Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 14:24 Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB, ræði við fréttamenn fyrir fund varnarmálaráðherra ESB-ríkja í Brussel í dag. AP/Virginia Mayo Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. Aðgerðapakki sem Evrópusambandið samþykkti gegn Rússlandi í dag er sá sautjándi. Auk skipanna úr skuggaflotanum felast refsiaðgerðirnar í frystingu eigna og ferðabönnum á nokkra rússneska embættismenn og fjölda rússneskra fyrirtækja. Úkraínskir embættismenn fullyrða að Rússar noti um fimm hundruð gömul skip með duldu eignarhaldi til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja og halda áfram að fá tekjur af olíusölu. „Frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi eru í smíðum. Því lengur sem Rússland heldur stríðsrekstri áfram, því harðari verða viðbrögð okkar,“ skrifaði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB á samfélagsmiðla. The EU has approved its 17th sanctions package against Russia, targeting nearly 200 shadow fleet ships. New measures also address hybrid threats and human rights. More sanctions on Russia are in the works. The longer Russia wages war, the tougher our response.— Kaja Kallas (@kajakallas.bsky.social) May 20, 2025 at 9:32 AM Johann Wadephul, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands, sagði að krafan á hendur Rússum væri skýr: óskilyrt vopnahlé strax. „Við fögnum því að Úkraína sé enn tilbúin til þess. Við veitum því athygli með vonbrigðum að Rússland hafi enn ekki tekið þetta mikilvæga skref, og við verðum að bregðast við því,“ sagði Wadephul í dag. Bresk stjórnvöld tilkynntu einnig um frekari refsiaðgerðir gegn skuggaflotanum sem eiga einnig að trufla vopnasendingar til Rússlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátt nýtt í símtali leiðtoganna Mikið hafði verið gert úr mikilvægi símtals Vladímírs Pútín og Bandaríkjaforseta fyrir friðarviðræður í Úkraínu í gær, sérstaklega af hálfu þeirra beggja. Fátt sem hönd var á festandi kom þó út úr samtali leiðtoganna. Bandaríski forsetinn sagði að Pútín hefði lofað því að Rússar væru tilbúnir að „vinna með“ Úkraínu að „minnisblaði“ með drögum að ramma utan um „mögulegar friðarviðræður í framtíðinni“. Rússneskt olíuflutningaskip við Novorossiysk árið 2022. Rússar halda úti flota gamalla skipa með óljósu eignarhaldi til þess að koma sér undan viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja.AP Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, brást við á samfélagsmiðlinum Telegram með því að fullyrða að augljóst væri að Rússar reyndu nú að kaupa sér tíma til þess að halda stríðinu og hernáminu á Úkraínu áfram. „Við vinnum með bandamönnum okkar að því að setja þrýsting á Rússa til þess að þeir hegði sér á annan hátt,“ sagði úkraínski forsetinn sem mætti til beinna friðarviðræðna við Rússa í Tyrklandi í síðustu viku þar sem Pútín lét ekki sjá sig. Slegnir yfir lotningunni fyrir Pútín Selenskíj og leiðtogar fjögurra Evrópuríkja auk fulltrúa Evrópusambandsins ræddu saman við bandaríska forsetann í síma beint eftir símtal hans við Pútín í gær. Evrópsku leiðtogarnir eru sagðir hafa verið slegnir yfir því hversu mikla lotningu bandaríski forsetinn hefði borið fyrir Pútín í símtalinu. Bandaríski vefmiðillinn Axios segir að bandaríski forsetinn hafi sagt Selenskíj og félögum að Pútín hefði samþykkt að hefja beinar viðræður um vopnahlé strax. Hann hafi ekki brugðist beint við þegar Selenskíj og fleiri bentu honum á að viðræðurnar hefðu verið hugmynd hans sjálfs og að fyrsta umferð þeirra hefði þegar farið fram í Istanbúl í síðustu viku. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, eru sögð hafa þrýst á bandaríska forsetann hvers vegna væri ekki hægt að knýja á um vopnahlé fyrir friðarviðræður og hvaða tilslakanir Pútín hefði verið tilbúinn að ræða. Bandaríski forsetinn sagði leiðtogunum að væri ekki hrifinn af því að leggja frekari refsiaðgerðir á Rússland og ítrekaði þá skoðun sína að Pútín vildi semja um frið. „Við höfum raunverulega ekki séð, þið vitið, þrýsting á Rússland í þessum viðræðum,“ sagði Kallas utanríkismálastjóri ESB við blaðamenn eftir símtölin í gær. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Bretland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. 16. maí 2025 23:46 Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Sjá meira
Aðgerðapakki sem Evrópusambandið samþykkti gegn Rússlandi í dag er sá sautjándi. Auk skipanna úr skuggaflotanum felast refsiaðgerðirnar í frystingu eigna og ferðabönnum á nokkra rússneska embættismenn og fjölda rússneskra fyrirtækja. Úkraínskir embættismenn fullyrða að Rússar noti um fimm hundruð gömul skip með duldu eignarhaldi til þess að komast hjá viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja og halda áfram að fá tekjur af olíusölu. „Frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi eru í smíðum. Því lengur sem Rússland heldur stríðsrekstri áfram, því harðari verða viðbrögð okkar,“ skrifaði Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB á samfélagsmiðla. The EU has approved its 17th sanctions package against Russia, targeting nearly 200 shadow fleet ships. New measures also address hybrid threats and human rights. More sanctions on Russia are in the works. The longer Russia wages war, the tougher our response.— Kaja Kallas (@kajakallas.bsky.social) May 20, 2025 at 9:32 AM Johann Wadephul, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands, sagði að krafan á hendur Rússum væri skýr: óskilyrt vopnahlé strax. „Við fögnum því að Úkraína sé enn tilbúin til þess. Við veitum því athygli með vonbrigðum að Rússland hafi enn ekki tekið þetta mikilvæga skref, og við verðum að bregðast við því,“ sagði Wadephul í dag. Bresk stjórnvöld tilkynntu einnig um frekari refsiaðgerðir gegn skuggaflotanum sem eiga einnig að trufla vopnasendingar til Rússlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Fátt nýtt í símtali leiðtoganna Mikið hafði verið gert úr mikilvægi símtals Vladímírs Pútín og Bandaríkjaforseta fyrir friðarviðræður í Úkraínu í gær, sérstaklega af hálfu þeirra beggja. Fátt sem hönd var á festandi kom þó út úr samtali leiðtoganna. Bandaríski forsetinn sagði að Pútín hefði lofað því að Rússar væru tilbúnir að „vinna með“ Úkraínu að „minnisblaði“ með drögum að ramma utan um „mögulegar friðarviðræður í framtíðinni“. Rússneskt olíuflutningaskip við Novorossiysk árið 2022. Rússar halda úti flota gamalla skipa með óljósu eignarhaldi til þess að koma sér undan viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja.AP Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, brást við á samfélagsmiðlinum Telegram með því að fullyrða að augljóst væri að Rússar reyndu nú að kaupa sér tíma til þess að halda stríðinu og hernáminu á Úkraínu áfram. „Við vinnum með bandamönnum okkar að því að setja þrýsting á Rússa til þess að þeir hegði sér á annan hátt,“ sagði úkraínski forsetinn sem mætti til beinna friðarviðræðna við Rússa í Tyrklandi í síðustu viku þar sem Pútín lét ekki sjá sig. Slegnir yfir lotningunni fyrir Pútín Selenskíj og leiðtogar fjögurra Evrópuríkja auk fulltrúa Evrópusambandsins ræddu saman við bandaríska forsetann í síma beint eftir símtal hans við Pútín í gær. Evrópsku leiðtogarnir eru sagðir hafa verið slegnir yfir því hversu mikla lotningu bandaríski forsetinn hefði borið fyrir Pútín í símtalinu. Bandaríski vefmiðillinn Axios segir að bandaríski forsetinn hafi sagt Selenskíj og félögum að Pútín hefði samþykkt að hefja beinar viðræður um vopnahlé strax. Hann hafi ekki brugðist beint við þegar Selenskíj og fleiri bentu honum á að viðræðurnar hefðu verið hugmynd hans sjálfs og að fyrsta umferð þeirra hefði þegar farið fram í Istanbúl í síðustu viku. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, eru sögð hafa þrýst á bandaríska forsetann hvers vegna væri ekki hægt að knýja á um vopnahlé fyrir friðarviðræður og hvaða tilslakanir Pútín hefði verið tilbúinn að ræða. Bandaríski forsetinn sagði leiðtogunum að væri ekki hrifinn af því að leggja frekari refsiaðgerðir á Rússland og ítrekaði þá skoðun sína að Pútín vildi semja um frið. „Við höfum raunverulega ekki séð, þið vitið, þrýsting á Rússland í þessum viðræðum,“ sagði Kallas utanríkismálastjóri ESB við blaðamenn eftir símtölin í gær.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Bretland Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. 16. maí 2025 23:46 Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Sjá meira
Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. 16. maí 2025 23:46
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45