Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2025 10:31 Markus Mahr var illa útleikinn eftir brotið og þurfti að fara beint í aðgerð. Skjáskot/Facebook Króatinn Ivan Horvat, leikmaður Alpla Hard í Austurríki, hefur verið dæmdur í fordæmalaust bann vegna grófs brots sem átti sér stað í leik við Bregenz á dögunum. Bannið er til 26 mánaða. Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki. Handbolti Austurríki Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki.
Handbolti Austurríki Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira