Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. maí 2025 09:01 Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að innan við þrjú prósent landsmanna búi á Austurlandi, skapar svæðið vöruútflutningsverðmæti sem nemur um 240 milljörðum króna á ári. Þetta eru stórar upphæðir, verðmæti sem skipta sköpum fyrir þjóðarbúið í heild sinni. En hvað fá heimamenn til baka fyrir þá verðmætasköpun? Við í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi fengum greiningarfyrirtækið Analytica til að greina efnahagsumsvif Austurlands. Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Þær niðurstöður staðfesta það sem lengi hefur verið vitað en vantað hefur greiningargögn. Þrátt fyrir gríðarlega verðmætasköpun svæðisins skilar fjármagn sér ekki til baka í viðeigandi innviði sem standa undir þessari verðmætasköpun. Samgöngukerfið á Austurlandi, sem ber uppi mikla þungaflutninga, stendur afar illa því viðhaldi og nýframkvæmdum hefur ekki verið sinnt. Annað landsbyggðarmál má nefna að þrátt fyrir að íbúar búi í nálægð við virkjanir greiðir stór hluti íbúa dreifbýlistaxta sem þýðir hærri orkukostnað. Hvaða sanngirni er í því? Enn fremur má nefna að sveitarfélög verða af tekjum því þau fá ekki fasteignagjöld af orkumannvirkjum í sínu landi eins og það fengi af sambærilegri atvinnustarfsemi í sínu sveitarfélagi. Landsbyggðin í heild sinni skapar gríðarleg verðmæti sem allir landsmenn njóta góðs af. En þrátt fyrir þá staðreynd skilar fjármagn og þjónusta sér ekki til baka í samræmi við það framlag. Með því að viðhalda þessari miklu skekkju er verið að festa í sessi ósanngjarnt og miðlægt misvægi í opinberri fjárfestingu hér á landi. Þessu verður að breyta. Áhugavert og í raun mikilvægt er að greina vöruútflutningsverðmæti allrar landsbyggðarinnar með sömu aðferðarfræði af hendi Analytica og sýna þannig svart á hvítu hve landsbyggðin er gjöful og mikilvæg í verðmætasköpun fyrir land og þjóð þrátt fyrir fámenni. Tryggjum áframhaldandi verðmætasköpun á landsbyggðinni og virðingu í formi fjárfestinga, traustra innviða og sanngjarnrar skiptingar á tekjum þjóðarbúsins. Það er ekki mikil krafa, það er sjálfsögð réttlætiskrafa í nútímasamfélagi sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og ýtir samhliða undir efnahagslega velferð allra hér á landi. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun