Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir, Þórný Hlynsdóttir og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifa 10. apríl 2025 22:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Bókmenntir Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar