Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2025 09:31 Steinunn Björnsdóttir segir það hafa reynst snúnara að halda handboltanum við eftir að hún eignaðist sitt annað barn. Krafta hennar sé óskað á fleiri vígstöðvum og kominn sé tími til að setja harpixið á hilluna. Vísir/Vilhelm Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira