Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 13:49 Á Suðurlandsbraut við Laugardal er gert ráð fyrir miðlægu sérrými fyrir Borgarlínuna, með akreinum fyrir bílaumferð báðum megin, ásamt göngu- og hjólastígum. Vísir/Anton Brink Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. Fyrsti hluti Borgarlínunnar, frá Ártúni að Fossvogsbrú, var samþykktur á fundi borgarráðs í gær. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við afgreiðslu. Málið fer næst til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins kom fram að um væri mikilvægan áfanga að ræða. Mikið samráð hefði átt sér stað sem væri mikilvægt í þessu ferli. Alls hafi 35 aðilar skilað inn umsögn um málið og 21 til viðbótar við umhverfismatsskýrsluna sem kynnt var samhliða. Suðurlandsbraut og Laugavegur munu taka stakkaskiptum með tilkomu Borgarlínunnar. Vísir/Anton Brink Mótmæla fækkun akreina Í bókun Sjálfstæðisflokksins við málið segir að þau styðji stórbættar almenningssamgöngur en leggi áherslu á að frelsi fólks til þess að velja sér samgöngumáta sé tryggt og að einn fararmáti vegi ekki að öðrum. Þau leggjast því gegn þeirri útfærslu sem er í rammahlutanum um að tvær akreinar verði teknar af almennri umferð og lagðar undir Borgarlínu á Suðurlandsbraut. „Með góðu móti mætti áfram tryggja sama fjölda akbrauta en samt sem áður bæta við sérafnotarými fyrir almenningssamgöngur,“ segir í bókuninni. Svona mun Suðurlandsbrautin líta út eftir breytingar milli Skeiðarvogs og Grensásvegar. Reykjavíkurborg Fjallað er ítarlega um fyrstu lotu Borgarlínunnar í skýrslu sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. Þar kemur fram að Borgarlínan muni liggja frá fyrirhuguðu Krossamýrartorgi á Ártúnshöfða og yfir Elliðaárvog að Vogabyggð. Frá Vogabyggð muni Borgarlínan liggja um Suðurlandsbraut og Laugaveg að Hlemmi. Þaðan muni leið hennar liggja um Hverfisgötu og Lækjargötu að Tjörninni. Fjölbreytt lega Borgarlínu eftir staðsetningu Í skýrslunni er fjallað ýmsa möguleika um legu hennar víða á þessari leið og um þær stoppistöðvar sem mun þurfa að koma upp. Í skýrslunni segir að lega Borgarlínunnar fari um götur sem séu fjölbreyttar að bæði gerð og breidd og því þurfi að útfæra göturýmið á mismunandi hátt. Það verði þó alltaf með það að leiðarljósi að tryggja forgang og greiðfærni almenningssamgangna. Á Suðurlandsbraut í Mörkinni og Skeifunni sé til dæmis nægt rými á milli lóðamarka til að koma fyrir öllum ferðamátum. Vestan Skeiðarvogar sé gert ráð fyrir miðlægri borgarlínubraut með hjólastígum beggja vegna götunnar ásamt breiðum gangstéttum. Á Suðurlandsbraut við Laugardal er gert ráð fyrir miðlægu sérrými fyrir Borgarlínuna, með akreinum fyrir bílaumferð báðum megin, ásamt göngu- og hjólastígum. Í skýrslunni segir að aðkoma að lóðum sunnan megin verði um hliðargötu, svipað og nú er, en bílastæðum komið fyrir samsíða hliðargötunni. Snið borgarlínugötu sem sýnir mögulega samsetningu götueininga og samspil þeirra. Borgarlínan Þá segir að á þeim götum sem Borgarlína fer um sé gert ráð fyrir að hún fái sérrými og að gangandi og hjólandi fái aukið rými. Borgarlínan muni þannig draga úr almennri umferð um þær götur sem hún fer um og nefndar til dæmis Miklabraut, Suðurlandsbraut, Hringbraut og Suðurgata. Hún geti þó aukið umferð tímabundið á nærliggjandi götum en aukningin verði mismikil eftir svæðum og að mikilvægt verði að huga vel að umferðaröryggi þar sem umferðin aukist. Vísir/Anton Brink Engin íbúðahús víki en bílastæði geri það Í skýrslunni segir einnig að skipulagsbreytingin komi til með að breyta götumynd í eldri hverfum með því að bæta umhverfi hjólandi og gangandi, auka gróður og draga úr bílaumferð. Ekki sé búist við því að íbúðarhús í Reykjavík þurfi að víkja fyrri Borgarlínunni en breyting á göturými við Suðurlandsbraut, Laugaveg og Háskóla Íslands muni fækka bílastæðum en bæta aðgengi virkra ferðamáta þess í stað. Þá kemur fram að reiknuð hafi verið út hljóðvistaráhrif við Borgarlínubrautir og þar sem að dregið verði úr umferð sé gert ráð fyrir að það dragi úr hávaða. Það eigi til dæmis við um Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu. Fjallað er í skýrslunni um fjórar stöðvar við eða nærri Suðurlandsbraut sem munu koma til með að skipta máli á þessum slóðum. Fyrsta er við Mörkina. Það er almenn stöð og í skýrslunni segir að lögð hafi verið fram tillaga um að stöðin verði sem næst gatnamótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs. Þaðan verði góðir tengimöguleikar inn í íbúðarhverfi í Vogum og Heimahverfi. Suðurlandsbraut við Laugardal. Borgarlínan Önnur stöðin er við Laugardal, sem verður tengistöð. Stöðin verður staðsett austan við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar en tekið fram að skoða þurfi staðsetninguna nánar á forhönnunarstigi með tillit til tenginga við seinni framkvæmdalota Borgarlínunnar og við leiðanet Strætó. Þriðja stöðin er við Laugardalshöll og það er almenn stöð sem verður staðsett fyrir miðjum Laugardal. Lögð hefur verið fram tillaga um að stöðin verði staðsett við gatnamót Suðurlandsbrautar og Vegmúla. Þar sé skýr tenging við Laugardalinn og nærliggjandi íþróttamannvirki og við Vegmúla að Múlahverfi. Fjórða stöðin er svo við Hátún sem verður tengistöð. Í skýrslunni segir að vegna mikillar nálægðar við Suðurlandsbrautina geri það stoppistöðina að mikilvægri tengistöð milli ólíkra leiða Borgarlínunnar og áréttað að við val á staðsetningu þurfi að huga að því að stöðin liggi of langt til vesturs. Þannig verði lágmarkað óhagræði farþega í tengingu milli ólíkra leiða Borgarlínunnar. Stoppistöðvar þurfi að geta annað fjölda Mikill fjöldi skilaði inn umsögnum um skipulagsbreytingarnar. Í þó nokkrum þeirra er fjallað sérstaklega um Suðurlandsbraut og Laugardalinn. Í umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur segir til dæmis að æskilegt væri ef brautarpallar væru lengri og þannig möguleiki að fleiri vagnar gætu beðið við stöðina við Laugardalshöllina til að anna stórum viðburðum sem þar munu fara fram. Þar á svo síðar að byggja nýja þjóðarhöll. Í viðbrögðum í skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir sveigjanleika í lengd brautarpalla eftir farþegaálagi og staðsetningu stöðva. Á stöðum með mikið farþegaflæði, eins og Laugardalshöll, verði þetta tekið til sérstakrar skoðunar í frekari hönnun og deiliskipulagsgerð. Í umsögn Lögfræðistofu Reykjavíkur fyrir hönd fyrirtækja sem starfa í nágrenni við Suðurlandsbraut eða við götuna sjálfa segir að mikilvægt sé að hrófla ekki við bílastæðum við Suðurlandsbraut. Fyrirtækin eru Ormsson, Sýn, Lyfja, Lækning og Skurðstofan. Sjá einnig: Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Í umsögninni er bent á að Skeifan, Suðurlandsbraut, og Múlar séu aðalverslunarsvæðin í Reykjavík að frátaldri verslunarmiðstöðinni Kringlunni eða Miðbænum. Það sé gott aðgengi og það séu einhverjar áhyggjur um áhrif að aðgengi miðað við tillögur um Borgarlínu. Hætt sé við því að verslanir verði fyrir tekjutapi. Með því að fækka akbrautum á Suðurlandsbraut, milli Skeiðarvogs og Grensásvegar, komist færri bílar að bæði Lágmúla og Suðurlandsbraut. Í umsögninni er því óskað eftir útfærslu sem heimili að áfram verði tvær akbrautir fyrir bílaumferð á Suðurlandsbraut, frá Skeiðarvogi til Grensásvegar. Þá segir í umsögninni að ekki liggi fyrir hvernig fyrirkomulagi við beygjur verið háttað frá Suðurlandsbraut og inn í Múlahverfi. Með því að banna vinstri beygjur, sérstaklega við Lágmúla, geti skapast tjón fyrir fyrirtækin við Múla og Suðurlandsbraut og er vísað í reynslu af því að takmarka aðgengi frá Háaleitisbraut inn á Lágmúla. Í umsögninni er forgangi Borgarlínu við Suðurlandsbraut mótmælt og lagt til að Borgarlínan fari frekar um Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Meiri umferð og tafir á Suðurlandsbraut verði ekkert gert Í viðbrögðum í skýrslunni er bent á að framkvæmdirnar muni hafa jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi. Það verði gætt að hjáleiðum og upplýsingagjöf á meðan framkvæmdum stendur. Það sé stefnt að því að draga úr vexti bílaumferðar og fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur. Þá segir að í umhverfismatsskýrslu Borgarlínunnar séu birtar niðurstöður úr umferðarlíkani og þar komi fram að það muni draga úr umferð um Suðurlandsbraut með Borgarlínunni miðað við núverandi umferð og að án hennar yrði aukning umferðar veruleg með tilheyrandi töfum. Hvað varðar aðrar leiðir segir að Borgarlínan og Strætó muni einnig aka um Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Miklubraut. Vísir/Anton Brink Í umsögn Íbúasamtaka Laugardals segir að áætlað sé að Borgarlínunni muni fylgja aukin umferð um Kringlumýrarbraut milli Suðurlandsbrautar og Sæbrautar og Sæbrautar og að það eigi enn eftir að meta þá aukningu að fullu. Bent er á í umsögninni að á sama tíma og þessi framkvæmd er unnin sé gert ráð fyrir að unnið verði Sundabraut samtímis. Báðar framkvæmdir muni koma til með að hafa áhrif á íbúa í hverfinu en að áhrifin hafi ekki endilega verið metin saman. Þegar sé til dæmis lengdur viðbragðstími viðbragðsaðila inn í hverfið vegna umferðartafa og að það sé hætta á því að þessi tími muni lengjast enn frekar. Þá er í umsögninni vikið að mikilvægi þess að gæta grænna svæða og að þau víki ekki við gerð, til dæmis, nýrra stoppistöðva. Það sé til dæmis eftirsjá að trjágróðri sem hafi verið látinn víkja fyrir húsbyggingar á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Þá er fjallað um varðveita þurfi vegtengingu að leikskólanum Steinahlíð þrátt fyrir að hún þveri Borgarlínuna og ítrekuð sú krafa að grænum svæðum í borginni verði hlíft við uppbyggingu Borgarlínunnar. Þá hefur stjórnin áhyggjur af því að aðgengi verði takmarkað inn á Reykjaveg, það geti skipt sköpum fyrir viðbragðsaðila að hafa aðgengi inn í kerfið á Reykjavegi. Fjallað er um Sýn í greininni. Vísir er í eigu Sýnar. Borgarlína Samgöngur Sveitarstjórnarmál Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. 22. maí 2025 20:56 Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. 27. apríl 2025 16:28 „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Arkitekt segir að verið sé að byggja glænýju hverfi borgarinnar fyrir verktakana og fjáreigendurna en ekki íbúana. 7. apríl 2025 15:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Fyrsti hluti Borgarlínunnar, frá Ártúni að Fossvogsbrú, var samþykktur á fundi borgarráðs í gær. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá við afgreiðslu. Málið fer næst til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins kom fram að um væri mikilvægan áfanga að ræða. Mikið samráð hefði átt sér stað sem væri mikilvægt í þessu ferli. Alls hafi 35 aðilar skilað inn umsögn um málið og 21 til viðbótar við umhverfismatsskýrsluna sem kynnt var samhliða. Suðurlandsbraut og Laugavegur munu taka stakkaskiptum með tilkomu Borgarlínunnar. Vísir/Anton Brink Mótmæla fækkun akreina Í bókun Sjálfstæðisflokksins við málið segir að þau styðji stórbættar almenningssamgöngur en leggi áherslu á að frelsi fólks til þess að velja sér samgöngumáta sé tryggt og að einn fararmáti vegi ekki að öðrum. Þau leggjast því gegn þeirri útfærslu sem er í rammahlutanum um að tvær akreinar verði teknar af almennri umferð og lagðar undir Borgarlínu á Suðurlandsbraut. „Með góðu móti mætti áfram tryggja sama fjölda akbrauta en samt sem áður bæta við sérafnotarými fyrir almenningssamgöngur,“ segir í bókuninni. Svona mun Suðurlandsbrautin líta út eftir breytingar milli Skeiðarvogs og Grensásvegar. Reykjavíkurborg Fjallað er ítarlega um fyrstu lotu Borgarlínunnar í skýrslu sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær. Þar kemur fram að Borgarlínan muni liggja frá fyrirhuguðu Krossamýrartorgi á Ártúnshöfða og yfir Elliðaárvog að Vogabyggð. Frá Vogabyggð muni Borgarlínan liggja um Suðurlandsbraut og Laugaveg að Hlemmi. Þaðan muni leið hennar liggja um Hverfisgötu og Lækjargötu að Tjörninni. Fjölbreytt lega Borgarlínu eftir staðsetningu Í skýrslunni er fjallað ýmsa möguleika um legu hennar víða á þessari leið og um þær stoppistöðvar sem mun þurfa að koma upp. Í skýrslunni segir að lega Borgarlínunnar fari um götur sem séu fjölbreyttar að bæði gerð og breidd og því þurfi að útfæra göturýmið á mismunandi hátt. Það verði þó alltaf með það að leiðarljósi að tryggja forgang og greiðfærni almenningssamgangna. Á Suðurlandsbraut í Mörkinni og Skeifunni sé til dæmis nægt rými á milli lóðamarka til að koma fyrir öllum ferðamátum. Vestan Skeiðarvogar sé gert ráð fyrir miðlægri borgarlínubraut með hjólastígum beggja vegna götunnar ásamt breiðum gangstéttum. Á Suðurlandsbraut við Laugardal er gert ráð fyrir miðlægu sérrými fyrir Borgarlínuna, með akreinum fyrir bílaumferð báðum megin, ásamt göngu- og hjólastígum. Í skýrslunni segir að aðkoma að lóðum sunnan megin verði um hliðargötu, svipað og nú er, en bílastæðum komið fyrir samsíða hliðargötunni. Snið borgarlínugötu sem sýnir mögulega samsetningu götueininga og samspil þeirra. Borgarlínan Þá segir að á þeim götum sem Borgarlína fer um sé gert ráð fyrir að hún fái sérrými og að gangandi og hjólandi fái aukið rými. Borgarlínan muni þannig draga úr almennri umferð um þær götur sem hún fer um og nefndar til dæmis Miklabraut, Suðurlandsbraut, Hringbraut og Suðurgata. Hún geti þó aukið umferð tímabundið á nærliggjandi götum en aukningin verði mismikil eftir svæðum og að mikilvægt verði að huga vel að umferðaröryggi þar sem umferðin aukist. Vísir/Anton Brink Engin íbúðahús víki en bílastæði geri það Í skýrslunni segir einnig að skipulagsbreytingin komi til með að breyta götumynd í eldri hverfum með því að bæta umhverfi hjólandi og gangandi, auka gróður og draga úr bílaumferð. Ekki sé búist við því að íbúðarhús í Reykjavík þurfi að víkja fyrri Borgarlínunni en breyting á göturými við Suðurlandsbraut, Laugaveg og Háskóla Íslands muni fækka bílastæðum en bæta aðgengi virkra ferðamáta þess í stað. Þá kemur fram að reiknuð hafi verið út hljóðvistaráhrif við Borgarlínubrautir og þar sem að dregið verði úr umferð sé gert ráð fyrir að það dragi úr hávaða. Það eigi til dæmis við um Suðurlandsbraut, Laugavegi og Hverfisgötu. Fjallað er í skýrslunni um fjórar stöðvar við eða nærri Suðurlandsbraut sem munu koma til með að skipta máli á þessum slóðum. Fyrsta er við Mörkina. Það er almenn stöð og í skýrslunni segir að lögð hafi verið fram tillaga um að stöðin verði sem næst gatnamótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs. Þaðan verði góðir tengimöguleikar inn í íbúðarhverfi í Vogum og Heimahverfi. Suðurlandsbraut við Laugardal. Borgarlínan Önnur stöðin er við Laugardal, sem verður tengistöð. Stöðin verður staðsett austan við gatnamót Suðurlandsbrautar og Grensásvegar en tekið fram að skoða þurfi staðsetninguna nánar á forhönnunarstigi með tillit til tenginga við seinni framkvæmdalota Borgarlínunnar og við leiðanet Strætó. Þriðja stöðin er við Laugardalshöll og það er almenn stöð sem verður staðsett fyrir miðjum Laugardal. Lögð hefur verið fram tillaga um að stöðin verði staðsett við gatnamót Suðurlandsbrautar og Vegmúla. Þar sé skýr tenging við Laugardalinn og nærliggjandi íþróttamannvirki og við Vegmúla að Múlahverfi. Fjórða stöðin er svo við Hátún sem verður tengistöð. Í skýrslunni segir að vegna mikillar nálægðar við Suðurlandsbrautina geri það stoppistöðina að mikilvægri tengistöð milli ólíkra leiða Borgarlínunnar og áréttað að við val á staðsetningu þurfi að huga að því að stöðin liggi of langt til vesturs. Þannig verði lágmarkað óhagræði farþega í tengingu milli ólíkra leiða Borgarlínunnar. Stoppistöðvar þurfi að geta annað fjölda Mikill fjöldi skilaði inn umsögnum um skipulagsbreytingarnar. Í þó nokkrum þeirra er fjallað sérstaklega um Suðurlandsbraut og Laugardalinn. Í umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur segir til dæmis að æskilegt væri ef brautarpallar væru lengri og þannig möguleiki að fleiri vagnar gætu beðið við stöðina við Laugardalshöllina til að anna stórum viðburðum sem þar munu fara fram. Þar á svo síðar að byggja nýja þjóðarhöll. Í viðbrögðum í skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir sveigjanleika í lengd brautarpalla eftir farþegaálagi og staðsetningu stöðva. Á stöðum með mikið farþegaflæði, eins og Laugardalshöll, verði þetta tekið til sérstakrar skoðunar í frekari hönnun og deiliskipulagsgerð. Í umsögn Lögfræðistofu Reykjavíkur fyrir hönd fyrirtækja sem starfa í nágrenni við Suðurlandsbraut eða við götuna sjálfa segir að mikilvægt sé að hrófla ekki við bílastæðum við Suðurlandsbraut. Fyrirtækin eru Ormsson, Sýn, Lyfja, Lækning og Skurðstofan. Sjá einnig: Yfirlit yfir allar framkvæmdir Samgöngusáttmálans Í umsögninni er bent á að Skeifan, Suðurlandsbraut, og Múlar séu aðalverslunarsvæðin í Reykjavík að frátaldri verslunarmiðstöðinni Kringlunni eða Miðbænum. Það sé gott aðgengi og það séu einhverjar áhyggjur um áhrif að aðgengi miðað við tillögur um Borgarlínu. Hætt sé við því að verslanir verði fyrir tekjutapi. Með því að fækka akbrautum á Suðurlandsbraut, milli Skeiðarvogs og Grensásvegar, komist færri bílar að bæði Lágmúla og Suðurlandsbraut. Í umsögninni er því óskað eftir útfærslu sem heimili að áfram verði tvær akbrautir fyrir bílaumferð á Suðurlandsbraut, frá Skeiðarvogi til Grensásvegar. Þá segir í umsögninni að ekki liggi fyrir hvernig fyrirkomulagi við beygjur verið háttað frá Suðurlandsbraut og inn í Múlahverfi. Með því að banna vinstri beygjur, sérstaklega við Lágmúla, geti skapast tjón fyrir fyrirtækin við Múla og Suðurlandsbraut og er vísað í reynslu af því að takmarka aðgengi frá Háaleitisbraut inn á Lágmúla. Í umsögninni er forgangi Borgarlínu við Suðurlandsbraut mótmælt og lagt til að Borgarlínan fari frekar um Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Meiri umferð og tafir á Suðurlandsbraut verði ekkert gert Í viðbrögðum í skýrslunni er bent á að framkvæmdirnar muni hafa jákvæð áhrif á samgöngur og umferðaröryggi. Það verði gætt að hjáleiðum og upplýsingagjöf á meðan framkvæmdum stendur. Það sé stefnt að því að draga úr vexti bílaumferðar og fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur. Þá segir að í umhverfismatsskýrslu Borgarlínunnar séu birtar niðurstöður úr umferðarlíkani og þar komi fram að það muni draga úr umferð um Suðurlandsbraut með Borgarlínunni miðað við núverandi umferð og að án hennar yrði aukning umferðar veruleg með tilheyrandi töfum. Hvað varðar aðrar leiðir segir að Borgarlínan og Strætó muni einnig aka um Kringlumýrarbraut, Sæbraut og Miklubraut. Vísir/Anton Brink Í umsögn Íbúasamtaka Laugardals segir að áætlað sé að Borgarlínunni muni fylgja aukin umferð um Kringlumýrarbraut milli Suðurlandsbrautar og Sæbrautar og Sæbrautar og að það eigi enn eftir að meta þá aukningu að fullu. Bent er á í umsögninni að á sama tíma og þessi framkvæmd er unnin sé gert ráð fyrir að unnið verði Sundabraut samtímis. Báðar framkvæmdir muni koma til með að hafa áhrif á íbúa í hverfinu en að áhrifin hafi ekki endilega verið metin saman. Þegar sé til dæmis lengdur viðbragðstími viðbragðsaðila inn í hverfið vegna umferðartafa og að það sé hætta á því að þessi tími muni lengjast enn frekar. Þá er í umsögninni vikið að mikilvægi þess að gæta grænna svæða og að þau víki ekki við gerð, til dæmis, nýrra stoppistöðva. Það sé til dæmis eftirsjá að trjágróðri sem hafi verið látinn víkja fyrir húsbyggingar á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Þá er fjallað um varðveita þurfi vegtengingu að leikskólanum Steinahlíð þrátt fyrir að hún þveri Borgarlínuna og ítrekuð sú krafa að grænum svæðum í borginni verði hlíft við uppbyggingu Borgarlínunnar. Þá hefur stjórnin áhyggjur af því að aðgengi verði takmarkað inn á Reykjaveg, það geti skipt sköpum fyrir viðbragðsaðila að hafa aðgengi inn í kerfið á Reykjavegi. Fjallað er um Sýn í greininni. Vísir er í eigu Sýnar.
Borgarlína Samgöngur Sveitarstjórnarmál Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. 22. maí 2025 20:56 Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. 27. apríl 2025 16:28 „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Arkitekt segir að verið sé að byggja glænýju hverfi borgarinnar fyrir verktakana og fjáreigendurna en ekki íbúana. 7. apríl 2025 15:31 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. 22. maí 2025 20:56
Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. 27. apríl 2025 16:28
„Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Arkitekt segir að verið sé að byggja glænýju hverfi borgarinnar fyrir verktakana og fjáreigendurna en ekki íbúana. 7. apríl 2025 15:31