Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar 15. maí 2025 07:30 Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Við í Framsókn teljum að það sé svigrúm til hækkunar veiðigjalda, en þær breytingar verða að gerast á yfirvegaðan, gagnsæjan og skynsamlegan hátt. Áhrifin af frumvarpinu sem nú liggur fyrir eru of víðtæk og hafa ekki verið nægilega vel metin, sérstaklega hvað varðar sveitarfélög sem byggja útsvarstekjur sínar á útgerð, vinnslu og tengdum atvinnugreinum. Framsókn hefur bent á nauðsyn þess að gera ítarlega áhrifagreiningu áður en slíkar breytingar eru festar í lög. Sveitarfélög víða um land hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á grunnþjónustu ef útsvarstekjur skerðast. Það er staðreynd að þegar sjávarútvegurinn dregst saman hefur það bein áhrif á getu sveitarfélaga til að reka skóla, félagsþjónustu og viðhalda mikilvægum innviðum svo fátt eitt sé nefnt. Eru aðrar skynsamlegri leiðir? Í ljósi þessa leggur Framsókn fram aðra leið sem tryggir sanngjarnar og stöðugar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að veikja byggðir eða draga úr atvinnusköpun og fjárfestingum. Við höfum lagt til þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt á útgreiddan arð og söluhagnað. Þannig tryggjum við að skattheimtan beinist að raunverulegum hagnaði sem er tekinn út úr sjávarútveginum, en ekki að rekstrinum sjálfum, sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og fjárfestingu. Gagnsæi Við í Framsókn höfum einnig lagt ríka áherslu á gagnsæi í útreikningum á áhrifum frumvarpsins. Nauðsynlegt er að skýrt sé hvernig mismunandi fyrirtæki, stór sem smá, staðsett í dreifðum byggðum eða stærri sveitarfélögum verða fyrir áhrifum. Við erum einnig mjög meðvituð um hættu á samþjöppun og ójafnræði sem illa útfærðar skattbreytingar geta valdið. Slíkar breytingar gætu skert rekstrarumhverfi smærri útgerða sem eru mikilvægar fyrir byggðir víðs vegar um landið. Fyrirsjáanleiki Framsókn hefur tekið undir mikilvægi fyrirsjáanleika og aðlögunartíma ef breytingar verða á veiðigjöldum, líkt og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var tíðrætt um í aðdraganda kosninganna í nóvember 2024. Það er mikilvægt fyrir stöðugleika atvinnulífsins og til að treysta fjárfestingu til framtíðar. Að lokum hefur Framsókn lagt áherslu á raunverulegt samráð. Samráð snýst ekki aðeins um formsatriði heldur um virkt samtal milli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins þar sem lausnir eru unnar í sameiningu. Vöndum til verka Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Sjávarútvegurinn er ekki aðeins órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögunnar heldur flaggskip Íslands í nútímanum. Við erum í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu á sjávarafurðum og íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu hvað varðar sjálfbærni. Við getum með vönduðum og yfirveguðum vinnubrögðum tryggt að svo verði áfram. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Breytingar á veiðigjöldum Framsóknarflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framsókn hefur tekið skýra og málefnalega afstöðu í umræðunni um veiðigjöld. Við styðjum heilshugar réttmæta kröfu samfélagsins um að sameiginleg sjávarauðlind þjóðarinnar skili arði sem gagnast samfélaginu öllu. Hins vegar skiptir máli hvernig það er gert. Óvönduð skattheimta getur skaðað atvinnulíf, dregið úr nýsköpun og veikt byggðir sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. Við í Framsókn teljum að það sé svigrúm til hækkunar veiðigjalda, en þær breytingar verða að gerast á yfirvegaðan, gagnsæjan og skynsamlegan hátt. Áhrifin af frumvarpinu sem nú liggur fyrir eru of víðtæk og hafa ekki verið nægilega vel metin, sérstaklega hvað varðar sveitarfélög sem byggja útsvarstekjur sínar á útgerð, vinnslu og tengdum atvinnugreinum. Framsókn hefur bent á nauðsyn þess að gera ítarlega áhrifagreiningu áður en slíkar breytingar eru festar í lög. Sveitarfélög víða um land hafa lýst yfir áhyggjum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á grunnþjónustu ef útsvarstekjur skerðast. Það er staðreynd að þegar sjávarútvegurinn dregst saman hefur það bein áhrif á getu sveitarfélaga til að reka skóla, félagsþjónustu og viðhalda mikilvægum innviðum svo fátt eitt sé nefnt. Eru aðrar skynsamlegri leiðir? Í ljósi þessa leggur Framsókn fram aðra leið sem tryggir sanngjarnar og stöðugar tekjur fyrir ríkissjóð án þess að veikja byggðir eða draga úr atvinnusköpun og fjárfestingum. Við höfum lagt til þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt á útgreiddan arð og söluhagnað. Þannig tryggjum við að skattheimtan beinist að raunverulegum hagnaði sem er tekinn út úr sjávarútveginum, en ekki að rekstrinum sjálfum, sem tryggir áframhaldandi verðmætasköpun og fjárfestingu. Gagnsæi Við í Framsókn höfum einnig lagt ríka áherslu á gagnsæi í útreikningum á áhrifum frumvarpsins. Nauðsynlegt er að skýrt sé hvernig mismunandi fyrirtæki, stór sem smá, staðsett í dreifðum byggðum eða stærri sveitarfélögum verða fyrir áhrifum. Við erum einnig mjög meðvituð um hættu á samþjöppun og ójafnræði sem illa útfærðar skattbreytingar geta valdið. Slíkar breytingar gætu skert rekstrarumhverfi smærri útgerða sem eru mikilvægar fyrir byggðir víðs vegar um landið. Fyrirsjáanleiki Framsókn hefur tekið undir mikilvægi fyrirsjáanleika og aðlögunartíma ef breytingar verða á veiðigjöldum, líkt og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra var tíðrætt um í aðdraganda kosninganna í nóvember 2024. Það er mikilvægt fyrir stöðugleika atvinnulífsins og til að treysta fjárfestingu til framtíðar. Að lokum hefur Framsókn lagt áherslu á raunverulegt samráð. Samráð snýst ekki aðeins um formsatriði heldur um virkt samtal milli stjórnvalda, atvinnulífs og samfélagsins þar sem lausnir eru unnar í sameiningu. Vöndum til verka Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að vandað sé til verka. Sjávarútvegurinn er ekki aðeins órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögunnar heldur flaggskip Íslands í nútímanum. Við erum í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að veiðum, vinnslu, nýsköpun og sölu á sjávarafurðum og íslenskur sjávarútvegur er einstakur á heimsvísu hvað varðar sjálfbærni. Við getum með vönduðum og yfirveguðum vinnubrögðum tryggt að svo verði áfram. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar