Williams bræður ekki til Manchester Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 14:33 Nico og Inaki Williams verður hvorugur með á Old Trafford. Jay Barratt - AMA/Getty Images Athletic Bilbao verður án sterkra pósta þegar liðið sækir Manchester United heim í síðari leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United leiðir einvígið 3-0. Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Leikmenn Manchester United hafa fyrir töluverðu síðan sett öll sín egg í sömu körfuna. Enska úrvalsdeildin er aukaatriði og allt kapp er lagt á Evrópudeildina. Sigur þar mun skila sæti í Meistaradeild Evrópu að ári, sama hversu neðarlega liðið endar í deildinni. Rúben Amorim, þjálfari liðsins, hvíldi fjölmarga leikmenn í 4-3 tapi fyrir Brentford í deildinni um helgina og mun stilla upp sínu sterkasta liði annað kvöld. Manchester United stendur vel að vígi eftir 3-0 sigur í Baskalandi fyrir tæpri viku síðan. Athletic Bilbao mætir aftur á móti með vængbrotið lið til leiks. Bræðurnir Inaki og Nico Williams, sem eru helstu sóknarógnir Baskaliðsins, eru hvergi sjáanlegir í leikmannahópi liðsins sem heldur til Manchester í dag. Þá er Oihan Sanchet, lykilmaður á miðju liðsins, einnig fjarverandi. Nico, sá yngri, missti af grannaslag helgarinnar við Real Sociedad á meðan Inaki var skipt af velli eftir rúman klukkutíma. Hvorugur er klár í slaginn á morgun og verða þeir eftir í Bilbao. Ljóst er að brekkan verður þannig enn brattari fyrir lið Athletic sem vonast eftir því að geta spilað úrslitaleik keppninnar á heimavelli, en úrslitaleikurinn fer fram á San Mamés-vellinum í Bilbao þann 21. maí. Sigurlið einvígisins mætir annað hvort Tottenham Hotspur eða Bodö/Glimt frá Noregi í úrslitum. Tottenham leiðir 3-1 fyrir leik morgundagsins í Noregi og er útlit fyrir enskan úrslitaleik. Leikur Manchester United og Athletic Bilbao er klukkan 19:00 annað kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Evrópudeild UEFA Enski boltinn Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Sjá meira