ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 11:39 AP Evrópusambandið hefur sektað bandarísku fyrirtækin Apple og Meta um samanlagt sjö hundruð milljónir evra. Sektirnar eru til komnar vegna brota fyrirtækjanna á lögum sambandsins og munu þær að öllum líkindum auka spennuna milli ESB og ríkisstjórnar Donalds Trump. Forsetinn bandaríski hefur heitið því að beita tollum gegn ríkjum sem refsa bandarískum fyrirtækjum. Sektunum hefur verið beitt eftir árslanga rannsókn á því hvort fyrirtækin hafi framfylgt samkeppnisreglum ESB á sviði tæknifyrirtækja Framkvæmdastjórn ESB opinberaði sektirnar í morgun. Sekt Apple er fimm hundruð milljónir evra (um 72,5 milljarðar króna) en sekt Meta er tvö hundruð milljónir evra (um 29 milljarðar króna). Forsvarsmönnum Apple hefur verið skipað að auka aðgengi framleiðanda snjallforrita að stýrikerfi Apple og gera notendum auðveldar að kaupa þjónustu og vöru utan verslunar fyrirtækisins. Þegar kemur að Meta er til skoðunar hvort það að bjóða evrópskum notendum auglýsingar sem notast við minna af persónuupplýsingum á Facebook og Instagram sé í takt við lög ESB. Áður hafði fyrirtækið boðið þessa þjónustu fyrir áskriftargjald eða gert notendum að samþykkja að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar. Þetta þótt ekki duga til og hefur Meta verið sektað fyrir tímabilið þegar þessi þjónusta var það eina sem var í boði fyrir notendur í Evrópu. Áðurnefnd lög heimila sektir sem samsvara allt að tíu prósentum af árstekjum fyrirtækja en samkvæmt frétt Wall Street Journal eru þessar sektir langt þar frá. Þær samsvarar þess í stað um 0,1 prósenti af árstekjum fyrirtækjanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB sektar fyrirtækin. Apple var í fyrra sektað um tvo milljarða dala vegna einokunar. Þá hefur framkvæmdastjórnin einnig til skoðunar að beita X, samfélagsmiðlafyrirtæki Elons Musk háum sektum vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Forsvarsmenn Apple segja í svari við fyrirspurn Reuters að þessi nýja sekt sé enn eitt dæmið um ósanngjarnar ákvarðanir leiðtoga ESB í garð fyrirtækisins. Þessar ákvarðanir komi niður á öryggi notenda og gæðum vara fyrirtækisins. Þeim sé ætlað að þvinga Apple til að gefa tækni fyrirtækisins. Forsvarsmenn Meta segja í yfirlýsingu að framkvæmdastjórnin sé að reyna að kippa fótunum undan bandarískum fyrirtækjum en kínversk og evrópsk fyrirtæki fái að starfa við aðrar og betri aðstæður. Í yfirlýsingunni segir að framkvæmdastjórnin vilji þvinga Meta til að grípa til kostnaðarsamra breytinga og í senn veita verri þjónustu. Evrópusambandið Apple Meta Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Forsetinn bandaríski hefur heitið því að beita tollum gegn ríkjum sem refsa bandarískum fyrirtækjum. Sektunum hefur verið beitt eftir árslanga rannsókn á því hvort fyrirtækin hafi framfylgt samkeppnisreglum ESB á sviði tæknifyrirtækja Framkvæmdastjórn ESB opinberaði sektirnar í morgun. Sekt Apple er fimm hundruð milljónir evra (um 72,5 milljarðar króna) en sekt Meta er tvö hundruð milljónir evra (um 29 milljarðar króna). Forsvarsmönnum Apple hefur verið skipað að auka aðgengi framleiðanda snjallforrita að stýrikerfi Apple og gera notendum auðveldar að kaupa þjónustu og vöru utan verslunar fyrirtækisins. Þegar kemur að Meta er til skoðunar hvort það að bjóða evrópskum notendum auglýsingar sem notast við minna af persónuupplýsingum á Facebook og Instagram sé í takt við lög ESB. Áður hafði fyrirtækið boðið þessa þjónustu fyrir áskriftargjald eða gert notendum að samþykkja að persónuupplýsingar þeirra væru notaðar. Þetta þótt ekki duga til og hefur Meta verið sektað fyrir tímabilið þegar þessi þjónusta var það eina sem var í boði fyrir notendur í Evrópu. Áðurnefnd lög heimila sektir sem samsvara allt að tíu prósentum af árstekjum fyrirtækja en samkvæmt frétt Wall Street Journal eru þessar sektir langt þar frá. Þær samsvarar þess í stað um 0,1 prósenti af árstekjum fyrirtækjanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ESB sektar fyrirtækin. Apple var í fyrra sektað um tvo milljarða dala vegna einokunar. Þá hefur framkvæmdastjórnin einnig til skoðunar að beita X, samfélagsmiðlafyrirtæki Elons Musk háum sektum vegna brota á lögum sambandsins um ólöglegt efni og upplýsingaóreiðu. Forsvarsmenn Apple segja í svari við fyrirspurn Reuters að þessi nýja sekt sé enn eitt dæmið um ósanngjarnar ákvarðanir leiðtoga ESB í garð fyrirtækisins. Þessar ákvarðanir komi niður á öryggi notenda og gæðum vara fyrirtækisins. Þeim sé ætlað að þvinga Apple til að gefa tækni fyrirtækisins. Forsvarsmenn Meta segja í yfirlýsingu að framkvæmdastjórnin sé að reyna að kippa fótunum undan bandarískum fyrirtækjum en kínversk og evrópsk fyrirtæki fái að starfa við aðrar og betri aðstæður. Í yfirlýsingunni segir að framkvæmdastjórnin vilji þvinga Meta til að grípa til kostnaðarsamra breytinga og í senn veita verri þjónustu.
Evrópusambandið Apple Meta Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira