„Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2025 15:15 Ólöf Björnsdóttir telur forsætisráðuneytið hafa brotið trúnað þegar hún setti fram ósk um fund, sem svo var hafnað, þar sem hún vildi ræða stöðu Ásthildar Lóu. Persónuvernd hefur nú tekið málið upp á sína arma. vísir/vilhelm/S2 Forstjóri Persónuverndar staðfestir að sér hafi borist borist kvörtun vegna máls Ólafar Björnsdóttur, fyrrverandi tengdamóður barnföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra. „Ég get staðfest að Persónuvernd hefur borist kvörtun um þetta málefni. Það verður tekið til skoðunar hér,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Málið varðar fund sem Ólöf óskaði eftir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. En hún taldi sig ekki geta unað því að Ásthildur Lóa, hafandi eignast barn þá 23 ára gömul með 16 ára tengdasyni sínum fyrrverandi, sæti sem barnamálaráðherra. Þessi ósk hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ólöf taldi sig hafa óskað eftir trúnaði um þann fund sem aldrei varð. Áður en nokkur frétt hafði verið skrifuð um málið hringdi Ásthildur Lóa ítrekað í Ólöfu, sem taldi sig ekki hafa neitt við hana að tala. Ásthildur Lóa mætti þá heim til hennar en fékk ekki samtal við Ólöfu. Lýsir yfir furðu með vinnubrögð ráðuneytisins Fyrr þennan örlagaríka dag, 20. mars síðastliðinn, höfðu forystumenn ríkisstjórnarinnar, þær Kristrún, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland ásamt Ásthildi setið langan fund um málið, „haldist í hendur“ að sögn Ingu í ræðustól Alþingis. Niðurstaða þess fundar var svo, líkt og flestir þekkja, að Ásthildur Lóa segði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar. Ólöf ritaði síðar grein á Vísi – „Sannleikurinn í tengdamömmumálinu“ - þar sem hún fór yfir málið frá sínum bæjardyrum. Einn angi málsins er sá að Ólöf er afar ósátt við viðbrögð forsætisráðuneytisins. Hún vill meina að trúnaður hafi verið brotinn í meðferð þess á ósk sinni um fund. Forsætisráðherra hefur hafnað því fyrir sína parta. „Ég vil lýsa stórkostlegri furðu á vinnubrögð forsætisráðuneytisins, sem varpa líka ljósi á öryggisbresti þar innanhúss. Það liggur fyrir að ég hringdi í forsætisráðuneytið. Það gerði ég í þeim tilgangi að óska eftir upplýsingum um hvort farið væri með erindi sem þangað berast í gegnum tölvupóst sem trúnaðarmál. Svarið var já.“ Misskilningur eða trúnaðarbrestur Og Ólöf heldur áfram að lýsa því sem hún telur ótvíræðan trúnaðarbrest: „Ég vildi að það væri algjörlega öruggt og spurði aftur, því ég vildi ekki að þessar upplýsingar færu um borg og bý. Aftur staðfesti starfsmaðurinn það. Símtalið var fjögurra mínútna langt - hvað annað átti ég að ræða í þessar fjórar mínútur við starfsmann í símsvörun?“ sagði Ólöf meðal annars í grein sinni. Það er þessi angi málsins sem Persónuvernd hefur nú til skoðunar en Kristrún hefur ítrekað hafnað því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Hún neitar að ræða málið frekar og hefur ekki í hyggju að biðjast afsökunar. Misskilningurinn virðist byggjast á því að í ósk um fund, sem síðar var hafnað, fellst Ólöf á að Ásthildur Lóa sitji fundinn. Þegar aðstoðarmaður Kristrúnar, Ólafur Kjaran var að snúast um þessa ósk um fund, sýndi hann Ásthildi Lóu símanúmer viðmælandans og heimilisfang og spurði hana hvort hún kannaðist eitthvað við viðkomandi? Svo virðist sem forsætisráðuneytið telji að af því að Ólöf hafi gefið grænt ljós á að Ásthildur Lóa sæti fundinn, þá gæti ekki ríkt neinn trúnaður um hann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Stjórnsýsla Persónuvernd Tengdar fréttir Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. 21. mars 2025 20:23 Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið. 25. mars 2025 10:19 „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. 24. mars 2025 16:55 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
„Ég get staðfest að Persónuvernd hefur borist kvörtun um þetta málefni. Það verður tekið til skoðunar hér,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar í svari við fyrirspurn fréttastofu. Málið varðar fund sem Ólöf óskaði eftir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. En hún taldi sig ekki geta unað því að Ásthildur Lóa, hafandi eignast barn þá 23 ára gömul með 16 ára tengdasyni sínum fyrrverandi, sæti sem barnamálaráðherra. Þessi ósk hennar átti eftir að draga dilk á eftir sér. Ólöf taldi sig hafa óskað eftir trúnaði um þann fund sem aldrei varð. Áður en nokkur frétt hafði verið skrifuð um málið hringdi Ásthildur Lóa ítrekað í Ólöfu, sem taldi sig ekki hafa neitt við hana að tala. Ásthildur Lóa mætti þá heim til hennar en fékk ekki samtal við Ólöfu. Lýsir yfir furðu með vinnubrögð ráðuneytisins Fyrr þennan örlagaríka dag, 20. mars síðastliðinn, höfðu forystumenn ríkisstjórnarinnar, þær Kristrún, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland ásamt Ásthildi setið langan fund um málið, „haldist í hendur“ að sögn Ingu í ræðustól Alþingis. Niðurstaða þess fundar var svo, líkt og flestir þekkja, að Ásthildur Lóa segði af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar. Ólöf ritaði síðar grein á Vísi – „Sannleikurinn í tengdamömmumálinu“ - þar sem hún fór yfir málið frá sínum bæjardyrum. Einn angi málsins er sá að Ólöf er afar ósátt við viðbrögð forsætisráðuneytisins. Hún vill meina að trúnaður hafi verið brotinn í meðferð þess á ósk sinni um fund. Forsætisráðherra hefur hafnað því fyrir sína parta. „Ég vil lýsa stórkostlegri furðu á vinnubrögð forsætisráðuneytisins, sem varpa líka ljósi á öryggisbresti þar innanhúss. Það liggur fyrir að ég hringdi í forsætisráðuneytið. Það gerði ég í þeim tilgangi að óska eftir upplýsingum um hvort farið væri með erindi sem þangað berast í gegnum tölvupóst sem trúnaðarmál. Svarið var já.“ Misskilningur eða trúnaðarbrestur Og Ólöf heldur áfram að lýsa því sem hún telur ótvíræðan trúnaðarbrest: „Ég vildi að það væri algjörlega öruggt og spurði aftur, því ég vildi ekki að þessar upplýsingar færu um borg og bý. Aftur staðfesti starfsmaðurinn það. Símtalið var fjögurra mínútna langt - hvað annað átti ég að ræða í þessar fjórar mínútur við starfsmann í símsvörun?“ sagði Ólöf meðal annars í grein sinni. Það er þessi angi málsins sem Persónuvernd hefur nú til skoðunar en Kristrún hefur ítrekað hafnað því að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. Hún neitar að ræða málið frekar og hefur ekki í hyggju að biðjast afsökunar. Misskilningurinn virðist byggjast á því að í ósk um fund, sem síðar var hafnað, fellst Ólöf á að Ásthildur Lóa sitji fundinn. Þegar aðstoðarmaður Kristrúnar, Ólafur Kjaran var að snúast um þessa ósk um fund, sýndi hann Ásthildi Lóu símanúmer viðmælandans og heimilisfang og spurði hana hvort hún kannaðist eitthvað við viðkomandi? Svo virðist sem forsætisráðuneytið telji að af því að Ólöf hafi gefið grænt ljós á að Ásthildur Lóa sæti fundinn, þá gæti ekki ríkt neinn trúnaður um hann.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Barnamálaráðherra segir af sér Stjórnsýsla Persónuvernd Tengdar fréttir Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. 21. mars 2025 20:23 Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið. 25. mars 2025 10:19 „Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. 24. mars 2025 16:55 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Sjá meira
Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. 21. mars 2025 20:23
Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið. 25. mars 2025 10:19
„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“ Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið. 24. mars 2025 16:55