Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti blaðamenn við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar. Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira