Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2025 19:55 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Kristina Kormilitsyna Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. Þetta mun Pútín hafa sagt við Steve Witkoff, sérstakan erindreka Donalds Trump, þegar þeir hittust í Pétursborg fyrr í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Financial Times. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur þegar gefið til kynna að frétt FT sé röng. Washington Post hefur þó sagt svipaðar fregnir og FT af viðræðunum milli Bandaríkjamanna og Rússa. Samkvæmt heimildarmönnum WP kynntu bandarískir erindrekar Úkraínumönnum tillögur sínar í París í síðustu viku. Stjórna engum héruðum að fullu Ef rétt reynist yrði þetta í fyrsta sinn sem Pútín gefur til kynna að hann sé tilbúinn að láta af kröfum sínum um eign þessara fjögurra héraða, sem voru í september 2022 formlega innlimuð í rússneska sambandsríkið. Umrædd héruð eru Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti árið 2022 yfir ólöglegri innlimun þessara héraða en Rússar stjórna engu þeirra að fullu þó þeir hafi hernumið stóra hluta þeirra og mestöll Lúhansk og Dónetsk. Rússar náðu í upphafi innrásar þeirra árið 2022 tökum á stórum hluta Kherson en voru reknir á brott frá þeim hluta héraðsins sem liggur vestur af Dnipróá árið 2023. Rússneski herinn hefur að óbreyttu líklega ekki burði til að hernema frekara land í Saporijía og Kherson. Eftir að hann hitti Pútín er Witkoff sagður hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að skjótasta leiðin að friði í Úkraínu sé að samþykkja kröfur Rússa. Evrópskir bandamenn Úkraínu hafa samkvæmt FT áhyggjur af því að Pútín geti notað ákafa Trumps í því að stilla til friðar til að fá forsetann bandaríska til að þvinga Úkraínumenn til að gefa frekar eftir. Frá því hann tók við embætti hefur Trump verið sakaður um fylgispekt gagnvart kröfum Rússa og hefur það hvernig hann hefur tekið undir áróður frá Rússum vakið áhyggjur beggja vegna Atlantshafsins. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Einn evrópskur embættismaður sem rætt var við sagði að Úkraínumenn undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að gefa eftir gagnvart Rússum, svo Trump gæti lýst yfir sigri í viðleitni sinni. Viðræður milli embættismanna frá Úkraínu, Bandaríkjunum og bakhjarla Úkraínu í Evrópu munu fara fram í Lundúnum á morgun. Hvorki Witkoff, né Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verða þar. Witkoff er sagður á leið til Moskvu á fund Pútíns seinna í vikunni. „Þetta er ekki til umræðu“ Úkraínskir embættismenn segja í samtali við FT að einhverjar þeirra hugmynda sem hafi komið frá Bandaríkjamönnum á síðasta fundi hafi verið séðar í jákvæðu ljósi. Meðal þeirra er að evrópskir hermenn vakti rúmlega þúsund kílómetra langa víglínuna í samvinnu við Úkraínumenn og Rússa. Úkraínumenn myndu þá heita því að reyna ekki að reka Rússa á brott frá þeim svæðum sem þeir stjórna og Rússar myndu samþykkja að stöðva hæga framsókn þeirra. Það er þó óvíst að Úkraínumenn verði tilbúnir til að viðurkenna formlega eignarrétt Rússa á Krímskaga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að það yrði aldrei gert. „Þetta er ekki til umræðu. Það færi gegn stjórnarskrá okkar. Þetta er okkar land, land úkraínsku þjóðarinnar,“ sagði Selenskí við blaðamenn í dag. Þá varaði hann við því að þessi umræða væri vatn á myllu Pútíns og ýtti undir það að Rússar stjórnuðu því hvernig friði yrði náð. Hann benti á að Úkraínumenn hefðu verið í stríði við Rússa í ellefu ár. Það væri ekki hægt að koma á friði án þess að beita Rússa þrýstingi. Það hefur Trump ekki gert hingað til. Hann hefur engum frekari refsiaðgerðum eða annars konar aðgerðum beint gegn Rússlandi frá því hann tók við embætti. Hann hefur þess í stað sakað Selenskí um að bera ábyrgð á innrásum Rússa í Úkraínu. Ráðamenn í Evrópu hafa miklar áhyggjur af ummælum og aðgerðum Trumps og óttast að ekki sé lengur hægt að reiða á Bandaríkin. Víðsvegar um Evrópu stendur til að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem felur meðal annars í sér að draga úr því hvað Evrópa er háð Bandaríkjunum í varnarmálum Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40 „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19. apríl 2025 15:52 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Sjá meira
Þetta mun Pútín hafa sagt við Steve Witkoff, sérstakan erindreka Donalds Trump, þegar þeir hittust í Pétursborg fyrr í þessum mánuði, samkvæmt heimildum Financial Times. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, hefur þegar gefið til kynna að frétt FT sé röng. Washington Post hefur þó sagt svipaðar fregnir og FT af viðræðunum milli Bandaríkjamanna og Rússa. Samkvæmt heimildarmönnum WP kynntu bandarískir erindrekar Úkraínumönnum tillögur sínar í París í síðustu viku. Stjórna engum héruðum að fullu Ef rétt reynist yrði þetta í fyrsta sinn sem Pútín gefur til kynna að hann sé tilbúinn að láta af kröfum sínum um eign þessara fjögurra héraða, sem voru í september 2022 formlega innlimuð í rússneska sambandsríkið. Umrædd héruð eru Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti árið 2022 yfir ólöglegri innlimun þessara héraða en Rússar stjórna engu þeirra að fullu þó þeir hafi hernumið stóra hluta þeirra og mestöll Lúhansk og Dónetsk. Rússar náðu í upphafi innrásar þeirra árið 2022 tökum á stórum hluta Kherson en voru reknir á brott frá þeim hluta héraðsins sem liggur vestur af Dnipróá árið 2023. Rússneski herinn hefur að óbreyttu líklega ekki burði til að hernema frekara land í Saporijía og Kherson. Eftir að hann hitti Pútín er Witkoff sagður hafa sagt við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að skjótasta leiðin að friði í Úkraínu sé að samþykkja kröfur Rússa. Evrópskir bandamenn Úkraínu hafa samkvæmt FT áhyggjur af því að Pútín geti notað ákafa Trumps í því að stilla til friðar til að fá forsetann bandaríska til að þvinga Úkraínumenn til að gefa frekar eftir. Frá því hann tók við embætti hefur Trump verið sakaður um fylgispekt gagnvart kröfum Rússa og hefur það hvernig hann hefur tekið undir áróður frá Rússum vakið áhyggjur beggja vegna Atlantshafsins. Trump hefur á sama tíma lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Einn evrópskur embættismaður sem rætt var við sagði að Úkraínumenn undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að gefa eftir gagnvart Rússum, svo Trump gæti lýst yfir sigri í viðleitni sinni. Viðræður milli embættismanna frá Úkraínu, Bandaríkjunum og bakhjarla Úkraínu í Evrópu munu fara fram í Lundúnum á morgun. Hvorki Witkoff, né Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, verða þar. Witkoff er sagður á leið til Moskvu á fund Pútíns seinna í vikunni. „Þetta er ekki til umræðu“ Úkraínskir embættismenn segja í samtali við FT að einhverjar þeirra hugmynda sem hafi komið frá Bandaríkjamönnum á síðasta fundi hafi verið séðar í jákvæðu ljósi. Meðal þeirra er að evrópskir hermenn vakti rúmlega þúsund kílómetra langa víglínuna í samvinnu við Úkraínumenn og Rússa. Úkraínumenn myndu þá heita því að reyna ekki að reka Rússa á brott frá þeim svæðum sem þeir stjórna og Rússar myndu samþykkja að stöðva hæga framsókn þeirra. Það er þó óvíst að Úkraínumenn verði tilbúnir til að viðurkenna formlega eignarrétt Rússa á Krímskaga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði fyrr í dag að það yrði aldrei gert. „Þetta er ekki til umræðu. Það færi gegn stjórnarskrá okkar. Þetta er okkar land, land úkraínsku þjóðarinnar,“ sagði Selenskí við blaðamenn í dag. Þá varaði hann við því að þessi umræða væri vatn á myllu Pútíns og ýtti undir það að Rússar stjórnuðu því hvernig friði yrði náð. Hann benti á að Úkraínumenn hefðu verið í stríði við Rússa í ellefu ár. Það væri ekki hægt að koma á friði án þess að beita Rússa þrýstingi. Það hefur Trump ekki gert hingað til. Hann hefur engum frekari refsiaðgerðum eða annars konar aðgerðum beint gegn Rússlandi frá því hann tók við embætti. Hann hefur þess í stað sakað Selenskí um að bera ábyrgð á innrásum Rússa í Úkraínu. Ráðamenn í Evrópu hafa miklar áhyggjur af ummælum og aðgerðum Trumps og óttast að ekki sé lengur hægt að reiða á Bandaríkin. Víðsvegar um Evrópu stendur til að fara í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem felur meðal annars í sér að draga úr því hvað Evrópa er háð Bandaríkjunum í varnarmálum
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40 „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19. apríl 2025 15:52 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Sjá meira
Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. 21. apríl 2025 08:40
„Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“ 19. apríl 2025 15:52
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54
Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. 18. apríl 2025 09:23