Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:32 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið. Getty Images Alríkislögregla Bandaríkjanna er með meinta hryðjuverkaárás til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í Boulder í Colorado. Talið er að margir séu slasaðir. Atvikið átti sér stað í miðbæ Boulder sem er í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum. Klukkan var um hálf tvö á staðartíma eða hálf átta að kvöldi til á íslenskum tíma. Steve Redfearn, lögreglustjóri Boulder, sagði á blaðamannafundi að lögreglu bárust tilkynningar um vopnaðan einstakling sem væri að kveikja í fólki. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir einstaklingar særðir í samræmi við þær upplýsingar. Redfearn var ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir voru særðir en sagði „fjölmargir.“ Einstaklingarnir eru missærðir, einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglu var bent á grunaðan einstakling og var hann handtekinn. Um er að ræða fullorðinn karlmann. Svæðið í kringum atburðinn er enn girt af og talið óöruggt. Lögregla er að rannsaka nánar bíl sem er á svæðinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það gerðist. Það eru mjög margir sem voru vitni að atburðinum, við eigum eftir að taka margar skýrslur,“ sagði Redfearn. Margir hafi verið á ferli, meðal annars hópur einstaklinga sem tók þátt í friðsælum mótmælum til stuðnings Ísrael. Redfearn sagði ekki víst að árásin hafi verið gegn hópnum, enn væri verið að komast nákvæmlega að því hvað átti sér stað. Í tilkynningu Kash Patel, yfirmanns Alríkislögreglunnar, á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar lögreglunnar séu á staðnum og rannsaka málið. „Við erum rannsaka þetta atvik sem hryðjuverk og markvissa ofbeldisaðgerð,“ skrifaði Patel. „Ef þú aðstoðaðir eða hvattir til þessarar árásar, munum við finna þig. Þú getur ekki falið þig.“ Aðspurður sagðist Redfearn ósammála staðhæfingu Alríkislögreglunnar að um væri að ræða „markvissa hryðjuverkaárás.“ Hann sagðist ekki vilja draga ályktanir fyrr en rannsóknin væri komin lengra á veg. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Atvikið átti sér stað í miðbæ Boulder sem er í ríkinu Colorado í Bandaríkjunum. Klukkan var um hálf tvö á staðartíma eða hálf átta að kvöldi til á íslenskum tíma. Steve Redfearn, lögreglustjóri Boulder, sagði á blaðamannafundi að lögreglu bárust tilkynningar um vopnaðan einstakling sem væri að kveikja í fólki. Þegar lögreglu bar að garði voru nokkrir einstaklingar særðir í samræmi við þær upplýsingar. Redfearn var ekki með nákvæma tölu yfir hversu margir voru særðir en sagði „fjölmargir.“ Einstaklingarnir eru missærðir, einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir með minniháttar meiðsli. Lögreglu var bent á grunaðan einstakling og var hann handtekinn. Um er að ræða fullorðinn karlmann. Svæðið í kringum atburðinn er enn girt af og talið óöruggt. Lögregla er að rannsaka nánar bíl sem er á svæðinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað það gerðist. Það eru mjög margir sem voru vitni að atburðinum, við eigum eftir að taka margar skýrslur,“ sagði Redfearn. Margir hafi verið á ferli, meðal annars hópur einstaklinga sem tók þátt í friðsælum mótmælum til stuðnings Ísrael. Redfearn sagði ekki víst að árásin hafi verið gegn hópnum, enn væri verið að komast nákvæmlega að því hvað átti sér stað. Í tilkynningu Kash Patel, yfirmanns Alríkislögreglunnar, á samfélagsmiðlum segir að fulltrúar lögreglunnar séu á staðnum og rannsaka málið. „Við erum rannsaka þetta atvik sem hryðjuverk og markvissa ofbeldisaðgerð,“ skrifaði Patel. „Ef þú aðstoðaðir eða hvattir til þessarar árásar, munum við finna þig. Þú getur ekki falið þig.“ Aðspurður sagðist Redfearn ósammála staðhæfingu Alríkislögreglunnar að um væri að ræða „markvissa hryðjuverkaárás.“ Hann sagðist ekki vilja draga ályktanir fyrr en rannsóknin væri komin lengra á veg.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira