Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2025 13:28 Aron Pálmarsson bindur brátt enda á tuttugu ára feril sem handboltamaður. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Aron Pálmarsson tilkynnti í gærkvöldi að hann myndi hætta í handbolta eftir tímabilið. Kveðjum til Arons hefur síðan rignt inn frá fjölmörgum fyrrum liðsfélögum, þjálfurum og öðrum góðvinum. Aron var um árabil einn besti handboltamaður heims og hefur rakað inn titlum hvar sem hann hefur stigið niður fæti á sínum ferli. Hvort sem það var í Þýskalandi, Ungverjalandi, Spáni, Danmörku eða heima á Íslandi. Alls hefur hann unnið þrjátíu stóra titla með sínum félagsliðum (FH, Kiel, Veszprém, Barcelona og Aalborg) og gæti bætt enn einum í safnið áður en skórnir fara á hilluna. Aron tilkynnti ákvörðunina á Instagram í gærkvöldi og þakkaði „öllu því góða fólki“ sem hann hefur kynnst á ferlinum. Fólkið þakkar Aroni einnig kærlega. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) „Goðsögn“ segir hinn króatíski Domagoj Duvnjak, handboltagoðsögn sem varð á sínum tíma dýrasti leikmaður sögunnar og lauk landsliðsferlinum með eftirminnilegum hætti á EM í janúar, undir stjórn Dags Sigurðssonar. Þeir Aron unnu þýsku deildina sem liðsfélagar hjá Kiel. Aron Palmarsson, Domagoj Duvnjak og Filip Jicha knúsa Dominik Klein eftir að hafa unnið Bundesliga 2014.Oliver Hardt/Bongarts/Getty Images Marko Vujin tók í sama streng og lýsti Aroni sem goðsögn. Þeir spiluðu einnig saman hjá Kiel, sem keypti Marko dýrum dómum árið 2010 eftir að hann hafði endað tímabilið sem markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar. Marko Vujin var liðsfélagi Arons hjá Kiel, áður en Aron fór til Veszprém. Hér sést Aron verjast honum í leik Kiel og Veszprém tímabilið 2015-16. Marius Becker/picture alliance via Getty Images „BESTU kveðjur Aron! Einn besti leikmaður allra tíma“ segir hinn spænski Víctor Tomás, fyrrum fyrirliði Barcelona sem var innvígður í frægðarhöll evrópska handboltans árið 2023. Hann spilaði með Börsungum allan sinn feril og var liðsfélagi Arons frá 2017-21. Þeir unnu spænsku tvennuna öll tímabilin og Meistaradeildina á síðasta tímabil Arons, áður en hann fór til Aalborg. Víctor Tomás var fyrirliði Barcelona sem sópaði til sín titlum og vann síðan Meistaradeildina á síðasta tímabili Arons 2020-21. Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images „Kóngur“ segir hinn danski Henrik Møllgaard, sem er með mölbrotið hjarta. Henrik er einnig nýhættur en hefur unnið fjölda verðlauna með danska landsliðinu, og spilaði með Aroni í Aalborg. Þeir unnu danska bikarinn saman 2021, ofurbikarinn sama ár og árið eftir. Henrik Møllgaard verst Aroni eftir að hann fór frá Kiel til Veszprém 2015. EPA/Aniko Kovacs HUNGARY OUT Fjöldi fleiri leikmanna, þjálfara og annarra velunnara sendu Aroni kveðju og lýstu tilfinningum sínum með lyndistáknum (e. emoji). Þrjú rauð hjörtu bárust til dæmis frá Guðjóni Val Sigurðssyni. Þeir spiluðu lengi saman í landsliðinu og unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Beijing 2008 og bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu 2010 í Austurríki. Eftir stjörnuframmistöðu á EM 2012 var Guðjón keyptur af Kiel og spilaði með Aroni þar næstu tvö tímabil. Aron og Guðjón Valur léku saman með íslenska landsliðinu og Kiel í Þýskalandi. Danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson lýsti Aroni með lyndistákni geitar og kórónu. Lasse er einn af fáum liðsfélögum Arons á ferlinum sem gat skotið fastar en hann. Lasse skaut 140 kílómetra hröðu skoti á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar árið 2019, þegar hann var liðsfélagi Arons hjá Barcelona. Aron skaut sínu fastasta skoti á ferlinum sömu helgi, á 132 kílómetra hraða. Aron til varnar Lasse Andersson eftir að leiðir þeirra skildust. EPA-EFE/Tamas Vasvari HUNGARY OUT Bjarki fær nýjan herbergisfélaga „Liðsfélagi, fyrirliði, herbergisfélagi, brósi!“ segir landsliðsmaðurinn og liðsfélagi Arons hjá Veszprém, Bjarki Már Elísson, og þakkar Aroni fyrir þjónustuna. View this post on Instagram A post shared by Bjarki Már Elísson (@bjarkimar90) Bróðurleg ást Björgvin Páll Gústavsson, markvörður sem fylgdi Aroni allan landsliðsferilinn, þakkar honum fyrir allt og sendir ástarkveðju. View this post on Instagram A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) Aron Pálmarsson 🇮🇸✨ has announced his retirement.A true handball magician, leaving behind a legacy of titles, unforgettable goals and pure class on the court. Thank you, Aron. 🫶 #ehfcl #handball pic.twitter.com/xDP4M8TAtg— EHF Champions League (@ehfcl) May 26, 2025 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Aron Palmarsson retires after this season. At his own request, Veszprém have terminated the contract.Statement from Veszprém: “Pálmarsson, now 34, approached the club's management on the last days and, in a gesture of true sportsmanship, expressed that he no longer felt able… pic.twitter.com/fHJSh0tIkL— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 25, 2025 Handbolti Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Aron var um árabil einn besti handboltamaður heims og hefur rakað inn titlum hvar sem hann hefur stigið niður fæti á sínum ferli. Hvort sem það var í Þýskalandi, Ungverjalandi, Spáni, Danmörku eða heima á Íslandi. Alls hefur hann unnið þrjátíu stóra titla með sínum félagsliðum (FH, Kiel, Veszprém, Barcelona og Aalborg) og gæti bætt enn einum í safnið áður en skórnir fara á hilluna. Aron tilkynnti ákvörðunina á Instagram í gærkvöldi og þakkaði „öllu því góða fólki“ sem hann hefur kynnst á ferlinum. Fólkið þakkar Aroni einnig kærlega. View this post on Instagram A post shared by aronpalm (@aronpalm) „Goðsögn“ segir hinn króatíski Domagoj Duvnjak, handboltagoðsögn sem varð á sínum tíma dýrasti leikmaður sögunnar og lauk landsliðsferlinum með eftirminnilegum hætti á EM í janúar, undir stjórn Dags Sigurðssonar. Þeir Aron unnu þýsku deildina sem liðsfélagar hjá Kiel. Aron Palmarsson, Domagoj Duvnjak og Filip Jicha knúsa Dominik Klein eftir að hafa unnið Bundesliga 2014.Oliver Hardt/Bongarts/Getty Images Marko Vujin tók í sama streng og lýsti Aroni sem goðsögn. Þeir spiluðu einnig saman hjá Kiel, sem keypti Marko dýrum dómum árið 2010 eftir að hann hafði endað tímabilið sem markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar. Marko Vujin var liðsfélagi Arons hjá Kiel, áður en Aron fór til Veszprém. Hér sést Aron verjast honum í leik Kiel og Veszprém tímabilið 2015-16. Marius Becker/picture alliance via Getty Images „BESTU kveðjur Aron! Einn besti leikmaður allra tíma“ segir hinn spænski Víctor Tomás, fyrrum fyrirliði Barcelona sem var innvígður í frægðarhöll evrópska handboltans árið 2023. Hann spilaði með Börsungum allan sinn feril og var liðsfélagi Arons frá 2017-21. Þeir unnu spænsku tvennuna öll tímabilin og Meistaradeildina á síðasta tímabil Arons, áður en hann fór til Aalborg. Víctor Tomás var fyrirliði Barcelona sem sópaði til sín titlum og vann síðan Meistaradeildina á síðasta tímabili Arons 2020-21. Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images „Kóngur“ segir hinn danski Henrik Møllgaard, sem er með mölbrotið hjarta. Henrik er einnig nýhættur en hefur unnið fjölda verðlauna með danska landsliðinu, og spilaði með Aroni í Aalborg. Þeir unnu danska bikarinn saman 2021, ofurbikarinn sama ár og árið eftir. Henrik Møllgaard verst Aroni eftir að hann fór frá Kiel til Veszprém 2015. EPA/Aniko Kovacs HUNGARY OUT Fjöldi fleiri leikmanna, þjálfara og annarra velunnara sendu Aroni kveðju og lýstu tilfinningum sínum með lyndistáknum (e. emoji). Þrjú rauð hjörtu bárust til dæmis frá Guðjóni Val Sigurðssyni. Þeir spiluðu lengi saman í landsliðinu og unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Beijing 2008 og bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu 2010 í Austurríki. Eftir stjörnuframmistöðu á EM 2012 var Guðjón keyptur af Kiel og spilaði með Aroni þar næstu tvö tímabil. Aron og Guðjón Valur léku saman með íslenska landsliðinu og Kiel í Þýskalandi. Danski landsliðsmaðurinn Lasse Andersson lýsti Aroni með lyndistákni geitar og kórónu. Lasse er einn af fáum liðsfélögum Arons á ferlinum sem gat skotið fastar en hann. Lasse skaut 140 kílómetra hröðu skoti á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar árið 2019, þegar hann var liðsfélagi Arons hjá Barcelona. Aron skaut sínu fastasta skoti á ferlinum sömu helgi, á 132 kílómetra hraða. Aron til varnar Lasse Andersson eftir að leiðir þeirra skildust. EPA-EFE/Tamas Vasvari HUNGARY OUT Bjarki fær nýjan herbergisfélaga „Liðsfélagi, fyrirliði, herbergisfélagi, brósi!“ segir landsliðsmaðurinn og liðsfélagi Arons hjá Veszprém, Bjarki Már Elísson, og þakkar Aroni fyrir þjónustuna. View this post on Instagram A post shared by Bjarki Már Elísson (@bjarkimar90) Bróðurleg ást Björgvin Páll Gústavsson, markvörður sem fylgdi Aroni allan landsliðsferilinn, þakkar honum fyrir allt og sendir ástarkveðju. View this post on Instagram A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) Aron Pálmarsson 🇮🇸✨ has announced his retirement.A true handball magician, leaving behind a legacy of titles, unforgettable goals and pure class on the court. Thank you, Aron. 🫶 #ehfcl #handball pic.twitter.com/xDP4M8TAtg— EHF Champions League (@ehfcl) May 26, 2025 🔥 The Legend Says GoodbyeAron Pálmarsson 🇮🇸 ends a glorious career after titles in 🇩🇪🇩🇰🇭🇺 with Kiel, Barça, Aalborg, Veszprem! His shot and leadership marked a golden era.Veszprem 🇭🇺 confirm he retires, citing physical toll,praised for honesty and legacy.©Hen Livgot (@livgot) pic.twitter.com/mVHl9UnEXW— Hen Livgot (@Hen_Livgot) May 26, 2025 Aron Palmarsson retires after this season. At his own request, Veszprém have terminated the contract.Statement from Veszprém: “Pálmarsson, now 34, approached the club's management on the last days and, in a gesture of true sportsmanship, expressed that he no longer felt able… pic.twitter.com/fHJSh0tIkL— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 25, 2025
Handbolti Þýski handboltinn Ungverski handboltinn Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira