Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“ Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“
Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira