Af hverju byggjum við innan gróinna hverfa? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 1. júní 2025 07:03 Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Verið er að byggja innan allra hverfa borgarinnar. Á árinu 2025 eru 251 íbúðir í byggingu í Vesturbæ, 538 í miðborginni, 331 í Hlíðum, 525 íbúðir í Laugardal, 272 í Háaleiti og Bústöðum, 158 í Grafarvogi, 533 á Ártúnshöfðanum, 85 í Árbænum, 14 íbúðir í Breiðholti, 159 íbúðir í Grafarholti og Úlfarsárdal og 1 íbúð á Kjalarnesi en þetta eru samtals 2867 íbúðir. Af hverju? Til að efla hverfin enn frekar og styðja við aðgengi að nærþjónustu Við viljum gera frábær hverfi enn betri, glæða almenningsrýmin enn meira lífi, stuðla að lýðfræðilegri blöndun og fjölbreytni þar sem hverfin hafa þróast þannig að meðalaldur fer hækkandi. Við viljum að verslun og þjónusta þrífist vel og styðja við lífsgæðin sem felast í aðgengi að þjónustu í nærumhverfi. Fjölgun íbúa innan eldri byggðar leiðir til þess að bakland verslunar og þjónustu eflist. Svo fleiri fái að njóta dásamlegra hverfa! Það er dýrmætt að nýjum íbúum sé veitt tækifæri til að njóta þeirra umhverfisgæða, þjónustustofnana og innviða sem eru til staðar í okkar frábæru fjölskylduvænu og grónu íbúðarhverfum. Til að mæta húsnæðiskrísunni Það vantar sárlega húsnæði í öllum hverfum og við þurfum að flýta uppbyggingu. Það hraðar uppbyggingu að byggja innan gróinna hverfa en það tekur langan tíma að gera nýjar lóðir byggingahæfar og byggja innviði, götur, skóla og lagnir. Við viljum fjölga íbúðum hratt vegna þess að fólk sem á ekki þak yfir höfuðið og vantar hentugt og öruggt húsnæði getur ekki beðið. Við eigum tilbúið hverfisskipulag í sumum hverfum sem getur líka flýtt fyrir skipulagsferlinu. Við þurfum að fara vel með fé og sýna ráðdeild Okkur er að fjölga og þjónustuþarfirnar að aukast og því skiptir miklu máli að sýna ráðdeild í rekstri borgarinnar og tryggja hagkvæma borgarþróun. Það kostar að byggja og reka nýja innviði og því mikilvægt að nýta innviðina vel. Sá kostnaður er hlutfallslega meiri þar sem eru færri íbúar á hverjum stað og þess vegna er hagkvæmara að fjölga íbúum innan gróinna hverfa þar sem innviðir eru þegar til staðar. Til að byggja á sjálfbæran hátt Við viljum fara vel með auðlindir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vernda líffræðilega fjölbreytni og bæta ferðavenjur til að stytta vegalengdir. Besta leiðin til þess er að byggja innan gróinna hverfa. Það skiptir máli að tryggja gæðin Að sjálfsögðu er ekki sama hvernig við byggjum innan hverfanna. Við verðum að tryggja gæðin, passa upp á birtuna og hljóðmengunina og tengsl fólks við náttúruna. Við getum bæði byggt innan hverfa og tryggt gæðin og víða hefur það gengið stórvel þó ég viti að það séu dæmi um verkefni sem hafi ekki heppnast nægilega vel og við erum að læra af því. Ég fagna mjög aukinni umræðu um gæði í uppbyggingu og það er mér hjartans mál að tryggja þau. Með borgarhönnunarstefnu ætlum við að setja skýrari ramma í kringum þetta og með umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem eru nýlega samþykktar erum við að setja upp verkfærin til að innleiða okkar sýn um gæði í uppbyggingu á markvissan hátt. Með því að vanda okkur getur húsnæðisöryggi og gæði gengið hönd í hönd Áfram höldum við vinnunni. Bæði til að mæta þeirri brýnu þörf sem nú er fyrir fjölgun íbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur, en það er lykilatriði í því að stemma stigu við miklum hækkunum á húsnæðis- og leigumarkaði. En um leið með því að eiga gott samráð við íbúa, vinna verkefnin í sem mestri sátt við nærsamfélagið og tryggja gæðin svo öllum geti liðið sem allra best í borginni okkar. Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti Pírata.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar