Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 20:53 Achraf Hakimi fagnar marki sínu fyrir Paris Saint-Germain i kvöld en þar fór hann langt með að tryggja sætið í úrslitaleiknum. Getty/David Ramos Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. Parísarliðið vann fyrri leikinn 1-0 í London og þar með einvígið 3-1 samanlagt. Það verða því franska liðið og Internazionale frá Ítalíu sem spila til úrslita í Meistaradeildinni í München í ár. PSG var líka í úrslitaleiknum fyrir fimm árum en franska félagið hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Arsenal byrjaði leikinn í kvöld vel en náði ekki að ógna mark PSG nægilega mikið á þessum góðu upphafsmínútum liðsins. PSG skaut aftur á móti í stöng í fyrstu sókn sinni (Kvicha Kvaratskhelia) og skoraði síðan úr föstu leikatriði. Arsenal menn skölluðu þá aukaspyrnu frá marki sínu en þó ekki lengra en út á vítateigslínu þar sem Fabián Ruiz lagði boltann fyrir sig og skoraði með flottu skoti. 1-0 í hálfleik og Arsenal þurfti því tvö mörk í síðari hálfleik. PSG fékk dauðafæri til að auka muninn þegar dómarinn fór í skjáinn og dæmdi hendi á Myles Lewis-Skelly. Gott dæmi um það þegar verið er að nota Varsjána til að dæma leikinn en ekki að leiðrétta mistök. David Raya hélt sínu liði á lífi með því að verja lélega vítaspyrnu Vitinha. Þetta var samt stutt gaman því aðeins þremur mínútum síðar var Achraf Hakimi búinn að koma PSG í 2-0 eftir sendingu frá Ousmane Dembélé. Útlitið svart hjá enska liðinu enda þremur mörkum undir samanlagt. Arsenal gafst samt ekki upp og Bukayo Saka minnkaði muninn á 76. mínútu. Fjórtán mínútur eftir og Arsenal þurfti tvö mörk. Saka fékk algjört dauðafæri stuttu síðar en skaut yfir. Mark þar hefði breytt miklu og sett mikla pressu á heimamenn. Þess í stað rann leikurinn út án þess að Arsenal næði að ógna heimamönnum mikið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. Parísarliðið vann fyrri leikinn 1-0 í London og þar með einvígið 3-1 samanlagt. Það verða því franska liðið og Internazionale frá Ítalíu sem spila til úrslita í Meistaradeildinni í München í ár. PSG var líka í úrslitaleiknum fyrir fimm árum en franska félagið hefur aldrei unnið Meistaradeildina. Arsenal byrjaði leikinn í kvöld vel en náði ekki að ógna mark PSG nægilega mikið á þessum góðu upphafsmínútum liðsins. PSG skaut aftur á móti í stöng í fyrstu sókn sinni (Kvicha Kvaratskhelia) og skoraði síðan úr föstu leikatriði. Arsenal menn skölluðu þá aukaspyrnu frá marki sínu en þó ekki lengra en út á vítateigslínu þar sem Fabián Ruiz lagði boltann fyrir sig og skoraði með flottu skoti. 1-0 í hálfleik og Arsenal þurfti því tvö mörk í síðari hálfleik. PSG fékk dauðafæri til að auka muninn þegar dómarinn fór í skjáinn og dæmdi hendi á Myles Lewis-Skelly. Gott dæmi um það þegar verið er að nota Varsjána til að dæma leikinn en ekki að leiðrétta mistök. David Raya hélt sínu liði á lífi með því að verja lélega vítaspyrnu Vitinha. Þetta var samt stutt gaman því aðeins þremur mínútum síðar var Achraf Hakimi búinn að koma PSG í 2-0 eftir sendingu frá Ousmane Dembélé. Útlitið svart hjá enska liðinu enda þremur mörkum undir samanlagt. Arsenal gafst samt ekki upp og Bukayo Saka minnkaði muninn á 76. mínútu. Fjórtán mínútur eftir og Arsenal þurfti tvö mörk. Saka fékk algjört dauðafæri stuttu síðar en skaut yfir. Mark þar hefði breytt miklu og sett mikla pressu á heimamenn. Þess í stað rann leikurinn út án þess að Arsenal næði að ógna heimamönnum mikið.
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn