Kemur þín háskólagráða úr kornflakes pakka? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 22:02 Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar