Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 6. maí 2025 06:32 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Það er mikið fagnaðarefni að sjá árangur í rekstri borgarinnar en ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfall borgarinnar fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Ég hef því tekið saman 27 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögunum var skilað inn á samráðsvef borgarinnar 30. apríl s.l.Hér birtist þriðjiog síðastihluti tillögupakkans sem snýr að umbótum í þjónustu Reykjavíkurborgar. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 3: UMBÆTUR Í ÞJÓNUSTU Tillaga 21 – Endurnýta og deila efni í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Mikill tími starfsfólks fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunar. Með því að búa til gagnagrunn í skýinu fyrir efni frá öllum skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar er hægt að nýta efnið þvert á borgina og draga úr undirbúningstíma sem fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunnar. Með þessu skapast einnig tækifæri til að nýta betur góðar hugmyndir í skóla og frístundastarfi og þar með auka gæði skóla- og frístundastarfs. Tillaga 22 - Stafvæða og einfalda ferla Með því að einfalda og stafvæða fleiri umsóknar- og þjónustuferla innan borgarkerfisins má fækka handtökum starfsfólks, bæta þjónustu og auka skilvirkni. Sem og að auka hraða og gagnsæi í afgreiðslu umsókna, draga úr pappírsnotkun og einfalda innri verkferla, minnka álag og bæta nýtingu á tíma starfsfólks og þjónustuupplifun íbúa. Tillaga 23 - Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni, þ.e. tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Með markvissri innleiðingu má auka skilvirkni, eftirlit og gæði þjónustu, stuðla að betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjölga þeim sem fá þjónustu velferðarsviðs. Tillaga 24 - Sveigjanleg mönnun í leikskólum Ráða starfsfólk sem er ekki bundið einum leikskóla heldur starfar þvert á skólahverfi og róterar eftir mönnunarþörf hverju sinni. Með því má hugsanlega spara tíma starfsfólks á afleysingarstofu, auka sveigjanleika, draga úr tímabundnum lokunum vegna manneklu og bæta fyrirsjáanleika í rekstri leikskóla. Tillaga 25 - Hlutirnir hugsaðir til enda - uppbygging og endurbætur Við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði verði hlutirnir hugsaðir til enda frá upphafi t.a.m. þegar kemur að algildri hönnun, lýsingu, loftræstingu og hljóðvist. Með því sparast að tvítaka þurfi vinnu og þannig er dregið úr kostnaði. Áður en útboð á sér stað fylgi greining frá aðgengisfulltrúa borgarinnar til að tryggja að horft sé til aðgengis áður en verkið hefst. Tillaga 26 – Markviss innleiðing gervigreindar Innleiða gervigreindarlausnir í starfsemi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustuupplifun og styðja við hraðari og nákvæmari gagnavinnslu og greiningar. Með slíkri innleiðingu má einnig draga úr álagi á starfsfólk og skapa ný tækifæri til nýsköpunar í opinberri þjónustu. Tillaga 27 - Nýta mannauð borgarinnar betur Nýta menntun og reynslu starfsfólks betur í starfi borgarinnar í stað þess að ráða inn nýtt starfsfólk eða kaupa aðkeypta þjónustu til að sinna einstökum verkefnum. Aðstoða starfsfólk við að fá viðurkennt nám erlendis frá. Hluti 1/3 má lesa hér Hluti 2/3 má lesa hér Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við í Framsókn stýrðum borginni náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í 4,7 milljarða afgang árið 2024. Það er mikið fagnaðarefni að sjá árangur í rekstri borgarinnar en ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldahlutfall borgarinnar fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Ég hef því tekið saman 27 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögunum var skilað inn á samráðsvef borgarinnar 30. apríl s.l.Hér birtist þriðjiog síðastihluti tillögupakkans sem snýr að umbótum í þjónustu Reykjavíkurborgar. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 3: UMBÆTUR Í ÞJÓNUSTU Tillaga 21 – Endurnýta og deila efni í leik- og grunnskólum og frístundastarfi Mikill tími starfsfólks fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunar. Með því að búa til gagnagrunn í skýinu fyrir efni frá öllum skólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar er hægt að nýta efnið þvert á borgina og draga úr undirbúningstíma sem fer í það að búa til efni til kennslu og frístundaiðkunnar. Með þessu skapast einnig tækifæri til að nýta betur góðar hugmyndir í skóla og frístundastarfi og þar með auka gæði skóla- og frístundastarfs. Tillaga 22 - Stafvæða og einfalda ferla Með því að einfalda og stafvæða fleiri umsóknar- og þjónustuferla innan borgarkerfisins má fækka handtökum starfsfólks, bæta þjónustu og auka skilvirkni. Sem og að auka hraða og gagnsæi í afgreiðslu umsókna, draga úr pappírsnotkun og einfalda innri verkferla, minnka álag og bæta nýtingu á tíma starfsfólks og þjónustuupplifun íbúa. Tillaga 23 - Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni Setja aukinn kraft í innleiðingu á velferðartækni, þ.e. tækni sem er notuð til þess að viðhalda eða auka öryggi, virkni eða sjálfstæði fólks í daglegu lífi. Með markvissri innleiðingu má auka skilvirkni, eftirlit og gæði þjónustu, stuðla að betri nýtingu á tíma starfsfólks og fjölga þeim sem fá þjónustu velferðarsviðs. Tillaga 24 - Sveigjanleg mönnun í leikskólum Ráða starfsfólk sem er ekki bundið einum leikskóla heldur starfar þvert á skólahverfi og róterar eftir mönnunarþörf hverju sinni. Með því má hugsanlega spara tíma starfsfólks á afleysingarstofu, auka sveigjanleika, draga úr tímabundnum lokunum vegna manneklu og bæta fyrirsjáanleika í rekstri leikskóla. Tillaga 25 - Hlutirnir hugsaðir til enda - uppbygging og endurbætur Við uppbyggingu og endurbætur á húsnæði verði hlutirnir hugsaðir til enda frá upphafi t.a.m. þegar kemur að algildri hönnun, lýsingu, loftræstingu og hljóðvist. Með því sparast að tvítaka þurfi vinnu og þannig er dregið úr kostnaði. Áður en útboð á sér stað fylgi greining frá aðgengisfulltrúa borgarinnar til að tryggja að horft sé til aðgengis áður en verkið hefst. Tillaga 26 – Markviss innleiðing gervigreindar Innleiða gervigreindarlausnir í starfsemi Reykjavíkurborgar með það að markmiði að auka skilvirkni, bæta þjónustuupplifun og styðja við hraðari og nákvæmari gagnavinnslu og greiningar. Með slíkri innleiðingu má einnig draga úr álagi á starfsfólk og skapa ný tækifæri til nýsköpunar í opinberri þjónustu. Tillaga 27 - Nýta mannauð borgarinnar betur Nýta menntun og reynslu starfsfólks betur í starfi borgarinnar í stað þess að ráða inn nýtt starfsfólk eða kaupa aðkeypta þjónustu til að sinna einstökum verkefnum. Aðstoða starfsfólk við að fá viðurkennt nám erlendis frá. Hluti 1/3 má lesa hér Hluti 2/3 má lesa hér Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun