Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. maí 2025 15:44 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir málið bera þess merki að stjórnarliðar séu litlir í sér. Vísir/Vilhelm Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til að frumvarpið færi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar eins og ráðherrann lagði upp með. Hún lagði til að færi fram atkvæðagreiðsla en fundi var svo frestað og fer hún því fram á mánudaginn. Man ekki eftir öðru eins Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir fundinn hafa verið til marks um klaufaskap hjá ríkisstjórninni. „Það kom á daginn að stjórnarliðar voru of fámennir og treystu sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina og þess vegna frestaði forseti atkvæðagreiðslunni fram á mánudag. Þetta kom okkur töluvert á óvart og var hálfkauðslegt hjá verkstjórninni,“ segir hann. „Þarna er búið að leggja mikið undir að klára málið í dag, síðan lýkur umræðunni og þá treysta stjórnarliðar sér ekki í atkvæðagreiðslu um nefndarvísunina. Ég man varla eftir neinu svona áður,“ segir Bergþór. Málþóf ómögulegt í fyrstu umræðu Hann segir ljóst að um sé að ræða stórt mál, hann segir frumvarp atvinnuvegaráðherra tryggilega stærsta mál ekki aðeins yfirstandandi þings heldur kjörtímabils ríkisstjórnarinnar alls. Fyrsta umræða hafði staðið í á fjórða tug klukkustunda þegar henni lauk og var þannig met sett. Ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. „Þessi umræða er öll byggð á misskilningi hjá stjórnarliðum. Þeir eru eitthvað litlir í sér virðist vera vegna þessa og líður sennilega illa með málið, sérstaklega landsbyggðarþingmönnunum. Það er nú bara þannig að hver þingmaður mátti fara í tvær ræður og önnur er fimmtán og hin er fimm mínútur, það er allt og sumt. Það er ekki hægt að stunda það sem sumir kalla málþóf í fyrstu umræðu,“ segir Bergþór. „Það mátti alveg reikna með því að það yrðu töluverðar umræður út af þessu máli þrátt fyrir takmarkanir þar á,“ segir hann.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12 Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24 Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. 10. maí 2025 13:12
Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. 9. maí 2025 13:24
Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. 1. maí 2025 15:56