Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 13:45 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur Ívar/AP Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“ Bretland England Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Umbótaflokkur Nigel Farage vann stórsigur í sveitastjórnarkosningum í Englandi á fimmtudaginn á meðan að Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn biðu afhroð og hlutu aðeins 35 prósenta atkvæða samanlagt sem er sögulega lágt. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur ræddi þennan tímamótasigur Umbótaflokksins eða Reform UK í Sprengisandi í morgun og sagði til að mynda sigurinn merki um uppstokkun í pólitísku landslagi hins vestræna heims. „Engu að síður þá er sigurinn það mikill að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort Reform geti hreinlega tekið við stöðu Íhaldsflokksins, annar tveggja megin flokka í breskum stjórnmálum. Það sé hugsanlega í spilunum að Íhaldsflokkurinn bara fari niður í aðra deild breskra stjórnmála.“ Síðast hafi slíkur atburður átt sér stað í sögu Bretlands árið 1922 þegar að Verkamannaflokkurinn steypti Frjálslyndaflokknum af stalli. Eiríkur minnir þó á að Farage hafi áður lýst yfir því að flokkur sinn myndi taka við Íhaldsflokknum en ári síðar vann Íhaldsflokkurinn stórsigur. Framganga Farage og félaga sé merki um nýja tegund skautun víða um heim. „Stjórnmál í Evrópu hafa verið háð innan hefðbundinna marka, þess hægris og þess vinstris sem við höfum vanist. Það sem við getum kallað hófstillt pólitík. Núna eru að koma miklu harðari öfl upp, sérstaklega í Evrópu, hægra megin.“ Hann nefnir sem dæmi stöðuna í Ungverjalandi, Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). „Svo gerist það á móti að sósíaldemókratísk öfl eru að vaxa gríðarlega annars staðar. Þetta er partur af þessari skringilegu skautun sem er ekki á milli hins hefðbundna hægri og vinstri heldur á milli íhaldssemi og frjálslyndis.“
Bretland England Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira