Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Lovísa Arnardóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 9. maí 2025 12:53 Fundur JEF ríkjanna í gær í Osló. JEF Oslo Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. „Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
„Góður fundur í Osló í kvöld með leiðtogum bandalagsríkja. Ræddum meðal annars símleiðis við bæði forseta Bandaríkjanna og Úkraínu um mikilvægi þess að þrýsta á að Rússar fallist á að samþykkja og virða 30 daga vopnahlé. Það er nauðsynleg forsenda friðar,“ sagði Kristrún um fundinn á Facebook-síðu sinni í gær. Þar kom einnig fram að í dag verði formleg dagskrá í Osló þar sem verður meðal umræðuefna staða öryggis- og varnarmála í Norður-Atlantshafi. „Þessi JEF-ríki eru Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Bretland og Holland sem eru öll í NATO á þessum tímapunkti. Þessi hópur var stofnaður þegar hluti þessara ríkja var ekki í NATO en við erum að reyna að nýta bolkraft okkar til að sinna vörnum betur á þessu svæði sem er svo mikilvægt, meðal annars í Norður-Atlantshafi,“ segir Kristrún en rætt var við hana um fundinn í hádegisfréttum á Bylgjunni. Fulltrúar JEF-ríkjanna ræða við Volodomír Selenskíj, forseta Úkraínu.Forsætisráðuneyti Noregs Áhersla á Úkraínu Hún segir að áhersla hafi verið lögð á Úkraínu á fundinum og að Volodomír Selenskíj hafi verið viðstaddur fund ríkjanna í gegnum fjarfundarbúnað í morgun. „Við áttum líka áhugavert samtal við Bandaríkjaforseta og Selenskíj í gærkvöldi í óformlegum kvöldverði,“ segir Kristrún og að það sé verið að auka þrýsting á vopnahlé í Úkraínu. Hún telur að það hafi áhrif að hópurinn standi þétt saman. Skilaboðin séu skýr og eftir samtalið hafi „ákveðnar hreyfingar“ farið af stað.“ „…og líka auðvitað eftir samtal Bandaríkja forseta við Úkraínumenn. Þannig þetta auðvitað skiptir gríðarmiklu máli og að við höldum áfram stuðningi.“ Kristrún ávarpaði blaðamannafund í dag.Forsætisráðuneyti Noregs Mikilvægt að gæta varna að norðan líka Kristrún segir að á fundi ríkjanna sé þó einnig verið að ræða um mikilvægi sameiginlegra viðbragðssveita sem JEF sé á Norðurslóðum eða Norður-Atlantshafi. Það sé ekki aðeins gætt að vörnum vegna ógna í Eystrasalti heldur líka að norðan. „Að við séum að nýta okkar krafta, og okkar getu meðal annars á Íslandi, til að styrkja þetta svæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira