Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2025 09:05 Íbúar óttast að á Vesturbugt muni rísa nýstískuleg fjölbýlishús sem verði í engu samræmi við staðaranda og hverfið og þeir vilja fá að hafa áhrif á hvernig hverfið sitt þróast. Íbúar í grennd við gömlu höfnina í Reykjavík eru ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um stórfellda uppbyggingu í Vesturbugt og segjast ekki vilja „fleiri kassa“ og vísa þar í nýtískuleg fjölbýlishús í naumhyggjustíl. Umhverfissálfræðingur segir ótækt að byggja án þess að hirða um sögu og menningu staðarins og segir samráð við almenning vera leikrit. Íbúarnir vildu að það kæmi skýrt fram að þeir væru ekki mótfallnir uppbyggingu en segja að það skipti höfuðmáli hvernig henni sé háttað. Hún verði að ríma við þá byggð sem fyrir er og taka mið af umhverfinu á höfninni. Þá segja þeir að afar gott yrði að einhver hluti Vesturbugtar yrði grænt svæði. Í fyrrasumar bauð borgin út byggingarlóðir á Vesturbugt eftir að hún rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna vanefnda byggingafélags. Á reitnum er nú áformað að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu en gildandi deiliskipulag leyfir byggingu allt að 177 íbúða. Ásta Olga Magnúsdóttir ólst upp á Bakkastíg, og raunar amma hennar, líka. henni þykir sárt að hugsa til þess ef skyggt verður á sögu svæðisins. „Það er algjör skortur á tengingu við staðaranda svæðisins sem byggir á því að við erum nálægt sjó, náttúrunni, hafnarstarfsemi sem er búin að vera hér og gamla Vesturbænum sem mörgum þykir vel heppnaður og þykir vænt um í dag og ferðamenn vilja heimsækja. Þetta snýst um staðarandann, byggðamynstur og hverfabraginn.“ Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur hefur áhyggjur af þróuninni. „Þarna erum við að taka söguna og menninguna sem er á staðnum og við erum að byggja án nokkurs tillits til þessara þátta – sem rannsóknir í sálfræði hafa sýnt að skipta okkur máli; söguleg skírskotun og rætur.“ Fyrirtæki Páls, Envalys, býr yfir hugbúnaði sem hjálpar almenningi að átta sig betur á skipulagsmálum með því að bjóða upp á þrívíddarmynd af mögulegum uppbyggingarplönum. „Fyrirtækið mitt er sprotafyrirtæki frá Háskólanum í Reykjavík. Við höfum verið að þróa og nýta leikatæknina til þess að sýna mögulega þróun og uppbyggingu, blanda þessu inn í skipulagsferla og þannig hjálpa almenningi sem á oft erfitt með að skilja, bæði uppdrættina sem er verið að leggja fram, þessa tvívíðu uppdrætti og svo textann sem er við hliðina á sem er oft mjög tæknilegur. Við erum að reyna að draga þetta fram með þeim hætti að fólk geti auðveldlega skilið hvað verið er að tala um og það gerum við með því að sýna því myndir af því sem er í farvatninu.“ Hann er mátulega bjartsýnn á að borgin taki tillit til athugasemda. „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Við skulum ekki gleyma því að ef sagt er að þessar athugasemdir séu að koma of seint fram þá vil ég bara minna á það að það er búið að vera að berjast fyrir þessu svæði í yfir tuttugu ár og þá var sagt að athugasemdirnar væru að koma of snemma og svo var það of seint.“ Samráð við íbúa sé ákveðið leikrit. „Það er afskaplega lítill vilji, skynjar maður, hjá yfirvöldum til að vera í raunverulegu samtali við fólk og það er eitthvað sem ég skil ekki almennilega því fyrir hvern erum við að byggja?“ spyr Páll. Curver Thoroddsen, einn íbúanna segir hverfið í sárri þörf fyrir grænt svæði og óar við tilhugsuninni um fjölbýlishús í naumhyggjustíl. „Þið getið bara rétt ímyndað ykkur ef það væru komnir einhverjir „kassar“ hérna yfir allt. Ég myndi vilja sjá hérna bara grænt svæði frá höfninni, upp Nýlendugötuna og yfir gömlu lóðina sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan var einhvern tímann með og er ekki búin að sinna í 25 ár og ná svona grænni línu hérna.“ „Það er ekkert grænt hér í kring. Það yrði hræðilegt að fá einhverja kassa, við viljum hvorki svarta kassa né græna kassa. Nú segi ég stopp!“ Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Arkitektúr Byggingariðnaður Tengdar fréttir Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. 7. október 2024 19:30 Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Íbúarnir vildu að það kæmi skýrt fram að þeir væru ekki mótfallnir uppbyggingu en segja að það skipti höfuðmáli hvernig henni sé háttað. Hún verði að ríma við þá byggð sem fyrir er og taka mið af umhverfinu á höfninni. Þá segja þeir að afar gott yrði að einhver hluti Vesturbugtar yrði grænt svæði. Í fyrrasumar bauð borgin út byggingarlóðir á Vesturbugt eftir að hún rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna vanefnda byggingafélags. Á reitnum er nú áformað að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu en gildandi deiliskipulag leyfir byggingu allt að 177 íbúða. Ásta Olga Magnúsdóttir ólst upp á Bakkastíg, og raunar amma hennar, líka. henni þykir sárt að hugsa til þess ef skyggt verður á sögu svæðisins. „Það er algjör skortur á tengingu við staðaranda svæðisins sem byggir á því að við erum nálægt sjó, náttúrunni, hafnarstarfsemi sem er búin að vera hér og gamla Vesturbænum sem mörgum þykir vel heppnaður og þykir vænt um í dag og ferðamenn vilja heimsækja. Þetta snýst um staðarandann, byggðamynstur og hverfabraginn.“ Páll Jakob Líndal, umhverfissálfræðingur hefur áhyggjur af þróuninni. „Þarna erum við að taka söguna og menninguna sem er á staðnum og við erum að byggja án nokkurs tillits til þessara þátta – sem rannsóknir í sálfræði hafa sýnt að skipta okkur máli; söguleg skírskotun og rætur.“ Fyrirtæki Páls, Envalys, býr yfir hugbúnaði sem hjálpar almenningi að átta sig betur á skipulagsmálum með því að bjóða upp á þrívíddarmynd af mögulegum uppbyggingarplönum. „Fyrirtækið mitt er sprotafyrirtæki frá Háskólanum í Reykjavík. Við höfum verið að þróa og nýta leikatæknina til þess að sýna mögulega þróun og uppbyggingu, blanda þessu inn í skipulagsferla og þannig hjálpa almenningi sem á oft erfitt með að skilja, bæði uppdrættina sem er verið að leggja fram, þessa tvívíðu uppdrætti og svo textann sem er við hliðina á sem er oft mjög tæknilegur. Við erum að reyna að draga þetta fram með þeim hætti að fólk geti auðveldlega skilið hvað verið er að tala um og það gerum við með því að sýna því myndir af því sem er í farvatninu.“ Hann er mátulega bjartsýnn á að borgin taki tillit til athugasemda. „Þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Við skulum ekki gleyma því að ef sagt er að þessar athugasemdir séu að koma of seint fram þá vil ég bara minna á það að það er búið að vera að berjast fyrir þessu svæði í yfir tuttugu ár og þá var sagt að athugasemdirnar væru að koma of snemma og svo var það of seint.“ Samráð við íbúa sé ákveðið leikrit. „Það er afskaplega lítill vilji, skynjar maður, hjá yfirvöldum til að vera í raunverulegu samtali við fólk og það er eitthvað sem ég skil ekki almennilega því fyrir hvern erum við að byggja?“ spyr Páll. Curver Thoroddsen, einn íbúanna segir hverfið í sárri þörf fyrir grænt svæði og óar við tilhugsuninni um fjölbýlishús í naumhyggjustíl. „Þið getið bara rétt ímyndað ykkur ef það væru komnir einhverjir „kassar“ hérna yfir allt. Ég myndi vilja sjá hérna bara grænt svæði frá höfninni, upp Nýlendugötuna og yfir gömlu lóðina sem rússneska rétttrúnaðarkirkjan var einhvern tímann með og er ekki búin að sinna í 25 ár og ná svona grænni línu hérna.“ „Það er ekkert grænt hér í kring. Það yrði hræðilegt að fá einhverja kassa, við viljum hvorki svarta kassa né græna kassa. Nú segi ég stopp!“
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Arkitektúr Byggingariðnaður Tengdar fréttir Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. 7. október 2024 19:30 Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. 7. október 2024 19:30
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58