Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:45 Stamford Bridge hefur verið heimavöllur Chelsea frá árinu 1905 en það er ekkert pláss á svæðinu til að stækka leikvanginn almennilega enda í miðju íbúðahverfi og rétt við lestarteina. Getty/Liverpool FC Árið 2042 er óralangt í burtu en gæti verið stórt ár fyrr þolinmóða stuðningsmenn, starfsmenn og eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea. Chelsea spilar á Stamford Bridge leikvanginum en það er löngu ljóst að leikvangurinn stenst ekki lengur samanburð við leikvanga hinna stóru félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur verið því með nýjan leikvang á borðinu í nokkurn tíma en þrátt fyrir það gæti samt verið löng bið í hann. „Ég veit ekki hvort að það verði af þessu því það er svo margt sem stendur í veginum,“ sagði svissneski miðilljarðamæringurinn Hansjörg Wyss við Daily Mail en hann er í eigandahópi Chelsea. Stamford Bridge er í dag bara níundi stærsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar en hann tekur 41 þúsund manns í sæti. Þetta eru 33 þúsund færri sæti en hjá Manchester United sem ætlar líka að stækka við sig á næstu árum. Þetta eru meira að segja níu þúsund færri sæti en hjá b-deildarliði Sunderland. Þegar Todd Boehly og fjárfestingahópur hans tóku yfir Chelsea fyrir þremur árum þá var markmiðið að fá nýjan leikvang á næstu fimmtán til tuttugu árum. Vandamálið er að fá leyfi í London fyrir nýjan leikvang og sá gríðarlegi kostnaður sem fylgir því að byggja leikvang í borginni. Aftonblaðið fjallar um þetta. „Ég held að allir átti sig á því að félag sem er eins stórt og Chelsea verður að vera með leikvang í takt við stærð félagsins,“ sagði Todd Boehly þá en nú eru uppi áhyggjur innan félagsins að það sé mögulega langur tími í nýjan leikvang. Nýi leikvangurinn átti að taka sextíu þúsund manns í sæti og kosta yfir fjögur hundruð milljarða króna árið 2022 en sá kostnaður hefur nú rokið upp úr öllu valdi. Samkvæmt frétt Daily Mail þá gæti Chelsea þurft að bíða til ársins 2042 eftir nýjum leikvangi. Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Chelsea spilar á Stamford Bridge leikvanginum en það er löngu ljóst að leikvangurinn stenst ekki lengur samanburð við leikvanga hinna stóru félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur verið því með nýjan leikvang á borðinu í nokkurn tíma en þrátt fyrir það gæti samt verið löng bið í hann. „Ég veit ekki hvort að það verði af þessu því það er svo margt sem stendur í veginum,“ sagði svissneski miðilljarðamæringurinn Hansjörg Wyss við Daily Mail en hann er í eigandahópi Chelsea. Stamford Bridge er í dag bara níundi stærsti leikvangur ensku úrvalsdeildarinnar en hann tekur 41 þúsund manns í sæti. Þetta eru 33 þúsund færri sæti en hjá Manchester United sem ætlar líka að stækka við sig á næstu árum. Þetta eru meira að segja níu þúsund færri sæti en hjá b-deildarliði Sunderland. Þegar Todd Boehly og fjárfestingahópur hans tóku yfir Chelsea fyrir þremur árum þá var markmiðið að fá nýjan leikvang á næstu fimmtán til tuttugu árum. Vandamálið er að fá leyfi í London fyrir nýjan leikvang og sá gríðarlegi kostnaður sem fylgir því að byggja leikvang í borginni. Aftonblaðið fjallar um þetta. „Ég held að allir átti sig á því að félag sem er eins stórt og Chelsea verður að vera með leikvang í takt við stærð félagsins,“ sagði Todd Boehly þá en nú eru uppi áhyggjur innan félagsins að það sé mögulega langur tími í nýjan leikvang. Nýi leikvangurinn átti að taka sextíu þúsund manns í sæti og kosta yfir fjögur hundruð milljarða króna árið 2022 en sá kostnaður hefur nú rokið upp úr öllu valdi. Samkvæmt frétt Daily Mail þá gæti Chelsea þurft að bíða til ársins 2042 eftir nýjum leikvangi.
Enski boltinn Mest lesið Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira