Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2025 19:00 Hanna Katrín Friðriksson hefur fengið afgreitt úr ríkisstjórn frumvarp sitt um hækkun veiðigjalda. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS um málið. Vísir Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti strax í stefnuyfirlýsingu sinni í desember að hún hyggðist setja á það sem hún kallaði réttlát auðlindagjöld sem renni að hluta til nærsamfélagsins. Í framhaldinu var tilkynnt að veiðigjöldin yrðu tvöfölduð. Í könnun sem Maskína gerði í apríl kom fram að ríflega níu af hverjum tíu telji að útgerðir séu færar um að greiða hærri veiðigjöld. Horfið frá tvöföldun gjalda en þó umtalsverð hækkun Frumvarp atvinnuvegaráðherra um leiðrétt veiðigjöld var afgreitt úr ríkisstjórn í dag. Það fer til umfjöllunar í þingflokkum meirihlutans á morgun og verður birt í framhaldinu. „Við viljum að gjaldið sé miðað við markaðsverð á fimm algengum nytjastofnum. Í stað þess að verð á fisktegundunum sé ákveðið af útgerðinni hér heima í innri viðskiptum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Veiðigjöldin verði þó ekki tvöfölduð eins og boðað var í upphafi. „Þetta er umtalsverð hækkun á gjöldunum en hún er ekki tvöfölduð. Það er vegna þess að við erum að teygja okkur mjög langt með hækkun frítekjumarks,“ segir Hanna sem bætir við að meira komi í ljós eftir umfjöllun þingflokkanna. SFS mótmælir hækkunum með auglýsingaherferð Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)hafa mótmælt fyrirhugðum hækkunum harðlega. Framundan sé þungur róður verðu þau að veruleika. Þá reka samtökin auglýsingaherferð í ljósvakamiðlum þar sem mikilvægi greinarinnar er dregið fram í sveitarfélögum eins og Eskifirði, Grundarfirði, Dalvík og Vestmannaeyjum. Fram kemur í lok hverrar auglýsingar að veiðigjald sé skattur á samfélög en samtökin sig fyrir þeirri fullyrðingu. Auglýsing SFS með aðalleikara norsku þáttanna Exit hefur einnig vakið mikla athygli. Þar er líka vísað til neikvæðra áhrifa sem samtökin telja að boðuð hækkun veiðigjalda muni hafa á greinina. Atvinnuvegaráðherra finnst erfitt að skilja málflutninginn sem kemur fram í auglýsingunni. „Ég skil hana ekki nákvæmlega. Það er ekkert í þessari leiðréttingu á veiðigjöldunum sem kemur í veg fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi,“ segir Hanna Katrín. Hún býst átökum og málþófi um veiðigjöldin hjá stjórnarandstöðu á Alþingi en þau muni verða að veruleika. „Ég er algjörlega sannfærð um að þetta mál nái að fara í gegn,“ segir Hanna Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Grundarfjörður Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13