Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar 20. maí 2025 09:33 Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Hrunið Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar