Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 17. maí 2025 06:30 Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Kópavogs fyrir árið 2024 var nýverið samþykktur í bæjarstjórn Kópavogs. Það er nýlunda að rekstrarniðurstaða sé jákvæð um 4,19 milljarða. Í fjölda ára hefur niðurstaðan verið í námunda við núllið, stundum nokkuð neikvæð en sjaldan mikið yfir því. Bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir hefur farið víða í fjölmiðlum og glaðst yfir þessari góðu niðurstöðu. Helst þakkar hún hagræðingu, aðhaldi og góðum rekstri þessa niðurstöðu. En er allt sem sýnist? Er reksturinn eitthvað betri en á öðrum bæjum? Í fjárhagsáætlun ársins var gert ráð fyrir tapi af rekstri A hluta bæjarsjóðs upp á 146 milljónir, hvað breyttist? Skoðum málið. Rekstrarniðurstaða A hluta 2024: 4.188.260 Þ. Kr. Þ.a. skila lóðaúthlutanir 2024: - 3.150.574 þ. Kr. Þ.a. jukust framlög Jöfnunarsjóðs umfram áætlun um: - 574.244 þ. Kr. Greiðsla lífeyrisskuldbindingar lækkaði frá áætlun um: - 988.596 þ. Kr. Rekstrarniðurstaða án þessara breytinga: - 525.154 þ. kr. Þannig að ef þessir þættir hefðu ekki breyst til hins betra frá áætlun þá værum við í hálfs miljarðs mínus. Þeir liðir sem hér eru teknir út úr rekstrarreikningi bæjarins til sérstakrar skoðunar hafa ekkert með góða rekstrarkunnáttu að gera. Lóðaúthlutanir í nýju hverfi hafa ekki átt sér stað í Kópavogi síðan árið 2015. Með þeim koma inn fjármunir sem eiga að fara í uppbyggingu, ekki rekstur, enda um tæmandi auðlind að ræða sem ekki má reiða sig á í rekstri sveitarfélaga. Og svo er það lífeyrisskuldbindingin sem aldrei virðist vera hægt að geta sér til um hver verði fyrir komandi ár, sem er vissulega óviðunandi í rekstri sveitarfélaga. Þetta er skuldbinding bæjarins í lífeyrissjóð sem var lokað fyrir allnokkrum árum en þarf að greiða úr þar til allir sjóðfélagar hafa fengið sitt. Í ár vorum við heppin og þurftum aðeins að greiða 600 milljónir en ekki 1.6 milljarð eins og áætlað var. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði hækkuðu vegna hækkunar útsvarsprósentu til að koma til móts við kostnað vegna málefna fatlaðra. Ekki var gert ráð fyrir þessari aukningu í áætlun. Þessi leikur minn að tölum sýnir okkur að það er alveg óþarfi að hreykja sér af ráðsnilld í rekstri þegar stórir utanaðkomandi þættir stjórna ferðinni að miklu leyti. Annar rekstrarkostnaður er að mestu eins og gert var ráð fyrir í áætlun sem er vissulega vert að gleðjast yfir. Hvað er Kópavogur ekki að gera? Það má hins vegar benda á að bæjarfélagið Kópavogur er ekki að sinna verkefnum sem það ætti að sinna með öflugum hætti m.v. að vera næst stærsta sveitarfélag landsins. Þar ber helst að nefna uppbyggingu óhagnaðardrifins húsnæðis fyrir tekjulága þjóðfélagshópa. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga gerir ráð fyrir 18% framlagi ríkis á móti 12% framlagi sveitarfélags til félaga sem byggja óhagnaðardrifið húsnæði skv. skilmálum rammasamningsins. Frá árinu 2020 hefur Reykjavík lagt út 10,79 milljarða til verkefnisins á meðan Kópavogsbær hefur lagt út 265 milljónir. Stór hluti af þeirri upphæð hefur farið til kaupa á íbúðum inn í félagslega íbúðakerfi Kópavogs en til þess var þessi samningur ekki hugsaður nema að litlum hluta. Framlag Kópavogs vegur um 2,5% af framlagi Reykjavíkur þrátt fyrir að í Kópavogi búi 1/3 af íbúafjölda Reykjavíkur. Hafnarfjörður hefur staðið sig mun betur og vegur þeirra framlag um 10% af framlagi Reykjavíkur. Það vantar líka nokkuð upp á að bæjarfélagið sé að sinna öldruðum eins og æskilegt er. Enginn nýr fær heimilisaðstoð í dag nema annar hætti. Sama má segja um fatlaða sem fengið hafa stuðningsmat, aðeins þeir allra verst settu fá aðstoð. Á meðan lengjast biðlistarnir. Þrátt fyrir stöðuga fjölgun íbúa í Kópavogi þá hefur starfsfólki í þessum umönnunarstörfum ekki fjölgað. Ef Kópavogur væri að sinna lögbundnum skyldum sínum sem sveitarfélag þá væri fjárhagsstaðan verri en hún er í raun. Stöðugar skammtímalántökur til að eiga fyrir launum benda ekki til frábærs rekstrarlegs innsæis og viðsnúningur vegna lóðaúthlutana gerir reksturinn ekki sjálfbæran. Til þess þarf meiri ráðsnilld í rekstri. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar