Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. maí 2025 11:02 Sonur fórnarlambsins hefur auðgast á rafmyntum. EPA/Patrick Seeger Faðir manns sem auðgast hefur mjög á sölu rafmynta var frelsaður í lögreglu aðgerð í París í gær. Hann hafði verið frelsissviptur og haldið í gíslingu af glæpasamtökum í tvo sólarhringa gegn gjaldi. Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar. Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Le Monde fjallar um málið en þar kemur fram að á fimmtudaginn síðasta, verkalýðsdaginn, hafi maðurinn sem er ekki nafngreindur í umfjölluninni verið sviptur frelsi sínu í fjórtánda hverfi Parísarborgar. Fjórir grímuklæddir menn réðust að honum á götunni og hífðu hann um borð í flutningabíl. Kröfðust hárrar fjárhæðar Miðillinn hefur eftir ákæruvaldinu á svæðinu að þeir hafi í kjölfarið farið fram á borgun gegn því að manninum yrði sleppt úr haldi sínu. „Fórnarlambið reyndist faðir manns sem auðgast hafði á rafmyntum, og árásinni fylgdi krafa um lausnargjald,“ er haft eftir ákæruvaldinu. Le Parisien greinir svo frá því að árásarmennirnir hafi farið fram á upphæð á bilinu 5 til 7 milljóna evra. Fréttaveitan AFP hefur eftir heimildamanni sínum að upphæðin hafi verið „mjög há.“ Fimm handteknir Í kjölfarið fylgdi umfangsmikil rannsókn og klukkan níu í gærkvöldi á staðartíma lét lögreglan í París til skarar skríða. Fórnarlambinu var haldið föstum í heimili í Essone í útjaðri borgarinnar, sunnar við borgarmörkin. Þegar fórnarlambið hafði endurheimt frelsi sitt var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögregla tekur ekki fram hvert eðli áverka hans er en Le Monde hefur eftir heimildamanni sínum að fingur hafi verið skorinn af honum. Fjórir voru handteknir á vettvangi. Þeir eru fæddir á árunum 1998 til 2005. Fimmti einstaklingurinn, fæddur 1999, var handtekinn við akstur bílsins sem var líklega notaður við framkvæmd frelsissviptingarinnar. Sérstök deild frönsku lögreglunnar sem sér um að bregðast við mannránum og vopnuðum ránum sá um viðbragðið. Heimildamaður Le Monde segir að ljóst væri að frekari limlestinga væri að vænta ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð og afgerandi aðgerðir lögreglunnar.
Frakkland Rafmyntir Erlend sakamál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira