Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 29. maí 2025 07:02 Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sjómenn Íslands fyrr og nú eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Það þarf sterk bein til að sækja sjó því það er ekki alltaf logn og blíða og veður geta oft verið válynd og æðruleysi og dugnaður hefur einkennt íslenska sjómannastétt. Gífurleg framþróun hefur verið á undanförnum áratugum í fullkomnari skipakosti bæði stórum sem smáum og hefur það bætt allt vinnuumhverfi og öryggi til sjós. Öryggi sjómanna Öryggismál sjómanna hafa tekið miklum framförum með tilkomu Slysavarnarskóla sjómanna árið 1985 og síðan hefur slysum og dauðsföllum fækkað mjög mikið til sjós og enginn getur í dag stundað sjómennsku nema hafa farið á námskeið hjá skólanum sem er vel. Sjóslys og skipsskaðar voru miklir við strendur landsins öldum saman og langt fram á síðustu öld og dánartíðni sjómanna mikil og sjómannsfjölskyldur misstu ástvini sína bæði feður og syni og fyrirvinnu sem setti stór skörð í samfélögin og tók sinn toll sem ekki var bætt en lífið hélt áfram. Þrautsegja á raunastund! Sem betur fer gafst fólk ekki upp og það er þessi þrautsegja sem einkennt hefur sjómenn, sjómannskonur,sjómannsfjölskyldur og sjávarbyggðir landsins að halda áfram með því að treysta vinnuumhverfið og öryggismál sjómanna sem tekist hefur vel þó alltaf sé hægt að gera enn betur. Við sem höfum alist upp í sjávarbyggðum og búum þar gleðjumst með sjómönnum og fjölskyldum þeirra á sjómannadaginn og höfum haldið upp á sjómannadaginn hér heima á Suðureyri eins lengi og ég man eftir eins og víða um land sem haldið er líka upp á daginn með glæsibrag og vonandi verður það um ókomna tíð.. Fjölbreytt útgerðarform Sjómannsstörf hafa breyst eins og öll önnur störf með tækniframförum og tekjur þeirra eru í flestum tilfellum góðar sem á að vera. Mínar áhyggjur hafa verið þær að of mikil samþjöppun hafi verið í sjávarútvegi sem komi í veg fyrir fjölbreytt útgerðarform og atvinnuöryggi sjávarbyggðanna. Við þurfum að byggja áfram á litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og tryggja atvinnufrelsi í greininni í stað þess að þrengja svo að með samþjöppun að ómögulegt er fyrir eðlilega nýliðun ungs fólks sem vill hefja sjósókn og byggja sig upp í sjávarútvegi á eigin forsendum. Strandmenning Íslands Þar hef ég ásamt öðrum talað fyrir eflingu strandveiða ,koma grásleppunni úr kvóta og stækka þann hluta kerfisins sem er utan kvótakerfisins og það er verið að gera í þessu stjórnarsamstarfi og því þarf að fylgja fast eftir. Þessi hluti kerfisins er orðinn eini möguleikinn fyrir ungt fólk að byrja í sjómennsku ef þau eru ekki stórir fjármagnseigendur eða kvótaerfingjar eins og staðan er í dag. Strandmenning við Íslandsstrendur er saga íslenskrar þjóðar og hana eigum við að efla með fram öflugum stórskipaflota okkar þetta tvennt á að geta farið saman. Úrvals hráefni Fjölbreyttni í útgerð og möguleikar á nýliðun eru í smábátaútgerð og afurðir þeirra hafa verið mjög eftirsóttar á erlendum mörkuðum eins og afurðir íslensks sjávarútvegs sem hefur fengið gæðastimpil sem fyrsta flokks vara víða um heim.. Sjómenn og sjómannsfjölskyldur innilega til hamingju með sjómannadaginn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar