„Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2025 21:31 Bæði almenningur og fagfjárfestar fá að kaupa í næsta hlutafjárútboði á Íslandsbanka. Snorri Jakobsson hagfræðingur segir mikilvægt að flýta sér hægt í fyrirhuguðu útboði. Hann segir íslenska banka með öruggari fjárfestingarkostum. Vísir Bæði almenningur og fagfjárfestar munu geta keypt í Íslandsbanka í fyrirhugðu útboði stjórnvalda á eignarhlut í bankanum. Sérfræðingur á fjármálamarkaði ráðleggur ríkisstjórninni að flýta sér hægt og hafa upplýsingagjöf í lagi. Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri. Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Önnur umræða um frumvarp um sölu ríkisins á eignarhlut í Íslandsbanka fór fram á Alþingi í dag. Þar var breytingartillaga fjármálaráðherra tekin fyrir og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. Atkvæðagreiðslu var frestað að lokinni umræðu í dag. Samkvæmt núverandi frumvarpi verður salan á bankanum því þrískipt eða fyrir almenning, lögaðila og fagfjárfesta en alls á ríkið ríflega fjörutíu prósent í bankanum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á síðasta útboði Í síðustu viku var auglýst eftir söluaðilum vegna fyrirhugaðs útboðs og lauk fresti til að sækja um á föstudaginn. Verið er að vinna úr umsóknum samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fjármálaeftirlitið hefur hins vegar enn ekki lokið að fullu rannsókn á söluaðilum sem seldu í síðasta útboði á Íslandsbanka samkvæmt upplýsingum fréttatofu en sú athugun hófst fyrir tæpum þremur árum. Fjámálaráðherra sagði um helgina að til stæði að selja bankann á næstu vikum. Mikilvægt að læra af fyrri mistökum Snorri Jakobsson hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir mikilvægt að flýta sér hægt og læra af fyrri mistökum varðandi sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. „Það þarf að undirbúa söluna vel. Alltaf þegar verið er að vinna svona útboð hratt er hætta á smærri mistökum. Það gerist þegar tíminn er skammur og allir að vinna af miklu kappi. Það er betra að taka lengri tíma og vanda sig betur. Sömuleiðis þarf að hafa upplýsingagjöfina miklu betri en hún var í síðasta útboði. Það þarf því ekki að drífa að selja bankann á næstu vikum. Það er betra að gefa sér tíma og selja hann eftir fjórar til fimm vikur,“ segir Snorri. Örugg fjárfesting Snorri telur að fólk hafi mikinn áhuga á að kaupa í bankanum því hlutabréf í honum séu með öruggari fjárfestingum. „Íslenskir bankar eru með belti axlabönd, sikrisnælur og hjálma. Þeir eru með alla öryggisventla sem til eru í samanburði við banka erlendis. Ég held að það sé mikill áhugi á að kaupa í bankanum í næsta útboði,“ segir Snorri.
Íslandsbanki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira