Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. maí 2025 10:33 Tim Friede lét snáka bíta sig meira en 200 sinnum frá 2001 til 2019. Eftir tvö bit kóbraslangna féll hann í dá en lifði það sem betur fer af. Nú gætu tilraunir hans leitt til tímamóta í móteitursrannsóknum. AP Blóð bandarísks manns, sem lét snáka bíta sig 200 sinnum og sprautaði sig með snákaeitri oftar en 700 sinnum yfir átján ára tímabil, hefur leitt til móteiturs „sem á sér enga hliðstæðu“ að sögn vísindamanna. Mótefni sem fundust í blóði hins 57 ára Tim Friede hafa reynst veita vörn gegn banvænum skömmtum frá fjölbreyttum hópi snákategunda í dýratilraunum. BBC fjalla um uppgötvanir vísindamanna sem birtust í vísindatímaritinu Cell. Átján ára snákatilraunir Friede gætu verið mikilvægt skref í leitinni að allsherjar mótefni gegn öllum snákabitum. Tim Friede ásamt rannsóknarmönnum í San Francisco.AP Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru á bilinu 1,8 til 2,7 milljónir manna bitnar árlega af eitursnákum. Allt að 138 þúsund manns deyja árlega af völdum snákabits og margfalt fleiri missa útlimi eða verða fyrir skerðingu af þeim völdum. Friede sem er fyrrverandi bifvélavirki hélt úti snákasíðu á Youtube og hóf þess vegna snákabitsferðalag sitt árið 2001 til að geta byggt upp ónæmi. Hann fór þó brösuglega af stað og féll í dá eftir að hann var bitinn tvívegis með stuttu millibili af kóbraslöngum. „Ég vildi ekki deyja. Ég vildi ekki missa fingur. Ég vildi ekki missa úr vinnu,“ sagði Friede við BBC. Hann segist hafa viljað þróa betri meðferðir við snákabiti og snákabitin hafi orðið hluti af lífstíl hans. Hann hafi ýtt sér lengra og lengra. Í heildina var Friede bitinn oftar en 200 sinnum af snákum og sprautaði sig 700 sinnum með snákaeitri úr mörgum af hættulegustu tegundum jarðar, þ.á m. gleraugnaslöngum og kóbraslöngum. „Ég myndi elska að fá smá af blóðinu þínu“ Vanalega er móteitur búið til með því að sprauta skömmtum af snákaeitri í tilraunadýr. Ónæmiskerfi dýranna berjast við eitrið með því að framleiða mótefni sem eru síðan unnið úr. Munur milli tegunda er hins vegar svo mikill að móteitur virkar aðeins á eitrið sem það er unnið úr. Jafnvel innan sömu tegunda getur móteitur ekki virkað. Teymi vísindamanna hjá líftæknifyrirtækinu Centivax hefur undanfarin leitað að annars konar vörn gegn snákaeitri með því að búa til hlutleysandi mótefni. Frekar en að beinast gegn tilteknu eiturefni sem gerir eitrið einstakt þá beinast slík mótefni að því sem er sameiginlegt með heilum eiturefnaflokkum. Glanville telur niðurstöður Centivax marka tímamót.Centivax Forstjóri Centivax, Dr. Jacob Glanville, rambaði á Friede og sá strax að hann gæti reynst rannsóknum þeirra dýrmætur. „Ef einhver í heiminum hefur þróað þessi hlutleysandi mótefni, þá er það hann,“ segir Glanville hafa hugsað með sér og haft samband við Friede í kjölfarið: „Þetta gæti verið vandræðalegt, en ég myndi elska að fá smá af blóðinu þínu.“ Veitti vörn gegn mörgum af hættulegustu snákum jarðar Friede var til í þetta og rannsóknin fékk samþykki þar sem hún krafðist aðeins þess að blóð yrði tekið úr Friede en honum ekki gefið meira eitur. Rannsóknin beindist að Elapidae-ætt snáka, annarri af tveimur ættum eitursnáka, sem nota taugaeitur til að lama fórnarlömb sín og verður banvænt þegar það lamar vöðvana sem menn nota til að anda. Rannsakendur völdu nítján eitursnáka úr ættbálki Elapidae sem WHO flokkar sem hættulegustu snáka veralda. Síðan hófu vísindamennirnir að grannskoða blóð og fundu tvö hlutleysandi mótefni sem beinist gegn tveimur flokkum taugaeiturs. Friede er stoltur af því að snákabitstilraunir sínar geti mögulega hjálpað tugþúsundum fólks. Úr þeim tveimur mótefnum og lyfi sem beinist gegn þriðja flokki taugaeiturs bjuggu þeir til móteiturskokteil. Mýs sem fengu kokteilin lifðu af banvæna eiturskammta frá þrettán af nítján tegundum eitursnákanna. Þær voru varðar gegn eitri hinna sex að hluta. Glanville segir að slík vörn „eigi sér ekki hliðstæðu“ og nái yfir fjölda Elapidae-snáka sem menn eiga engin móteitur gegn. Nú reyni teymið að bæta móteitrið þannig hægt sé að veita algjöra vörn gegn slíkum snákum. Enn miklar tilraunir eftir Aðrir flokkar snáka búa yfir annars konar eitri, til dæmis blóðskemmandi (e. hemotoxic) eða frumudrepandi (e. cytotoxic). Vonir standa til að hægt sé að búa til stök móteitur sem virka á heilu snákaflokkana. „Ég held að á næstu tíu til fimmtán árum við munum hafa eitthvað sem virkar gegn öllum þessum eiturflokkum,“ sagði Peter Kwong, prófessor við Columbia-háskóla, við BBC. Nick Caswell, prófessor við snákarannsóknir við LSTM, segir móteitrið sem Centivax hefur þróað vissulega nýlundu, sýna fram á að slíkt sé tæknilega mögulegt og þoka rannsóknum greinarinnar áfram. Hins vegar varaði hann við því að enn væri „mikil vinna eftir“ og að móteitrið þyrfti að rannsaka miklu meira áður en hægt væri að nota það á fólki. Vísindi Dýr Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Mótefni sem fundust í blóði hins 57 ára Tim Friede hafa reynst veita vörn gegn banvænum skömmtum frá fjölbreyttum hópi snákategunda í dýratilraunum. BBC fjalla um uppgötvanir vísindamanna sem birtust í vísindatímaritinu Cell. Átján ára snákatilraunir Friede gætu verið mikilvægt skref í leitinni að allsherjar mótefni gegn öllum snákabitum. Tim Friede ásamt rannsóknarmönnum í San Francisco.AP Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) eru á bilinu 1,8 til 2,7 milljónir manna bitnar árlega af eitursnákum. Allt að 138 þúsund manns deyja árlega af völdum snákabits og margfalt fleiri missa útlimi eða verða fyrir skerðingu af þeim völdum. Friede sem er fyrrverandi bifvélavirki hélt úti snákasíðu á Youtube og hóf þess vegna snákabitsferðalag sitt árið 2001 til að geta byggt upp ónæmi. Hann fór þó brösuglega af stað og féll í dá eftir að hann var bitinn tvívegis með stuttu millibili af kóbraslöngum. „Ég vildi ekki deyja. Ég vildi ekki missa fingur. Ég vildi ekki missa úr vinnu,“ sagði Friede við BBC. Hann segist hafa viljað þróa betri meðferðir við snákabiti og snákabitin hafi orðið hluti af lífstíl hans. Hann hafi ýtt sér lengra og lengra. Í heildina var Friede bitinn oftar en 200 sinnum af snákum og sprautaði sig 700 sinnum með snákaeitri úr mörgum af hættulegustu tegundum jarðar, þ.á m. gleraugnaslöngum og kóbraslöngum. „Ég myndi elska að fá smá af blóðinu þínu“ Vanalega er móteitur búið til með því að sprauta skömmtum af snákaeitri í tilraunadýr. Ónæmiskerfi dýranna berjast við eitrið með því að framleiða mótefni sem eru síðan unnið úr. Munur milli tegunda er hins vegar svo mikill að móteitur virkar aðeins á eitrið sem það er unnið úr. Jafnvel innan sömu tegunda getur móteitur ekki virkað. Teymi vísindamanna hjá líftæknifyrirtækinu Centivax hefur undanfarin leitað að annars konar vörn gegn snákaeitri með því að búa til hlutleysandi mótefni. Frekar en að beinast gegn tilteknu eiturefni sem gerir eitrið einstakt þá beinast slík mótefni að því sem er sameiginlegt með heilum eiturefnaflokkum. Glanville telur niðurstöður Centivax marka tímamót.Centivax Forstjóri Centivax, Dr. Jacob Glanville, rambaði á Friede og sá strax að hann gæti reynst rannsóknum þeirra dýrmætur. „Ef einhver í heiminum hefur þróað þessi hlutleysandi mótefni, þá er það hann,“ segir Glanville hafa hugsað með sér og haft samband við Friede í kjölfarið: „Þetta gæti verið vandræðalegt, en ég myndi elska að fá smá af blóðinu þínu.“ Veitti vörn gegn mörgum af hættulegustu snákum jarðar Friede var til í þetta og rannsóknin fékk samþykki þar sem hún krafðist aðeins þess að blóð yrði tekið úr Friede en honum ekki gefið meira eitur. Rannsóknin beindist að Elapidae-ætt snáka, annarri af tveimur ættum eitursnáka, sem nota taugaeitur til að lama fórnarlömb sín og verður banvænt þegar það lamar vöðvana sem menn nota til að anda. Rannsakendur völdu nítján eitursnáka úr ættbálki Elapidae sem WHO flokkar sem hættulegustu snáka veralda. Síðan hófu vísindamennirnir að grannskoða blóð og fundu tvö hlutleysandi mótefni sem beinist gegn tveimur flokkum taugaeiturs. Friede er stoltur af því að snákabitstilraunir sínar geti mögulega hjálpað tugþúsundum fólks. Úr þeim tveimur mótefnum og lyfi sem beinist gegn þriðja flokki taugaeiturs bjuggu þeir til móteiturskokteil. Mýs sem fengu kokteilin lifðu af banvæna eiturskammta frá þrettán af nítján tegundum eitursnákanna. Þær voru varðar gegn eitri hinna sex að hluta. Glanville segir að slík vörn „eigi sér ekki hliðstæðu“ og nái yfir fjölda Elapidae-snáka sem menn eiga engin móteitur gegn. Nú reyni teymið að bæta móteitrið þannig hægt sé að veita algjöra vörn gegn slíkum snákum. Enn miklar tilraunir eftir Aðrir flokkar snáka búa yfir annars konar eitri, til dæmis blóðskemmandi (e. hemotoxic) eða frumudrepandi (e. cytotoxic). Vonir standa til að hægt sé að búa til stök móteitur sem virka á heilu snákaflokkana. „Ég held að á næstu tíu til fimmtán árum við munum hafa eitthvað sem virkar gegn öllum þessum eiturflokkum,“ sagði Peter Kwong, prófessor við Columbia-háskóla, við BBC. Nick Caswell, prófessor við snákarannsóknir við LSTM, segir móteitrið sem Centivax hefur þróað vissulega nýlundu, sýna fram á að slíkt sé tæknilega mögulegt og þoka rannsóknum greinarinnar áfram. Hins vegar varaði hann við því að enn væri „mikil vinna eftir“ og að móteitrið þyrfti að rannsaka miklu meira áður en hægt væri að nota það á fólki.
Vísindi Dýr Bandaríkin Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira