Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 15:43 Lyfin tvö gæta leitt til betri batahorfa einstaklinga sem hafa fengið hjartaáfall. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. „Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér. Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
„Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér.
Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira