Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar 20. maí 2025 09:33 Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Hrunið Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar