Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar 11. maí 2025 08:02 „Dauðinn er ekki andstæða lífs heldur hluti af því“ skrifaði japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir þessa staðreynd ríkir oft þögn um dauðann. Í mörgum samfélögum er hann bundinn við sjúkrahús, fjarlægur daglegu lífi og helst ekki ræddur fyrr en nauðsyn krefur – ef þá yfirhöfuð. En þessi þögn er ekki skaðlaus. Hún hefur afleiðingar. Að þekkja óskir deyjandi einstaklinga Þegar dauðinn færist nær eru aðstandendur margir hverjir tilfinningalega óundirbúnir. Skortur á samtali veldur því að erfitt getur verið að ræða lífslok og þær óskir sem viðkomandi hefur, svo sem hvort hann vilji áframhaldandi inngrip eða velja frekar friðsælli leið. Afleiðingarnar geta verið djúpstæðar fyrir þann sem er að deyja. Fyrir aðstandendur getur sorgin orðið erfiðari og fylgt eftirsjá. Ágreiningur getur skapast um ákvarðanir sem hinn látni hefði sjálfur getað tekið og sátt hefði verið um, ef samtalið hefði átt sér stað. Stundum er ekki þörf á að lækna fram á síðustu stundu Þegar dauðinn er ekki ræddur heldur vonin um lækningu oft völdum, jafnvel þótt hún sé ekki lengur raunhæf. Afleiðingin getur verið sú að sjúklingar gangast undir árangurslausar og íþyngjandi meðferðir, jafnvel á síðustu dögum lífsins. Skortur á samtali veldur því einnig að líknarmeðferð hefst stundum of seint. Deyjandi einstaklingur missir þá af mikilvægum tækifærum til að velja, eins og hvort hann vili deyja heima, umkringdur sínum nánustu, eða nýta rétt sinn til dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Það eru þó ekki aðeins deyjandi einstaklingar sem missir af dýrmætum augnablikum. Ástvinir glata einnig tækifærum til að hlusta og skilja, kveðja og vera til staðar. Þögnin veldur ótta og einangrun Í menningu þar sem dauðinn er ósýnilegur getur hann orðið ógnvekjandi. Margir deyjandi einstaklingar glíma í einrúmi við óttann um það sem fram undan er og sitja uppi með spurningar sem enginn vill svara eða ræða. Í stað þess að vera tími tengsla, friðar og virðingar verður dauðinn að einhverju óþægilegu sem við reynum að ýta frá okkur. Hvað hjálpar til við að opna umræðuna um dauðann? Það eru til fjölmargar leiðir til að rjúfa þögnina og skapa aðstæður þar sem hægt er að ræða lífslok af opnum hug. Það þarf ekki mikið til – oft nægir öruggt rými og viðurkenning á því að þessi umræða sé ekki aðeins leyfileg heldur nauðsynleg. Hér eru nokkrar áhrifaríkar leiðir: Persónulegar frásagnir og listir. Kvikmyndir á borð við My Sister's Keeper, sem varpar ljósi á siðferðilegar spurningar um líf, dauða og sjálfsákvörðunarrétt, og The Room Next Door, sem fjallar um dánaraðstoð og þá nánd sem skapast þegar dauðinn er meðvitað valinn, geta verið öflug leið til að opna umræðuna um dauðann. Þær hjálpa okkur að horfast í augu við eigin tilfinningar og viðhorf. Listform á borð við leiklist, bókmenntir og ljósmyndun bjóða sömuleiðis upp á ígrundun um lífið og tilveruna og skapa rými fyrir samtal. Dauðakaffi – óformlegt samtal í öruggu umhverfi. Dauðakaffi, sem hafa verið haldin víða um heim og einnig hér á landi, eru óformlegir samverufundir þar sem fólk ræðir dauðann yfir kaffibolla, í opnu og fordómalausu umhverfi. Markmiðið er að rjúfa þögnina sem oft umlykur dauðann og stuðla að einlægri umræðu um þetta viðkvæma en mikilvæga efni. Framtíðarundirbúningur. Að ræða síðustu óskir, fylla út lífsskrá eða undirbúa útför með sínum nánustu getur opnað leiðir inn í dýpri umræðu um lífið og hvað skiptir máli þegar lífslokin nálgast. Slíkar umræður styrkja tengsl og veita öryggi, bæði þeim sem nálgast dauðann og þeim sem eftir lifa. Heyra þekkta einstaklinga deila reynslu sinni. Þegar þekktir einstaklingar deila reynslu sinni af alvarlegum veikindum eða lífslokum – eigin eða ástvina – getur það haft djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu. Það sendir skýr skilaboð: Það er í lagi að tala um dauðann, vera viðkvæmur og spyrja spurninga um það sem við öll munum einhvern tímann standa frammi fyrir. Stefán Karl Stefánsson, leikari heitinn, og eiginkona hans, ræddu veikindi hans af einlægni. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur í skrifum sínum fjallað um dauða eiginmanns síns og mikilvægi þess að tala opinskátt um sorgina og dauðann. Frásagnir þeirra hafa hjálpað til við að rjúfa þögnina á Íslandi og veitt öðrum í svipuðum aðstæðum styrk og rými til eigin umræðu. Lokaorð Að tala um dauðann er í raun að tala um lífið – um það sem skiptir okkur máli, um hvernig við viljum lifa og um hvað við viljum skilja eftir. Það þarf ekki að byrja á stóru samtali. Lítið spjall getur verið fyrsta skrefið. Og það getur skipt öllu máli. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
„Dauðinn er ekki andstæða lífs heldur hluti af því“ skrifaði japanski rithöfundurinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir þessa staðreynd ríkir oft þögn um dauðann. Í mörgum samfélögum er hann bundinn við sjúkrahús, fjarlægur daglegu lífi og helst ekki ræddur fyrr en nauðsyn krefur – ef þá yfirhöfuð. En þessi þögn er ekki skaðlaus. Hún hefur afleiðingar. Að þekkja óskir deyjandi einstaklinga Þegar dauðinn færist nær eru aðstandendur margir hverjir tilfinningalega óundirbúnir. Skortur á samtali veldur því að erfitt getur verið að ræða lífslok og þær óskir sem viðkomandi hefur, svo sem hvort hann vilji áframhaldandi inngrip eða velja frekar friðsælli leið. Afleiðingarnar geta verið djúpstæðar fyrir þann sem er að deyja. Fyrir aðstandendur getur sorgin orðið erfiðari og fylgt eftirsjá. Ágreiningur getur skapast um ákvarðanir sem hinn látni hefði sjálfur getað tekið og sátt hefði verið um, ef samtalið hefði átt sér stað. Stundum er ekki þörf á að lækna fram á síðustu stundu Þegar dauðinn er ekki ræddur heldur vonin um lækningu oft völdum, jafnvel þótt hún sé ekki lengur raunhæf. Afleiðingin getur verið sú að sjúklingar gangast undir árangurslausar og íþyngjandi meðferðir, jafnvel á síðustu dögum lífsins. Skortur á samtali veldur því einnig að líknarmeðferð hefst stundum of seint. Deyjandi einstaklingur missir þá af mikilvægum tækifærum til að velja, eins og hvort hann vili deyja heima, umkringdur sínum nánustu, eða nýta rétt sinn til dánaraðstoðar þar sem hún er leyfð. Það eru þó ekki aðeins deyjandi einstaklingar sem missir af dýrmætum augnablikum. Ástvinir glata einnig tækifærum til að hlusta og skilja, kveðja og vera til staðar. Þögnin veldur ótta og einangrun Í menningu þar sem dauðinn er ósýnilegur getur hann orðið ógnvekjandi. Margir deyjandi einstaklingar glíma í einrúmi við óttann um það sem fram undan er og sitja uppi með spurningar sem enginn vill svara eða ræða. Í stað þess að vera tími tengsla, friðar og virðingar verður dauðinn að einhverju óþægilegu sem við reynum að ýta frá okkur. Hvað hjálpar til við að opna umræðuna um dauðann? Það eru til fjölmargar leiðir til að rjúfa þögnina og skapa aðstæður þar sem hægt er að ræða lífslok af opnum hug. Það þarf ekki mikið til – oft nægir öruggt rými og viðurkenning á því að þessi umræða sé ekki aðeins leyfileg heldur nauðsynleg. Hér eru nokkrar áhrifaríkar leiðir: Persónulegar frásagnir og listir. Kvikmyndir á borð við My Sister's Keeper, sem varpar ljósi á siðferðilegar spurningar um líf, dauða og sjálfsákvörðunarrétt, og The Room Next Door, sem fjallar um dánaraðstoð og þá nánd sem skapast þegar dauðinn er meðvitað valinn, geta verið öflug leið til að opna umræðuna um dauðann. Þær hjálpa okkur að horfast í augu við eigin tilfinningar og viðhorf. Listform á borð við leiklist, bókmenntir og ljósmyndun bjóða sömuleiðis upp á ígrundun um lífið og tilveruna og skapa rými fyrir samtal. Dauðakaffi – óformlegt samtal í öruggu umhverfi. Dauðakaffi, sem hafa verið haldin víða um heim og einnig hér á landi, eru óformlegir samverufundir þar sem fólk ræðir dauðann yfir kaffibolla, í opnu og fordómalausu umhverfi. Markmiðið er að rjúfa þögnina sem oft umlykur dauðann og stuðla að einlægri umræðu um þetta viðkvæma en mikilvæga efni. Framtíðarundirbúningur. Að ræða síðustu óskir, fylla út lífsskrá eða undirbúa útför með sínum nánustu getur opnað leiðir inn í dýpri umræðu um lífið og hvað skiptir máli þegar lífslokin nálgast. Slíkar umræður styrkja tengsl og veita öryggi, bæði þeim sem nálgast dauðann og þeim sem eftir lifa. Heyra þekkta einstaklinga deila reynslu sinni. Þegar þekktir einstaklingar deila reynslu sinni af alvarlegum veikindum eða lífslokum – eigin eða ástvina – getur það haft djúpstæð áhrif á samfélagslega umræðu. Það sendir skýr skilaboð: Það er í lagi að tala um dauðann, vera viðkvæmur og spyrja spurninga um það sem við öll munum einhvern tímann standa frammi fyrir. Stefán Karl Stefánsson, leikari heitinn, og eiginkona hans, ræddu veikindi hans af einlægni. Rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir hefur í skrifum sínum fjallað um dauða eiginmanns síns og mikilvægi þess að tala opinskátt um sorgina og dauðann. Frásagnir þeirra hafa hjálpað til við að rjúfa þögnina á Íslandi og veitt öðrum í svipuðum aðstæðum styrk og rými til eigin umræðu. Lokaorð Að tala um dauðann er í raun að tala um lífið – um það sem skiptir okkur máli, um hvernig við viljum lifa og um hvað við viljum skilja eftir. Það þarf ekki að byrja á stóru samtali. Lítið spjall getur verið fyrsta skrefið. Og það getur skipt öllu máli. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun