Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 27. maí 2025 07:32 Viðskiptaráð birti í síðustu viku úttekt á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn njóta ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Þessi umframvernd veldur því að „svartir sauðir“ (sem blaðamaður Vísis kallaði slúbberta) sitja áfram í störfum sínum þrátt fyrir misbresti eða brot gegn starfsskyldum. Það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samstarfsfólk og þá sem reiða sig á opinbera þjónustu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir fögnuðu úttektinni og tóku undir tillögur ráðsins um afnám umframverndarinnar. En einnig kom fram gagnrýni. Þar báru hæst athugasemdir formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) auk þess sem hagfræðingur bandalagsins birti aðsenda grein hér á Vísi. Rétt er að fara yfir athugasemdir þeirra. Uppsögnum nær aldrei beitt BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað. Í úttektinni kemur fram að í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og því sé erfitt að beita þeim. Þessi afstaða rímar vel við þá staðreynd að frá 2004 til 2009 fengu einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum áminningu. Þar sem lögmæt uppsögn vegna ófullnægjandi frammistöðu eða brots í starfi getur einungis farið fram eftir áminningu er tíðni slíkra uppsagna lægri en 0,02% á ári. Ólíkt því sem BSRB heldur fram er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna svo rík að uppsögnum er nær aldrei beitt. „Svartir sauðir“ hafa neikvæð áhrif alls staðar BSRB segir einnig að ekki sé hægt að heimfæra erlendar rannsóknir á Ísland til að áætla kostnað við ríkari uppsagnarvernd. En öllum rannsóknum sem við vísuðum til ber saman um eitt: ríkari uppsagnarvernd kemur niður á gæðum og afköstum á vinnustöðum. Það er vegna „svartra sauða“ sem haldast áfram í starfi, skila litlum afköstum og hafa neikvæð áhrif á samstarfsfólk sitt. Ekki er ljóst hvers vegna Ísland ætti að vera frábrugðið öðrum ríkjum í þessum efnum. Enda bera innlendar heimildir að sama brunni; 73% forstöðumanna ríkisstofnana sem tóku afstöðu í fyrrnefndri könnun telja núverandi lög um ríkisstarfsmenn vinna gegn skilvirkum ríkisrekstri. „Svartir sauðir“ hafa því neikvæð áhrif hér sem annars staðar; Viðskiptaráð áætlar að áhrifin nemi 5-7% launakostnaðar. Um tölur og tölfræði BSRB segir Viðskiptaráð nota rangar tölur um hlutfall opinberra starfsmanna og launakostnað ríkis og sveitarfélaga árið 2025. Hlufallið sem Viðskiptaráð notast við er nálgun sem byggir á gögnum frá Hagstofunni. Úttektin snýst um breytingu á þessu hlutfalli frá árinu 1954 og í því samhengi eru tölur Hagstofunnar eini nothæfi mælikvarðinn, því aðrar tölur ná ekki svo langt aftur í tímann. Þá segir BSRB að tölur Viðskiptaráðs um 688 ma. kr. launakostnað hins opinbera árið 2025, sem ráðið notar til að áætla kostnað umframverndar, séu 40 milljörðum of háar. En þar er byggt á tölum sem eru orðnar úreltar. Heimild Viðskiptaráðs er fjármálaáætlun, sem inniheldur nýjasta mat fjármálaráðuneytisins á þessum kostnaði. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf BSRB endar á að halda því fram að Viðskiptaráð segi að rík uppsagnarvernd hafi orsakað fjölgun opinberra starfsmanna undanfarna áratugi. En því fer fjarri. Viðskiptaráð setti aldur umframverndarinnar, sem er að mestu frá árinu 1954, í samhengi við mikla fjölgun og breytta samsetningu starfa hjá hinu opinbera til að draga fram þá staðreynd að hún þarfnist endurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur bent á hið sama, en stofnunin segir eftirfarandi í úttekt sinni á mannauðsmálum ríkisins: „Full ástæða [er] til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans. Þessi störf, t.d. störf innan heilbrigðis- og menntakerfanna, eru þess eðlis að ekki verður talin hætta á að viðkomandi starfsmenn verði beittir pólitískum þrýstingi í starfi.“ Sex dæmi sýna misbrestina í dag Til viðbótar við úttekt í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út í morgun sex smásögur sem byggja á dómum þar sem reyndi á umframvernd opinberra starfsmanna. Í öllum tilfellum voru misbrestir eða brot viðkomandi starfsmanns staðfest af dómstólum. Reglur um starfslok komu engu að síður í veg fyrir lögmæta uppsögn og hinu opinbera gert að greiða skaðabætur. Þar má finna afgreiðslumann í Vínbúðinni sem lagði samstarfsfólk sitt í einelti í tvígang, lögmann hjá Umboðsmanni skuldara sem fletti upp trúnaðargögnum um fyrrverandi maka í þrígang, starfsmann á sorpeyðingarstöð sem hengdi upp nektarplaköt gegn beiðnum, sýndi óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki og vísaði viðskiptavinum frá að ósekju, strætóbílstjóra sem stytti sér leið og ók einungis helming leiðarinnar sem honum bar að aka, og sérfræðingi hjá Hagstofunni sem fletti upp launum samstarfsfólks í gagnagrunni sem hann fékk aðgang að fyrir hagtölugerð. Uppfærum lögin í takt við nútímann Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti tekið á málum eins og hér eru talin upp. Það á sérstaklega við um þann yfirgnæfandi meirihluta opinberra starfsmanna sem sinna störfum sínum af heilindum og alúð. Þeir eiga skilið heilbrigt starfsumhverfi þar sem „svartir sauðir“ skemma ekki fyrir. Og það á ekki síður við um þá sem reiða sig á hið opinbera og fengju meiri og betri þjónustu fyrir vikið. Það er ánægjulegt að sjá bæði Ríkisendurskoðun og hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar tala fyrir endurskoðun þessarar uppsagnarverndar. Það rímar vel við vilja almennings; af 10.000 þátttakendum í kosningaprófi Viðskiptaráðs voru 70% fylgjandi því að draga úr uppsagnarvernd opinberra starfsmanna, 12% voru á móti. Vonandi lætur ríkisstjórnin kné fylgja kviði og færir þessi lagaákvæði í nútímalegt horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð birti í síðustu viku úttekt á uppsagnarvernd opinberra starfsmanna. Þar kemur fram að opinberir starfsmenn njóta ríkari uppsagnarverndar en starfsfólk í einkageiranum. Þessi umframvernd veldur því að „svartir sauðir“ (sem blaðamaður Vísis kallaði slúbberta) sitja áfram í störfum sínum þrátt fyrir misbresti eða brot gegn starfsskyldum. Það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir samstarfsfólk og þá sem reiða sig á opinbera þjónustu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Margir fögnuðu úttektinni og tóku undir tillögur ráðsins um afnám umframverndarinnar. En einnig kom fram gagnrýni. Þar báru hæst athugasemdir formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) auk þess sem hagfræðingur bandalagsins birti aðsenda grein hér á Vísi. Rétt er að fara yfir athugasemdir þeirra. Uppsögnum nær aldrei beitt BSRB segir að ekkert hindri stjórnendur hjá hinu opinbera við að segja upp starfsfólki sé þess þörf, þeir nýti einfaldlega ekki þau verkfæri sem þeim standa til boða. En stjórnendurnir sjálfir segja annað. Í úttektinni kemur fram að í könnun meðal forstöðumanna ríkisstofnana töldu 81% þeirra sem tóku afstöðu að framkvæmd áminninga og uppsagna væri flókin og því sé erfitt að beita þeim. Þessi afstaða rímar vel við þá staðreynd að frá 2004 til 2009 fengu einungis 17 af 18.000 ríkisstarfsmönnum áminningu. Þar sem lögmæt uppsögn vegna ófullnægjandi frammistöðu eða brots í starfi getur einungis farið fram eftir áminningu er tíðni slíkra uppsagna lægri en 0,02% á ári. Ólíkt því sem BSRB heldur fram er uppsagnarvernd opinberra starfsmanna svo rík að uppsögnum er nær aldrei beitt. „Svartir sauðir“ hafa neikvæð áhrif alls staðar BSRB segir einnig að ekki sé hægt að heimfæra erlendar rannsóknir á Ísland til að áætla kostnað við ríkari uppsagnarvernd. En öllum rannsóknum sem við vísuðum til ber saman um eitt: ríkari uppsagnarvernd kemur niður á gæðum og afköstum á vinnustöðum. Það er vegna „svartra sauða“ sem haldast áfram í starfi, skila litlum afköstum og hafa neikvæð áhrif á samstarfsfólk sitt. Ekki er ljóst hvers vegna Ísland ætti að vera frábrugðið öðrum ríkjum í þessum efnum. Enda bera innlendar heimildir að sama brunni; 73% forstöðumanna ríkisstofnana sem tóku afstöðu í fyrrnefndri könnun telja núverandi lög um ríkisstarfsmenn vinna gegn skilvirkum ríkisrekstri. „Svartir sauðir“ hafa því neikvæð áhrif hér sem annars staðar; Viðskiptaráð áætlar að áhrifin nemi 5-7% launakostnaðar. Um tölur og tölfræði BSRB segir Viðskiptaráð nota rangar tölur um hlutfall opinberra starfsmanna og launakostnað ríkis og sveitarfélaga árið 2025. Hlufallið sem Viðskiptaráð notast við er nálgun sem byggir á gögnum frá Hagstofunni. Úttektin snýst um breytingu á þessu hlutfalli frá árinu 1954 og í því samhengi eru tölur Hagstofunnar eini nothæfi mælikvarðinn, því aðrar tölur ná ekki svo langt aftur í tímann. Þá segir BSRB að tölur Viðskiptaráðs um 688 ma. kr. launakostnað hins opinbera árið 2025, sem ráðið notar til að áætla kostnað umframverndar, séu 40 milljörðum of háar. En þar er byggt á tölum sem eru orðnar úreltar. Heimild Viðskiptaráðs er fjármálaáætlun, sem inniheldur nýjasta mat fjármálaráðuneytisins á þessum kostnaði. Breyttir tímar kalla á breytta löggjöf BSRB endar á að halda því fram að Viðskiptaráð segi að rík uppsagnarvernd hafi orsakað fjölgun opinberra starfsmanna undanfarna áratugi. En því fer fjarri. Viðskiptaráð setti aldur umframverndarinnar, sem er að mestu frá árinu 1954, í samhengi við mikla fjölgun og breytta samsetningu starfa hjá hinu opinbera til að draga fram þá staðreynd að hún þarfnist endurskoðunar. Ríkisendurskoðun hefur bent á hið sama, en stofnunin segir eftirfarandi í úttekt sinni á mannauðsmálum ríkisins: „Full ástæða [er] til að endurmeta út frá almannahagsmunum sem og reynslunni af áminningarreglunum og stjórnsýslulögunum hvort ekki sé tímabært að breyta þeim. Þau rök sem færð hafa verið fyrir réttarverndinni eiga ekki við um ýmis störf innan ríkisgeirans. Þessi störf, t.d. störf innan heilbrigðis- og menntakerfanna, eru þess eðlis að ekki verður talin hætta á að viðkomandi starfsmenn verði beittir pólitískum þrýstingi í starfi.“ Sex dæmi sýna misbrestina í dag Til viðbótar við úttekt í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út í morgun sex smásögur sem byggja á dómum þar sem reyndi á umframvernd opinberra starfsmanna. Í öllum tilfellum voru misbrestir eða brot viðkomandi starfsmanns staðfest af dómstólum. Reglur um starfslok komu engu að síður í veg fyrir lögmæta uppsögn og hinu opinbera gert að greiða skaðabætur. Þar má finna afgreiðslumann í Vínbúðinni sem lagði samstarfsfólk sitt í einelti í tvígang, lögmann hjá Umboðsmanni skuldara sem fletti upp trúnaðargögnum um fyrrverandi maka í þrígang, starfsmann á sorpeyðingarstöð sem hengdi upp nektarplaköt gegn beiðnum, sýndi óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki og vísaði viðskiptavinum frá að ósekju, strætóbílstjóra sem stytti sér leið og ók einungis helming leiðarinnar sem honum bar að aka, og sérfræðingi hjá Hagstofunni sem fletti upp launum samstarfsfólks í gagnagrunni sem hann fékk aðgang að fyrir hagtölugerð. Uppfærum lögin í takt við nútímann Það eru sameiginlegir hagsmunir allra að hið opinbera geti tekið á málum eins og hér eru talin upp. Það á sérstaklega við um þann yfirgnæfandi meirihluta opinberra starfsmanna sem sinna störfum sínum af heilindum og alúð. Þeir eiga skilið heilbrigt starfsumhverfi þar sem „svartir sauðir“ skemma ekki fyrir. Og það á ekki síður við um þá sem reiða sig á hið opinbera og fengju meiri og betri þjónustu fyrir vikið. Það er ánægjulegt að sjá bæði Ríkisendurskoðun og hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar tala fyrir endurskoðun þessarar uppsagnarverndar. Það rímar vel við vilja almennings; af 10.000 þátttakendum í kosningaprófi Viðskiptaráðs voru 70% fylgjandi því að draga úr uppsagnarvernd opinberra starfsmanna, 12% voru á móti. Vonandi lætur ríkisstjórnin kné fylgja kviði og færir þessi lagaákvæði í nútímalegt horf. Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun