Einn rólegur, annar afar ósáttur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2025 21:23 Sigurjón Þ. Árnason er heldur rólegri yfir fréttum af hlerunum sérstaks saksóknara en Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Vísir Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns. Fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara eru grunaðir um að hafa stolið yfir á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum í tengslum við rannsóknir embættisins á svokölluðum hrunmálum á árunum 2009-2011. Þeir hafi svo nýtt gögnin í þágu eigin njósnafyrirtækis að nafni PPP og reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Þetta er meðal þess sem RÚV greindi frá í Kastljósi í gær en þar var jafnframt sýnt frá upptökum sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum. Grunsemdir embættisins hafi reynst réttar PPP var stofnað árið 2011 af Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009 en hættu þar í upphafi árs 2012. Sérstakur saksóknari kærði svo þá félaga árið 2012 vegna gruns um að þeir hefðu haft á brott með sér gögn um félagið Milestone. Ríkissaksóknari ákvað hins vegar að fara ekki lengra með málið þá. Sjá einnig: Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Ólafur Þór Hauksson sem fór fyrir embætti sérstaks saksóknara sagði málið afar alvarlegt í samtali við fréttastofu í dag. Þá hafi grunsemdir embættisins varðandi þá félaga á sínum tíma reynst réttar. Fréttastofa hafði samband við ríkissaksóknara í dag vegna málsins sem sagði í ítarlegu svari að málið gegn tvímenningunum hafi verið fellt niður á sínum tíma þar sem það sem fram kom við rannsóknina þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hins vegar sé saksóknari nú með tvö erindi til meðferðar vegna gagnalekans. Einn rólegur yfir upptökunum, annar afar ósáttur Í þættinum í gær kom fram að alls væru til staðar upptökur af símtölum frá á öðrum tug einstaklinga sem tengdust svokölluðum hrunmálum. Fréttastofa hafði samband við Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans á árunum fyrir hrun, en hann er einn þeirra sem var hleraður samkvæmt gagnalekanum. Sjá einnig: „Alröng niðurstaða“ Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. Hann hafi verið upplýstur af Sérstökum saksóknara um símhleranirnar nokkrum árum eftir að þær voru gerðar. Embætti hafi haft heimild til að hlera hann á þessum tíma. Málið snerti sig ekki á neinn hátt í dag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankamaður var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Hann segist hafa vitað af hlerunum embættisins á sínum tíma. Hann hafi kært þær og þær hafi verið dæmdar ólöglegar á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af hlerununum sem komu fram í Kastljósi í gær. „Það hvort tveir ógæfumenn hafi tekið til handagagns upplýsingar frá embættinu eða ekki er eiginlega hliðarsaga. Stóra málið er að embættið var með í vörslu sinni hlustanir sem það hafði aflað ólöglega af borgurum þessa lands og geymt ólöglega í gagnagrunni hjá sér. Það er stóra málið og gefur manni innsýn í kerfisbundinna brotalöm á meðferð embættisins á trúnaðarupplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur íhugar að leita réttar síns. „Gallinn við þessar uppljóstranir sýna að þetta var alls ekki í lagi og við verðum að spyrja hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur,“ segir Þorvaldur. Lögmennska Hrunið Lögreglan Fjármálafyrirtæki Dómsmál Dómstólar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara eru grunaðir um að hafa stolið yfir á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum í tengslum við rannsóknir embættisins á svokölluðum hrunmálum á árunum 2009-2011. Þeir hafi svo nýtt gögnin í þágu eigin njósnafyrirtækis að nafni PPP og reynt að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Þetta er meðal þess sem RÚV greindi frá í Kastljósi í gær en þar var jafnframt sýnt frá upptökum sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum. Grunsemdir embættisins hafi reynst réttar PPP var stofnað árið 2011 af Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009 en hættu þar í upphafi árs 2012. Sérstakur saksóknari kærði svo þá félaga árið 2012 vegna gruns um að þeir hefðu haft á brott með sér gögn um félagið Milestone. Ríkissaksóknari ákvað hins vegar að fara ekki lengra með málið þá. Sjá einnig: Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður Ólafur Þór Hauksson sem fór fyrir embætti sérstaks saksóknara sagði málið afar alvarlegt í samtali við fréttastofu í dag. Þá hafi grunsemdir embættisins varðandi þá félaga á sínum tíma reynst réttar. Fréttastofa hafði samband við ríkissaksóknara í dag vegna málsins sem sagði í ítarlegu svari að málið gegn tvímenningunum hafi verið fellt niður á sínum tíma þar sem það sem fram kom við rannsóknina þótti ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis. Hins vegar sé saksóknari nú með tvö erindi til meðferðar vegna gagnalekans. Einn rólegur yfir upptökunum, annar afar ósáttur Í þættinum í gær kom fram að alls væru til staðar upptökur af símtölum frá á öðrum tug einstaklinga sem tengdust svokölluðum hrunmálum. Fréttastofa hafði samband við Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans á árunum fyrir hrun, en hann er einn þeirra sem var hleraður samkvæmt gagnalekanum. Sjá einnig: „Alröng niðurstaða“ Hann sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar áhyggjur af málinu. Hann hafi verið upplýstur af Sérstökum saksóknara um símhleranirnar nokkrum árum eftir að þær voru gerðar. Embætti hafi haft heimild til að hlera hann á þessum tíma. Málið snerti sig ekki á neinn hátt í dag. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson fyrrverandi bankamaður var til rannsóknar hjá embættinu eftir hrun. Hann segist hafa vitað af hlerunum embættisins á sínum tíma. Hann hafi kært þær og þær hafi verið dæmdar ólöglegar á sínum tíma. Hann segist hins vegar ekki hafa vitað af hlerununum sem komu fram í Kastljósi í gær. „Það hvort tveir ógæfumenn hafi tekið til handagagns upplýsingar frá embættinu eða ekki er eiginlega hliðarsaga. Stóra málið er að embættið var með í vörslu sinni hlustanir sem það hafði aflað ólöglega af borgurum þessa lands og geymt ólöglega í gagnagrunni hjá sér. Það er stóra málið og gefur manni innsýn í kerfisbundinna brotalöm á meðferð embættisins á trúnaðarupplýsingum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur íhugar að leita réttar síns. „Gallinn við þessar uppljóstranir sýna að þetta var alls ekki í lagi og við verðum að spyrja hvað ætlar æðsti maður dómsmála í landinu og sérstakur saksóknari að gera til að við fáum mögulega tiltrú á að starfshættir séu í samræmi við lög og reglur,“ segir Þorvaldur.
Lögmennska Hrunið Lögreglan Fjármálafyrirtæki Dómsmál Dómstólar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira