„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. maí 2025 00:19 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent