Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2025 13:00 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20 Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp til laga um að val nemenda inn í framhaldsskóla skuli taka mið af fleiri þáttum en einkunnum, því nemendur búi yfir margs konar hæfileikum sem ekki eru metnir á einkunnaskala. Við erum mörg sem getum tekið undir orð ráðherra, um að skólarnir eigi að endurspegla fjölbreytileikann í samfélaginu og því eigi öll ungmenni rétt á að sækja þá skóla sem þau helst vilja. Það er einmitt einn af kostum íslenskra framhaldsskóla hversu fjölbreytilegir þeir eru og því höfða þeir til mismunandi nemendahópa. Í framhaldsskólum viljum við líka hafa vettvang fyrir nemendur til að þróa margs konar færni, ekki bara bóklega, og þannig hefur það einmitt verið. Í framhaldsskólum landsins hafa til dæmis margir tónlistarsnillingar tekið stökk, sem síðan leiddi sum þeirra út í heim og nokkur þeirra eru nú heimsfræg. Ætli við Íslendingar eigum kannski heimsmet í fjölda heimsfrægra á hvern íbúa? Hér er um réttlætismál að ræða, að öll ungmenni hafi sama rétt og sömu möguleika á áframhaldandi námi eftir grunnskólann. En til að ná því markmiði er spurning hvort sé nóg að breyta inngöngureglum í framhaldsskóla. Að hafa sama rétt og sömu möguleika byggir einmitt líka á námslegri færni, ekki aðeins hvað varðar val um framhaldsskóla eins og hingað til, heldur líka hvort skólagangan verður farsæl. Er það ekki líka réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi? Er námslegur styrkur ekki valdeflandi og því ákjósanlegur fyrir alla nemendur? Og þá komum við að spurningunni um það hver námsleg staða nemenda er hérlendis eftir 10 ára grunnskólagöngu. Við höfum ekki marga mælikvarða en getum þó tekið mið af PISA. Þessi alþjóðlega könnun leiddi í ljós að árið 2022 náðu 40% nemenda hér á landi ekki lágmarksviðmiðum í lesskilningi (26% árið 2018, 17% árið 2009 og 15% árið 2000), og 54% nemenda af annarri kynslóð innflytjenda. Nemendur sem skora svo lágt eiga í erfiðleikum með texta sem eru aðeins í meðallagi langir og flóknir og texta sem fjalla um efni sem er þeim ókunnugt. Til að geta tekist á við texta þurfa þau að fá leiðbeiningar eða skýrar vísanir í það sem skiptir máli. Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að þau eigi erfitt með að nýta sér lestur við dagleg viðfangsefni, svo sem að fylgjast með rökræðum um samfélagsleg álitamál, lesa bæklinga, eða nýta sér vefsíður á borð við skattur.is eða heimabanka. Þau eiga þá enn frekar í erfiðleikum með að lesa sér til þekkingarauka eins og nám gerir kröfur um. Sum vilja halda því fram að lesskilningur sem PISA mælir sé þröng námsleg færni. Þó ber að hafa í huga að verkefnin eru miðuð við lestrariðkun í samtímanum og því reglulega endurskoðuð. Árin 2018 og 2022 reyndu verkefnin með stigvaxandi hætti á færni nemenda í að lesa texta af ýmsum vefsíðum, af ólíkum uppruna og eftir ýmsa höfunda, greina upplýsingar, meta gæði texta og trúverðugleika, takast á við ólík sjónarmið og draga ályktanir. Við hljótum flest að sammælast um að það sé mikilvæg færni. En hvað getur valdið því að svo stór hópur nemenda í íslenskum grunnskólum hefur ekki náð grunnfærni í lesskilningi skv. PISA? Við höfum ekki marga aðra mælikvarða, en þó sýna niðurstöður lesfimiprófa Menntamálastofnunar að síðustu ár hefur u.þ.b. fjórðungur allra 10. bekkinga verið á rauðu í þessari tæknilegu lestrarfærni, þau ná ekki að lesa úr bókstöfum áreynslulaust. Íslenskar rannsóknir síðustu ára hafa sýnt vaxandi mun á hljóða-bókstafsþekkingu barna strax yfir fyrsta ár grunnskólans og í lesfimi yfir annað ár grunnskólans, vaxandi mun á íslenskum orðaforða nemenda og lesskilningi yfir öll miðstigsár grunnskólans. Niðurstöður PISA sýna þróun lesskilnings frá aldamótum, en þá voru nemendur hér á landi á pari við OECD löndin, árið 2018 vorum við svo 13 stigum undir meðaltalinu, en 40 stigum árið 2022. Það ár var munurinn jafngildur meðalframförum nemenda yfir tvö skólaár. Það er réttlætismál að gefa öllum börnum og ungmennum tækifæri til að læra að lesa, og að skilja það sem þau lesa. Það er réttlætismál að öll ungmenni komi námslega sterk út úr 10 ára grunnskólanámi, að öll geti nýtt sér lestur til að ná markmiðum sínum í lífinu og þroskað þekkingu sína og hæfileika. Það er einmitt mergur málsins, að námslegur vandi barna er ekki vegna þess að þau séu ekki fær um að ná árangri í skólanum. Vandinn er að þau hafa ekki öll fengið sömu tækifærin, heima hjá uppalendum sínum, í leikskólanum og síðan í grunnskólanum. Við lögum það ekki með því að lækka rána heldur með því að lyfta þeim upp til að komast yfir rána. Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna vaxandi mun á mál- og læsisfærni barna, það þýðir að ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Það er í samræmi við síendurteknar rannsóknir víða um heim í málþroska- og læsisfræðum, þ.e. ef ekki er unnið markvisst með málþroska og læsi í leik- og grunnskólastarfi. Fjölmargar rannsóknir innan málþroska- og læsisfræða síðustu áratugi hafa gefið samhljóma niðurstöður. Við getum byggt á þeim og gefið nemendum námslega færni með því að tryggja: máleflandi leikskólastarf með öllum börnum sem eykur málskilning þeirra og tjáningarfærni á tungumáli skólans, íslensku að kennarar á yngsta stigi grunnskólans hafi þekkingu, færni og aðstæður til að veita börnum vandaða lestrarkennslu að kennarar í grunnskólum landsins hafi þekkingu, færni og aðstæður til að gefa öllum börnum máleflandi skólastarf: Að nemendur nái að skilja það sem þau heyra og lesa, og umfram allt að þau fái að takast á við áhugaverð viðfangsefni, lesi frá ýmsum sjónarhornum, ræði saman og skrifi um það sem þau lesa. Tækifærin eru í skólanum en það eru menntayfirvöld sem bera ábyrgð. Við náum fyrst að snúa við óheillavænlegri þróun í námsfærni nemenda í íslenskum skólum með því að snúa bökum saman, tengja saman og nýta þekkingu fjölbreytilegra sviða innan menntavísinda, ná fram sameiginlegri sýn á að námsleg færni er réttlætismál. Er forgangsröðunin rétt? Höfundur er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Mennta- og barnamálaráðherra segir misskilnings hafa gætt um frumvarp sitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Ekki standi til að hætta að líta til námsárangurs við innritun nemenda í framhaldsskóla heldur skólum einnig heimilað að horfa til annarra þátta. 17. apríl 2025 09:20
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar