Kemur þín háskólagráða úr kornflakes pakka? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 22:02 Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun