja, án áskriftartekna og án þess að láta það hvarfla að sér að hætta því ef það var einhvern tímann þörf á íslenskri sjónvarpsrás, þá er það núna og þessi stöð er ekkert á förum eitt né neitt nema kannski með mér í gröfina, hvenær sem það verður, en þangað til er hún opin og aðgengileg. Höfundur er áhugamaður um sjónvarp og stofnandi Skjás 1 & Stöðvar 1.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun