Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“ Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira
„Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“
Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Sjá meira