Sjúkraþyrlu sem allra fyrst, kerfi sem veitir lífsbjörg Gunnar Svanur Einarsson skrifar 2. júní 2025 13:00 Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í þessari grein er vakin athygli á því að enn hefur ekki verið sett á laggirnar sjúkraþyrlukerfi til stuðnings sjúkrabílum á Íslandi. Sjúkraþyrla er tæki til mannbjargar og gerir það án nokkurs vafa. Þvermóðska og hægagangur í stjórnkerfinu í áraraðir stendur hins vegar enn í vegi fyrir því að þetta sjálfsagða kerfi komist á laggirnar, og ég er sannfærður um, gegn betri vitund þeirra, að það sé útilokað að þeir ráðamenn sem standa í vegi fyrir þessu kerfi viti ekki að sjúkraþyrlukerfi bjargi mannslífum og auki líkur á endurhæfingu. Þá geta þeir ráðamenn hugsað með sér næst þegar þeir heyra af alvarlegu slysi eða veikindum á landsbyggðinni og dauðsfalli: hvað ef sjúkraþyrla, með hámenntuðu bráðateymi og hátæknisjúkrabúnaði, hefði komið til? Ég vil ekki gera lítið úr því að byggingum, gufuvirkjunum og bláu vatni sé bjargað undan glóandi hrauni en á bágt með að skilja að hikað sé þegar mannslíf eru í húfi. Að þá sé viðhafður eintómur seinagangur, stuðst við stofnanapólitík og hver veit hvað er fundið upp á til að finna þessu til vansa. Jafnvel hef ég heyrt menn telja að rekstur sjúkraþyrlna gangi ekki upp á Íslandi þar sem þær búi ekki yfir afísingarbúnaði, þrátt fyrir að þær séu notaðar um allan heim, já líka á Norðurlöndunum og einnig á Íslandi í áraraðir, undir heitinu TF-SIF. Sjúkraþyrla með sínum hátæknisjúkrabúnaði, lækni og bráðatækni er lífsbjörg. Hún skilar kostnaði til baka í heilbrigðiskerfinu og er auðvelt að finna heimildir því til stuðnings. Á landinu hefur fólki fjölgað verulega, bæði ferðafólki af íslensku og erlendu bergi og að sjálfsögðu eru hér heimamenn og er því um sjálfsagða grundvallarþjónustu að ræða. Ekki er ásættanlegt að bjóða upp á annað en hágæðaþjónustu þegar mannslíf eru annars vegar því eftir allt saman snýst þetta um líf og heilsu fólks. Setjum sjúkraþyrlukerfi strax af stað á Suðurlandi, t.d. frá Hvolsvelli svo við getum farið að safna reynslu og þekkingu hið fyrsta. Ég er sannfærður um að fljótt munu Vestfirðir, Norðurland og Austurland fylgja í kjölfarið því ég hef hvergi heyrt að sjúkraþyrlukerfið virki ekki. Höfundur er þyrluflugmaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun