Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 12. maí 2025 15:45 Hér má sjá kort af vegalengdinni sem pilturinn ók eftir að lögregla kom auga á hann. Þess má geta að hún hafði áður fengið tilkynningu um akstur hans við Vífilstaði, sem er á miðju kortinu. Já.is Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira