Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 06:00 Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun